Lovísa og Sandra í Val │Íris Björk tekur fram skóna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. maí 2018 12:30 Íris Ásta, Alina, Íris Björk, Lovísa og Sandra við undirskriftina í dag. vísir/henry Silfurlið Vals, sem tapaði úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna gegn Fram á dögunum, kynnti í dag um komu fjögurra nýrra leikmanna á Hlíðarenda fyrir næsta tímabil. Þær Lovísa Thompson, Sandra Erlingsdóttir og Íris Björk Símonardóttir munu allar klæðast rauðu Valstreyjunni næsta vetur. Lovísa kemur frá Gróttu sem féll úr Olís deildinni í vor og Sandra kemur úr ÍBV. Þær eru báðar í U20 ára landsliði Íslands og keppa í lokakeppni HM í Ungverjalandi næsta sumar. Bæði Lovísa og Sandra léku 18 leiki fyrir sín félagslið í Olís deildinni í vetur, Lovísa setti í þeim 100 mörk og Sandra 122. Íris Björk Símonardóttir er fyrrverandi landsliðsmarkvörður og mun hún taka handboltaskóna af hillunni til þess að verja mark Valsmanna. Hún á að baki 69 A-landsleiki fyrir Ísland. Íris lék síðast fyrir Gróttu en hún lagði skóna á hilluna eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með félaginu 2016. Þá framlengdi Íris Ásta Pétursdóttir samning sinn við Val en hún hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari með félaginu og var valin besti hægri hornamaður tímabilsins vorið 2016. Íris á að baki 8 landsleiki fyrir Ísland. Íris spilaði ekkert á nýliðnu tímabili vegna barneigna. Alina Molkova, eistlenskur landsliðsmaður fædd 1997, er einnig komin til liðs við Val en hún hefur spilað síðustu tvö tímabil með Víking. Allar fimm skrifuðu undir tveggja ára samning við deildarmeistarana. Díana Satkauskaite og Lína Melvik Rypdal snúa báðar heim til sinna heimalanda eftir þetta tímabil og þá fer Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir til Slóvakíu í nám. Olís-deild kvenna Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Silfurlið Vals, sem tapaði úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna gegn Fram á dögunum, kynnti í dag um komu fjögurra nýrra leikmanna á Hlíðarenda fyrir næsta tímabil. Þær Lovísa Thompson, Sandra Erlingsdóttir og Íris Björk Símonardóttir munu allar klæðast rauðu Valstreyjunni næsta vetur. Lovísa kemur frá Gróttu sem féll úr Olís deildinni í vor og Sandra kemur úr ÍBV. Þær eru báðar í U20 ára landsliði Íslands og keppa í lokakeppni HM í Ungverjalandi næsta sumar. Bæði Lovísa og Sandra léku 18 leiki fyrir sín félagslið í Olís deildinni í vetur, Lovísa setti í þeim 100 mörk og Sandra 122. Íris Björk Símonardóttir er fyrrverandi landsliðsmarkvörður og mun hún taka handboltaskóna af hillunni til þess að verja mark Valsmanna. Hún á að baki 69 A-landsleiki fyrir Ísland. Íris lék síðast fyrir Gróttu en hún lagði skóna á hilluna eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með félaginu 2016. Þá framlengdi Íris Ásta Pétursdóttir samning sinn við Val en hún hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari með félaginu og var valin besti hægri hornamaður tímabilsins vorið 2016. Íris á að baki 8 landsleiki fyrir Ísland. Íris spilaði ekkert á nýliðnu tímabili vegna barneigna. Alina Molkova, eistlenskur landsliðsmaður fædd 1997, er einnig komin til liðs við Val en hún hefur spilað síðustu tvö tímabil með Víking. Allar fimm skrifuðu undir tveggja ára samning við deildarmeistarana. Díana Satkauskaite og Lína Melvik Rypdal snúa báðar heim til sinna heimalanda eftir þetta tímabil og þá fer Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir til Slóvakíu í nám.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira