Okkar olíusjóður Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 19. maí 2018 08:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra viðraði þá hugmynd að settur yrði á fót sérstakur þjóðarsjóður um arðgreiðslur Landsvirkjunar á ársfundi fyrirtækisins. Bætti hann við að góð fjárhagsstaða Landsvirkjunar gerði fyrirtækinu kleift að greiða umtalsverðan arð til ríkisins á næstu árum. Hugmynd Bjarna er ekki ný. Norski olíusjóðurinn er þekktasta dæmið um sjóð af þessu tagi. Einnig starfrækja olíustórveldin í Austurlöndum nær sjóði sem eru samtvinnaðir ríkisrekstrinum. Nægir þar að nefna Katar, en sambærilegur sjóður á þeirra vegum fjárfesti í íslenska bankakerfinu haustið 2008, eins og frægt varð. Ljóst er að gangi plön Landsvirkjunar eftir þá yrði sjóður sem þessi engin smásmíði. Landsvirkjun hefur undanfarin tvö ár greitt 1,5 milljarða á ári í arð í ríkiskassann. Hörður Arnarson forstjóri hefur hins vegar gefið út að Landsvirkjun eigi að geta greitt 110 milljarða króna í arð til ríkisins árin 2020 til 2026 enda hafi fjárhagslegur styrkur aukist verulega á síðustu árum. Það samsvarar um 900 þúsund krónum á hvert heimili í landinu á tímabilinu. Rétt er að halda því til haga að Landsvirkjun var upprunalega stofnuð í þeim tilgangi að selja raforku til stóriðju og sjá almennum markaði fyrir raforku á hagkvæmu verði. Það hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort opinberu fyrirtæki sem rekið er í þágu almennings beri ekki fyrst og fremst að skila ávinningi beint til fólksins í landinu? Ljóst er af arðgreiðslugetu Landsvirkjunar að það hlýtur að vera svigrúm til að lækka verð til neytenda. Ekki er hægt að verjast þeirri hugsun að hugmynd sem þessi hljómi furðulega úr munni formanns stærsta hægri stjórnmálaflokks landsins. Er þetta ekki örugglega formaður Sjálfstæðisflokksins, sem vill almennt litla opinbera yfirbyggingu og lágmarksskattheimtu, sem talar? Kannski hefur Bjarni hrifist af hugmyndafræði Katrínar Jakobsdóttur við fundarborðið í stjórnarráðinu? Rétt er að benda á að hér starfar nú þegar risavaxið fjárfestingabákn sem öllum launamönnum er skylt að greiða til. Lífeyrissjóðakerfið sem nú hefur um fjögur þúsund milljarða í stýringu, eða um 160% af landsframleiðslu og fer stækkandi. Staðreyndin er sú að á Íslandi starfar nú þegar okkar eigin norski olíusjóður. Íslensku lífeyrissjóðirnir gína yfir öllu á innlendum markaði, og eiga hátt í helming skráðra hlutabréfa í landinu. Þarf að búa til annað opinbert bákn til móts við lífeyrissjóðina með tilheyrandi kostnaði? Og hverjir ættu að stýra slíkum sjóðum? Kannski fulltrúar flokkanna, líkt og almennt tíðkast í opinberum fyrirtækjum á borð við Ríkisútvarpið? Bjarni sagði á ársfundinum, að aldrei áður hafi jafnhátt hlutfall atvinnustarfsemi á Íslandi ýmist verið í opinberri eigu eða óbeinni eigu almennings gegnum lífeyrissjóðina. Er ekki nóg komið? Væri ekki nær að nota það svigrúm sem er til staðar og lækka álögur og skatta sem sannarlega eru háir í öllum samanburði á Íslandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra viðraði þá hugmynd að settur yrði á fót sérstakur þjóðarsjóður um arðgreiðslur Landsvirkjunar á ársfundi fyrirtækisins. Bætti hann við að góð fjárhagsstaða Landsvirkjunar gerði fyrirtækinu kleift að greiða umtalsverðan arð til ríkisins á næstu árum. Hugmynd Bjarna er ekki ný. Norski olíusjóðurinn er þekktasta dæmið um sjóð af þessu tagi. Einnig starfrækja olíustórveldin í Austurlöndum nær sjóði sem eru samtvinnaðir ríkisrekstrinum. Nægir þar að nefna Katar, en sambærilegur sjóður á þeirra vegum fjárfesti í íslenska bankakerfinu haustið 2008, eins og frægt varð. Ljóst er að gangi plön Landsvirkjunar eftir þá yrði sjóður sem þessi engin smásmíði. Landsvirkjun hefur undanfarin tvö ár greitt 1,5 milljarða á ári í arð í ríkiskassann. Hörður Arnarson forstjóri hefur hins vegar gefið út að Landsvirkjun eigi að geta greitt 110 milljarða króna í arð til ríkisins árin 2020 til 2026 enda hafi fjárhagslegur styrkur aukist verulega á síðustu árum. Það samsvarar um 900 þúsund krónum á hvert heimili í landinu á tímabilinu. Rétt er að halda því til haga að Landsvirkjun var upprunalega stofnuð í þeim tilgangi að selja raforku til stóriðju og sjá almennum markaði fyrir raforku á hagkvæmu verði. Það hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort opinberu fyrirtæki sem rekið er í þágu almennings beri ekki fyrst og fremst að skila ávinningi beint til fólksins í landinu? Ljóst er af arðgreiðslugetu Landsvirkjunar að það hlýtur að vera svigrúm til að lækka verð til neytenda. Ekki er hægt að verjast þeirri hugsun að hugmynd sem þessi hljómi furðulega úr munni formanns stærsta hægri stjórnmálaflokks landsins. Er þetta ekki örugglega formaður Sjálfstæðisflokksins, sem vill almennt litla opinbera yfirbyggingu og lágmarksskattheimtu, sem talar? Kannski hefur Bjarni hrifist af hugmyndafræði Katrínar Jakobsdóttur við fundarborðið í stjórnarráðinu? Rétt er að benda á að hér starfar nú þegar risavaxið fjárfestingabákn sem öllum launamönnum er skylt að greiða til. Lífeyrissjóðakerfið sem nú hefur um fjögur þúsund milljarða í stýringu, eða um 160% af landsframleiðslu og fer stækkandi. Staðreyndin er sú að á Íslandi starfar nú þegar okkar eigin norski olíusjóður. Íslensku lífeyrissjóðirnir gína yfir öllu á innlendum markaði, og eiga hátt í helming skráðra hlutabréfa í landinu. Þarf að búa til annað opinbert bákn til móts við lífeyrissjóðina með tilheyrandi kostnaði? Og hverjir ættu að stýra slíkum sjóðum? Kannski fulltrúar flokkanna, líkt og almennt tíðkast í opinberum fyrirtækjum á borð við Ríkisútvarpið? Bjarni sagði á ársfundinum, að aldrei áður hafi jafnhátt hlutfall atvinnustarfsemi á Íslandi ýmist verið í opinberri eigu eða óbeinni eigu almennings gegnum lífeyrissjóðina. Er ekki nóg komið? Væri ekki nær að nota það svigrúm sem er til staðar og lækka álögur og skatta sem sannarlega eru háir í öllum samanburði á Íslandi?
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun