Óttast að Ebóla kunni að breiðast út Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. maí 2018 06:32 Talið er að um 23 hafa látið lífið af völdum Ebólu í Kongó á síðustu dögum. Vísir/getty Sérfræðingar óttast að Ebólufaraldurinn kunni að vera að taka sig upp á ný í Afríkuríkinu Austur-Kongó. Á síðustu dögum hefur verið tilkynnt um 43 smittilfelli í landinu og hefur Ebólan dregið um helming hinna smituðu til dauða. Tilfelli hafa til þessa verið bundin við dreifaðri byggðir Austur-Kongó en heilbrigðisráðherra landsins staðfesti í samtali við þarlenda fjölmiðla að læknar höfðu greint nokkur smit í borginni Mbandaka fyrr í þessum mánuði. Það þykir mikið áhyggjuefni, borgin sé ekki aðeins mjög þéttbýl heldur er hún fjölfarin áningarstaður á leiðinni til höfuðborgarinnar Kinshasa. Því er óttast að ef ekki tekst að einangra tilfellin geti þau dreifst mjög hratt um Austur-Kongó, jafnvel alla Vestur-Afríku. Talsmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir í samtali við breska ríkisútvarpið að 430 einstaklingar séu til rannsóknar vegna gruns um að hafa komist í návígi við smitbera. Stofnunin hafi sent rúmlega 4000 skammta af tilraunalyfi til Austur-Kongó á síðustu dögum og von sé á fleiri skömmtum á næstunni. Lyfið er sagt hafa gefið góða raun í síðasta Ebólu-faraldri, sem reið yfir Vestur-Afríku frá upphafi árs 2014 til 2016. Talið er að Ebólan hafi dregið um 11.300 manns til dauða á tímabilinu. Hins vegar sé hægara sagt en gert að koma lyfinu til þeirra sem þurfa á því að halda. Sem fyrr segir eru flest tilfellin í dreifaðri byggðum þar sem rafmagn er af skornum skammti. Lyfið sé mjög viðkvæmt og þurfi að vera geymt í þartilgerðum kælum, sem sé erfitt að stinga í samband þegar ekkert er rafmagnið. Ebóla Tengdar fréttir Ebóla skýtur upp kollinum í Kongó Minnst sautján hafa látið lífið vegna veirunnar skæðu. 10. maí 2018 11:54 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Sérfræðingar óttast að Ebólufaraldurinn kunni að vera að taka sig upp á ný í Afríkuríkinu Austur-Kongó. Á síðustu dögum hefur verið tilkynnt um 43 smittilfelli í landinu og hefur Ebólan dregið um helming hinna smituðu til dauða. Tilfelli hafa til þessa verið bundin við dreifaðri byggðir Austur-Kongó en heilbrigðisráðherra landsins staðfesti í samtali við þarlenda fjölmiðla að læknar höfðu greint nokkur smit í borginni Mbandaka fyrr í þessum mánuði. Það þykir mikið áhyggjuefni, borgin sé ekki aðeins mjög þéttbýl heldur er hún fjölfarin áningarstaður á leiðinni til höfuðborgarinnar Kinshasa. Því er óttast að ef ekki tekst að einangra tilfellin geti þau dreifst mjög hratt um Austur-Kongó, jafnvel alla Vestur-Afríku. Talsmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir í samtali við breska ríkisútvarpið að 430 einstaklingar séu til rannsóknar vegna gruns um að hafa komist í návígi við smitbera. Stofnunin hafi sent rúmlega 4000 skammta af tilraunalyfi til Austur-Kongó á síðustu dögum og von sé á fleiri skömmtum á næstunni. Lyfið er sagt hafa gefið góða raun í síðasta Ebólu-faraldri, sem reið yfir Vestur-Afríku frá upphafi árs 2014 til 2016. Talið er að Ebólan hafi dregið um 11.300 manns til dauða á tímabilinu. Hins vegar sé hægara sagt en gert að koma lyfinu til þeirra sem þurfa á því að halda. Sem fyrr segir eru flest tilfellin í dreifaðri byggðum þar sem rafmagn er af skornum skammti. Lyfið sé mjög viðkvæmt og þurfi að vera geymt í þartilgerðum kælum, sem sé erfitt að stinga í samband þegar ekkert er rafmagnið.
Ebóla Tengdar fréttir Ebóla skýtur upp kollinum í Kongó Minnst sautján hafa látið lífið vegna veirunnar skæðu. 10. maí 2018 11:54 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Ebóla skýtur upp kollinum í Kongó Minnst sautján hafa látið lífið vegna veirunnar skæðu. 10. maí 2018 11:54