Hvítir fílar alls staðar Björn Berg Gunnarsson skrifar 16. maí 2018 07:00 Eru innviðaframkvæmdir sem krafist er vegna stórmóta í íþróttum betri en aðrar? Það hlýtur að vekja athygli að þegar gríðarhár kostnaður við Ólympíuleika og heimsmeistaramót í fótbolta er gagnrýndur séu svörin nær alltaf þau sömu. Að stóru leyti sé um að ræða fjárfestingu í samgöngukerfi og leikvöngum og skattgreiðendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af slíku, enda borgi slíkt sig á endanum. Ef svo er hljótum við að spyrja okkur hvers vegna það þurfi stórmót til að ráðist sé í svo arðbærar framkvæmdir. Eru hagfræðingar FIFA og Alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar betri en aðrir eða er flugvöllur sem byggður er vegna íþróttamóts betri en aðrir flugvellir? Hvort er líklegra, að þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til að uppfylla skilyrði alþjóðlegra íþróttasambanda séu arðbærari en gengur og gerist eða að gripið sé til þessa málflutnings til að réttlæta háan kostnað og ítrekaðar framúrkeyrslur? Nýlega var þó látið reyna á nýja nálgun. Formaður skipulagsnefndar HM í Rússlandi sagði ljóst að þegar mótið verður flautað af verði engir svokallaðir hvítir fílar í landinu, en með því er átt við leikvanga sem engin þörf er á. Hann hélt áfram og sagði að ráðist hefði verið í allar þær framkvæmdir sem nauðsynlegar væru vegna mótsins, hvort sem Rússland hefði fengið að hýsa það eða ekki. Ekki er vitað hvort honum hafi verið bent á að um 13.000 áhorfendur sæki leiki í rússnesku úrvalsdeildinni að meðaltali en leikvangarnir nýju geti tekið við 44.700 áhorfendum, þrátt fyrir að þrír þeirra verði minnkaðir að loknu móti. Þá sé ekki leikið nema á helmingi þeirra í úrvalsdeild. Auðvitað verða hvítir fílar í Rússlandi að loknu móti, rétt eins og í Brasilíu, Suður-Afríku, Ástralíu, Grikklandi og fleiri löndum sem sitja í dag uppi með innviðauppbyggingu sem réttlætt var á sínum tíma með þeirri fullyrðingu að slíkt borgaði sig alltaf.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Eru innviðaframkvæmdir sem krafist er vegna stórmóta í íþróttum betri en aðrar? Það hlýtur að vekja athygli að þegar gríðarhár kostnaður við Ólympíuleika og heimsmeistaramót í fótbolta er gagnrýndur séu svörin nær alltaf þau sömu. Að stóru leyti sé um að ræða fjárfestingu í samgöngukerfi og leikvöngum og skattgreiðendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af slíku, enda borgi slíkt sig á endanum. Ef svo er hljótum við að spyrja okkur hvers vegna það þurfi stórmót til að ráðist sé í svo arðbærar framkvæmdir. Eru hagfræðingar FIFA og Alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar betri en aðrir eða er flugvöllur sem byggður er vegna íþróttamóts betri en aðrir flugvellir? Hvort er líklegra, að þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til að uppfylla skilyrði alþjóðlegra íþróttasambanda séu arðbærari en gengur og gerist eða að gripið sé til þessa málflutnings til að réttlæta háan kostnað og ítrekaðar framúrkeyrslur? Nýlega var þó látið reyna á nýja nálgun. Formaður skipulagsnefndar HM í Rússlandi sagði ljóst að þegar mótið verður flautað af verði engir svokallaðir hvítir fílar í landinu, en með því er átt við leikvanga sem engin þörf er á. Hann hélt áfram og sagði að ráðist hefði verið í allar þær framkvæmdir sem nauðsynlegar væru vegna mótsins, hvort sem Rússland hefði fengið að hýsa það eða ekki. Ekki er vitað hvort honum hafi verið bent á að um 13.000 áhorfendur sæki leiki í rússnesku úrvalsdeildinni að meðaltali en leikvangarnir nýju geti tekið við 44.700 áhorfendum, þrátt fyrir að þrír þeirra verði minnkaðir að loknu móti. Þá sé ekki leikið nema á helmingi þeirra í úrvalsdeild. Auðvitað verða hvítir fílar í Rússlandi að loknu móti, rétt eins og í Brasilíu, Suður-Afríku, Ástralíu, Grikklandi og fleiri löndum sem sitja í dag uppi með innviðauppbyggingu sem réttlætt var á sínum tíma með þeirri fullyrðingu að slíkt borgaði sig alltaf.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar