Annie Mist og Ragnheiður Sara eiga góða möguleika á að komast á heimsleikana Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 19. maí 2018 15:00 Íslensku crossfit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Instagram/that_disco_biff Eftir annan daginn í Berlín standa leikar þannig að Annie er í þriðja sæti og Ragnheiður Sara fylgir á hæla hennar í því fjórða. Björk Óðinsdóttir er í áttunda sæti, Þuríður Erla í því tíunda og Sólveig í 38.sæti. Fredrik Aegidius er í fjórða sæti, Björgvin Karl hoppar upp í sjötta sæti, Sigurður er í fimmtánda sæti og Árni Björn í átjánda sæti. Katrín Tanja flaug í gegnum báða viðburði gærdagsins á East Regionals og tók fyrsta sæti í báðum viðburðum. Hún sagði eftir leikana í fyrra að það hefði verið gott fyrir hana að tapa þeim til þess að sjá hversu mikið hún vill vinna. Í dag takast keppendur á við tvo styttri viðburði heldur en í gær. Í fyrri viðburði dagsins þurfa keppendur að gera 9 muscle ups, ganga síðan á höndum og gera hnébeygju á einum fæti. Endurtekningarnar eru 35-45-54 í hnébeygjunum. Strákarnir riðu á vaðið fyrstir og Sigurður Þrastarson sem hafði verið efsti Íslendingurinn náði sér ekki á strik í þessum viðburði og kom inn í 38.sæti. Árni Björn Kristjánsson lenti svo í 24.sæti. Björgvin Karl náði öðru sæti í þessum viðburði og ljóst að fimleikabakgrunnur hans kom sér vel, sérstaklega í handstöðugöngunni. Fredrik Aegidius lenti í fimmta sæti. Björk Óðinsdóttir tók annað sætið og Annie Mist náði þriðja sætinu hjá konunum. Þuríður kom svo inn í þriðja sætið, Ragnheiður Sara náði ellefta sætinu og Sólveig Sigurðardóttir hafnaði í 38.sæti.Björgvin kominn á skrið Í seinni viðburði dagsins byrja keppendur á tveimur umferðum af tíu snörunum (e.snatch) með með tæplega 80 kíló fyrir karlana og tæplega 57 kíló fyrir konurnar og síðan tólf endurtekningar af burpees. Þegar því er lokið eru svo tvær umferðir af tíu snörunum (e.snatch) með rúmlega 52 kíló fyrir karlana og 34 kíló fyrir konurnar. Að því loknu eru svo tólf endurtekningar af burpees. Tímaramminn fyrir þennan viðburð er 9 mínútur og því ljóst að keppendur munu þurfa að fara hratt í gegnum þessar æfingar. Sem fyrr voru karlarnir fyrstir á svið og Björgvin Karl átti ekki í vandræðum með þennan viðburð. Hann er greinilega hrokinn í gang og vann sinn riðil. Björgvin sagði í viðtali eftir síðari viðburð dagsins að hann hefði meitt sig í hnénu á æfingu heima á Íslandi og að hann hefði verið frekar stressaður fyrir helginni. Fredrik Aegidius var í harðri baráttu við hinn sænska Lukas Högberg en Daninn hafði betur. Sigurður kom svo inn fljótlega á eftir honum en Árni Björn var með þeim síðustu til þess að klára í þeirra riðli. Sólveig Sigurðardóttir byrjaði vel en náði ekki að halda út. Næst voru það Þuríður Erla og Björk í sama riðli og þær gerðu báðar mjög góða hluti. Björk tók fljótlega forystuna en það var ekki fyrr en í seinni umferðunum sem Þuríður Erla náði henni. Þetta var hörð keppni allt til enda og Björk tók fyrsta sætið í sínum riðli og Þuríður Erla tók þriðja. Í fjórða og síðasta riðli dagsins var komið að Annie og Ragnheiði Söru. Allir í þessum riðli byrjuðu frekar hratt sem getur komið sér illa. Annie og Ragnheiður tóku forystuna en það var Ragnheiður sem bar sigur úr býtum í þeirra riðli en Annie kom í mark rétt á eftir henni. Katrín Tanja hefur keppni innan skamms fyrir vestan haf en það má fylgjast með henni í beinni útsendingu. CrossFit Tengdar fréttir Íslendingar etja kappi um helgina í Berlín Þeir fimm einstaklingar sem eru stigahæstir eftir sex viðburði sem að keppt er í frá föstudegi fram á sunnudag komast áfram á heimsleikana sem fara fram í ágúst í Bandaríkjunum. Keppt er á nokkrum mismunandi stöðum og keppnin þar sem flestir Íslendingar taka þátt er í Berlín. 17. maí 2018 11:30 Ragnheiður Sara stendur vel eftir fyrsta daginn í Berlín Keppni hófst í dag á Europe Regionals. Þar geta keppendur tryggt sér keppnisrétt á heimsleikunum sem fara fram í Bandaríkjunum í ágúst. Katrín Tanja keppir á East Regionals sem hefst einnig í dag en hún keppir í Albany í New York fylki. 18. maí 2018 16:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
Eftir annan daginn í Berlín standa leikar þannig að Annie er í þriðja sæti og Ragnheiður Sara fylgir á hæla hennar í því fjórða. Björk Óðinsdóttir er í áttunda sæti, Þuríður Erla í því tíunda og Sólveig í 38.sæti. Fredrik Aegidius er í fjórða sæti, Björgvin Karl hoppar upp í sjötta sæti, Sigurður er í fimmtánda sæti og Árni Björn í átjánda sæti. Katrín Tanja flaug í gegnum báða viðburði gærdagsins á East Regionals og tók fyrsta sæti í báðum viðburðum. Hún sagði eftir leikana í fyrra að það hefði verið gott fyrir hana að tapa þeim til þess að sjá hversu mikið hún vill vinna. Í dag takast keppendur á við tvo styttri viðburði heldur en í gær. Í fyrri viðburði dagsins þurfa keppendur að gera 9 muscle ups, ganga síðan á höndum og gera hnébeygju á einum fæti. Endurtekningarnar eru 35-45-54 í hnébeygjunum. Strákarnir riðu á vaðið fyrstir og Sigurður Þrastarson sem hafði verið efsti Íslendingurinn náði sér ekki á strik í þessum viðburði og kom inn í 38.sæti. Árni Björn Kristjánsson lenti svo í 24.sæti. Björgvin Karl náði öðru sæti í þessum viðburði og ljóst að fimleikabakgrunnur hans kom sér vel, sérstaklega í handstöðugöngunni. Fredrik Aegidius lenti í fimmta sæti. Björk Óðinsdóttir tók annað sætið og Annie Mist náði þriðja sætinu hjá konunum. Þuríður kom svo inn í þriðja sætið, Ragnheiður Sara náði ellefta sætinu og Sólveig Sigurðardóttir hafnaði í 38.sæti.Björgvin kominn á skrið Í seinni viðburði dagsins byrja keppendur á tveimur umferðum af tíu snörunum (e.snatch) með með tæplega 80 kíló fyrir karlana og tæplega 57 kíló fyrir konurnar og síðan tólf endurtekningar af burpees. Þegar því er lokið eru svo tvær umferðir af tíu snörunum (e.snatch) með rúmlega 52 kíló fyrir karlana og 34 kíló fyrir konurnar. Að því loknu eru svo tólf endurtekningar af burpees. Tímaramminn fyrir þennan viðburð er 9 mínútur og því ljóst að keppendur munu þurfa að fara hratt í gegnum þessar æfingar. Sem fyrr voru karlarnir fyrstir á svið og Björgvin Karl átti ekki í vandræðum með þennan viðburð. Hann er greinilega hrokinn í gang og vann sinn riðil. Björgvin sagði í viðtali eftir síðari viðburð dagsins að hann hefði meitt sig í hnénu á æfingu heima á Íslandi og að hann hefði verið frekar stressaður fyrir helginni. Fredrik Aegidius var í harðri baráttu við hinn sænska Lukas Högberg en Daninn hafði betur. Sigurður kom svo inn fljótlega á eftir honum en Árni Björn var með þeim síðustu til þess að klára í þeirra riðli. Sólveig Sigurðardóttir byrjaði vel en náði ekki að halda út. Næst voru það Þuríður Erla og Björk í sama riðli og þær gerðu báðar mjög góða hluti. Björk tók fljótlega forystuna en það var ekki fyrr en í seinni umferðunum sem Þuríður Erla náði henni. Þetta var hörð keppni allt til enda og Björk tók fyrsta sætið í sínum riðli og Þuríður Erla tók þriðja. Í fjórða og síðasta riðli dagsins var komið að Annie og Ragnheiði Söru. Allir í þessum riðli byrjuðu frekar hratt sem getur komið sér illa. Annie og Ragnheiður tóku forystuna en það var Ragnheiður sem bar sigur úr býtum í þeirra riðli en Annie kom í mark rétt á eftir henni. Katrín Tanja hefur keppni innan skamms fyrir vestan haf en það má fylgjast með henni í beinni útsendingu.
CrossFit Tengdar fréttir Íslendingar etja kappi um helgina í Berlín Þeir fimm einstaklingar sem eru stigahæstir eftir sex viðburði sem að keppt er í frá föstudegi fram á sunnudag komast áfram á heimsleikana sem fara fram í ágúst í Bandaríkjunum. Keppt er á nokkrum mismunandi stöðum og keppnin þar sem flestir Íslendingar taka þátt er í Berlín. 17. maí 2018 11:30 Ragnheiður Sara stendur vel eftir fyrsta daginn í Berlín Keppni hófst í dag á Europe Regionals. Þar geta keppendur tryggt sér keppnisrétt á heimsleikunum sem fara fram í Bandaríkjunum í ágúst. Katrín Tanja keppir á East Regionals sem hefst einnig í dag en hún keppir í Albany í New York fylki. 18. maí 2018 16:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
Íslendingar etja kappi um helgina í Berlín Þeir fimm einstaklingar sem eru stigahæstir eftir sex viðburði sem að keppt er í frá föstudegi fram á sunnudag komast áfram á heimsleikana sem fara fram í ágúst í Bandaríkjunum. Keppt er á nokkrum mismunandi stöðum og keppnin þar sem flestir Íslendingar taka þátt er í Berlín. 17. maí 2018 11:30
Ragnheiður Sara stendur vel eftir fyrsta daginn í Berlín Keppni hófst í dag á Europe Regionals. Þar geta keppendur tryggt sér keppnisrétt á heimsleikunum sem fara fram í Bandaríkjunum í ágúst. Katrín Tanja keppir á East Regionals sem hefst einnig í dag en hún keppir í Albany í New York fylki. 18. maí 2018 16:30