Sértæk úrræði í Brúarlandi Þorbjörg Sólbjartsdóttir skrifar 18. maí 2018 16:17 Ég kenni í því sögufræga húsi Brúarlandi, sem er útibú frá Varmárskóla í Mosfellsbæ. Húsið er ekki einungis fallegt heldur ríkir þar frábær andi sem mér hefur fundist vera forréttindi að starfa í. Ástæðan er einfaldlega sú að einingin okkar er lítil og álagið því mun minna á okkur starfsfólkinu en í mörgum stærri einingum. Ég er t.d. með 13 frábæra nemendur í umsjónarkennslu, en það eru yfirleitt um og yfir 20 nemendur í hverjum bekk. Núna undir árslok mun einingin okkar flytja í nýjan og glæsilegan skóla í Helgafellslandinu. Skólinn mun stækka, það mun fjölga í hópnum, bæði nemendum og starfsfólki og álag mun aukast. Eftir stendur þessi frábæra bygging með mikla möguleika til að þjónusta skólakerfið í Mosfellsbæ. Við í Framsókn viljum árið 2019 nýta húsnæðið Brúarland fyrir nemendur með alvarlegan hegðunar-, tilfinnninga-félags- og aðlögunarvanda svipað því sem kennarar Hlíðarskóla á Akureyri eru að gera. Við teljum að þetta úrræði geti skapað jákvæða brú á milli skóla og heimilis og létt álagið innan skólanna .Skólinn yrði hugsaður sem tímabundið úrræði, sem tæki við þegar allt hefði verið reynt til þrautar til að mæta þörfum nemendans í sínum heimaskóla. Þar myndi þverfaglegt teymi starfa með það að markmiði að hjálpa nemandanum að vinna úr sínum vanda. Þar myndu heimilið, heimaskóli og skólinn í Brúarlandi vinna saman að því að aðlaga barnið sem fyrst aftur inn í sinn bekk í samstarfi við umsjónarkennara barnsins. Úrræðið myndi nýtast öllum skólum Mosfellsbæjar. Sérúrræði í Brúarlandi mun því koma til með að létta álagið á skólunum, starfsfólki og börnum. Þar sem nánast engin úrræði hafa verið í boði fyrir börn með mikinn vanda. Mikilvægt er að huga að öllu starfsumhverfi starfsmanna og barna í skólum og minnka álag og áreiti. Hugmyndafræðin „skóli án aðgreiningar“ er flott á blaði en hefur ekki verið fylgt inn í skólakerfið með því fjármagni og sérþekkingu sem þarf til og því þarf að finna ráð sem virka. Við í Framsóknarflokknum teljum að lausnin í Brúarlandi sé svarið við því.Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég kenni í því sögufræga húsi Brúarlandi, sem er útibú frá Varmárskóla í Mosfellsbæ. Húsið er ekki einungis fallegt heldur ríkir þar frábær andi sem mér hefur fundist vera forréttindi að starfa í. Ástæðan er einfaldlega sú að einingin okkar er lítil og álagið því mun minna á okkur starfsfólkinu en í mörgum stærri einingum. Ég er t.d. með 13 frábæra nemendur í umsjónarkennslu, en það eru yfirleitt um og yfir 20 nemendur í hverjum bekk. Núna undir árslok mun einingin okkar flytja í nýjan og glæsilegan skóla í Helgafellslandinu. Skólinn mun stækka, það mun fjölga í hópnum, bæði nemendum og starfsfólki og álag mun aukast. Eftir stendur þessi frábæra bygging með mikla möguleika til að þjónusta skólakerfið í Mosfellsbæ. Við í Framsókn viljum árið 2019 nýta húsnæðið Brúarland fyrir nemendur með alvarlegan hegðunar-, tilfinnninga-félags- og aðlögunarvanda svipað því sem kennarar Hlíðarskóla á Akureyri eru að gera. Við teljum að þetta úrræði geti skapað jákvæða brú á milli skóla og heimilis og létt álagið innan skólanna .Skólinn yrði hugsaður sem tímabundið úrræði, sem tæki við þegar allt hefði verið reynt til þrautar til að mæta þörfum nemendans í sínum heimaskóla. Þar myndi þverfaglegt teymi starfa með það að markmiði að hjálpa nemandanum að vinna úr sínum vanda. Þar myndu heimilið, heimaskóli og skólinn í Brúarlandi vinna saman að því að aðlaga barnið sem fyrst aftur inn í sinn bekk í samstarfi við umsjónarkennara barnsins. Úrræðið myndi nýtast öllum skólum Mosfellsbæjar. Sérúrræði í Brúarlandi mun því koma til með að létta álagið á skólunum, starfsfólki og börnum. Þar sem nánast engin úrræði hafa verið í boði fyrir börn með mikinn vanda. Mikilvægt er að huga að öllu starfsumhverfi starfsmanna og barna í skólum og minnka álag og áreiti. Hugmyndafræðin „skóli án aðgreiningar“ er flott á blaði en hefur ekki verið fylgt inn í skólakerfið með því fjármagni og sérþekkingu sem þarf til og því þarf að finna ráð sem virka. Við í Framsóknarflokknum teljum að lausnin í Brúarlandi sé svarið við því.Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Mosfellsbæ.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun