Lykilstarfsmaður Vestmannaeyjabæjar ætlar að segja upp ef Elliði verður ekki bæjarstjóri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2018 15:34 Elliði Vignisson er í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Vísir Rut Haraldsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar, ætlar að segja upp störfum verði Elliði Vignisson ekki áfram bæjarstjóri í Vestmannaeyjum að loknum kosningum.Rut Haraldsdóttir.Töluverð spenna er í Eyjum fyrir kosningarnar 26. maí en Elliði ákvað að vera í 5. sæti lista Sjálfstæðismanna, baráttusæti fyrir hreinum meirihluta. Elliði hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2006. Eyjafréttir fengu veður af því að Rut hygðist ekki halda áfram störfum yrðu breytingar á bæjarstjórninni og báru það undir hana. „Ég hef tekið ákvörðun um að hætta ef hann verður ekki áfram bæjarstjóri,“ sagði Rut við Eyjafréttir. Hún hafi kunnað að meta samstarfið við núverandi meirihluta en komi til breytinga lítist henni ekki á nýjar áherslur og breytta stjórnunarhætti sem því geti fylgt. Ákvörðun Rutar hefur vakið töluverða athygli í Eyjum. Bergvin Oddsson, betur þekktur sem Beggi blindi sem verið hefur í framboði fyrir Samfylkinguna í Eyjum, er hneykslaður á ákvörðun Rutar.Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins.vísir/stefánBegga blöskrar „Af hverju ættu kjósendur í eyjum að kjósa eftir því hvort núverandi fjármálastjóri veybæjar Rut Haraldsdóttir ætli að hætta sem fjármálastjóri ef núverandi bæjarstjóri Elliði Vignisson heldur ekki áfram sem bæjarstjóri. Þvílíkur hræðsluáróður,“ segir Beggi. Að hans mati eigi málefni og frambjóðendur að ráða atkvæðum en ekki embættismennirnir.Í könnun Fréttablaðsins í lok apríl fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent, Fyrir Heimaey tæp 32 prósent og Eyjalistinn rúm 25 prósent. Fyrir Heimaey er klofningsframboð út úr Sjálfstæðisflokknum, en Eyjalistinn er sameinað framboð fólks úr Bjartri framtíð, Framsóknarflokki, Samfylkingu, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og óflokksbundnum að auki. Kosið verður um sjö bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum. Kosningar 2018 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Rut Haraldsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar, ætlar að segja upp störfum verði Elliði Vignisson ekki áfram bæjarstjóri í Vestmannaeyjum að loknum kosningum.Rut Haraldsdóttir.Töluverð spenna er í Eyjum fyrir kosningarnar 26. maí en Elliði ákvað að vera í 5. sæti lista Sjálfstæðismanna, baráttusæti fyrir hreinum meirihluta. Elliði hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2006. Eyjafréttir fengu veður af því að Rut hygðist ekki halda áfram störfum yrðu breytingar á bæjarstjórninni og báru það undir hana. „Ég hef tekið ákvörðun um að hætta ef hann verður ekki áfram bæjarstjóri,“ sagði Rut við Eyjafréttir. Hún hafi kunnað að meta samstarfið við núverandi meirihluta en komi til breytinga lítist henni ekki á nýjar áherslur og breytta stjórnunarhætti sem því geti fylgt. Ákvörðun Rutar hefur vakið töluverða athygli í Eyjum. Bergvin Oddsson, betur þekktur sem Beggi blindi sem verið hefur í framboði fyrir Samfylkinguna í Eyjum, er hneykslaður á ákvörðun Rutar.Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins.vísir/stefánBegga blöskrar „Af hverju ættu kjósendur í eyjum að kjósa eftir því hvort núverandi fjármálastjóri veybæjar Rut Haraldsdóttir ætli að hætta sem fjármálastjóri ef núverandi bæjarstjóri Elliði Vignisson heldur ekki áfram sem bæjarstjóri. Þvílíkur hræðsluáróður,“ segir Beggi. Að hans mati eigi málefni og frambjóðendur að ráða atkvæðum en ekki embættismennirnir.Í könnun Fréttablaðsins í lok apríl fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent, Fyrir Heimaey tæp 32 prósent og Eyjalistinn rúm 25 prósent. Fyrir Heimaey er klofningsframboð út úr Sjálfstæðisflokknum, en Eyjalistinn er sameinað framboð fólks úr Bjartri framtíð, Framsóknarflokki, Samfylkingu, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og óflokksbundnum að auki. Kosið verður um sjö bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum.
Kosningar 2018 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira