Hvetja bændur til að hefja þörungabúskap Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2018 21:00 Þörungabóndinn Bren Smith sækir sjávarfangið. Skjáskot/60 mínútur. Þörungabúskapur gæti orðið framtíðarbúgrein íslenskra bænda, miðað við það nýjasta sem er að gerast í Ameríku. Þar eru bændur farnir að rækta þörunga í sjó til manneldis, en þeir þykja ofurfæða og gott vopn gegn súrnun sjávar. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Hérlendis hafa menn raunar unnið þörunga úr Breiðafirði frá árinu 1975 en þar er þeim skipað á land á Reykhólum. Í þörungaverksmiðjunni eru þeir þurrkaðir, malaðir og sekkjaðir og seldir út í heim, meðal annars til nota í matvæla- og lyfjaiðnaði.Þörungaverksmiðjan á Reykhólum hefur unnið þang og þara úr Breiðafirði í 43 ár.Fréttaþátturinn 60 mínútur, sem sýndur var á Stöð 2 um síðustu helgi, lýsti því hvernig augu vísindaheimsins og matvælageirans eru farin að beinast að þörungum sem ofurfæðu. Fréttamaðurinn Lesley Stahl heimsótti fyrsta bandaríska þörungabúgarðinn. Þeir eru nú orðnir níu talsins og hálf tylft til viðbótar í undirbúningi. „Við vonum að eftir tíu, tuttugu ár verði þúsundir bænda farnir að gera þetta. Við teljum að þetta sé framtíðin, að færa okkur út á sjó,” segir þörungabóndinn Bren Smith. Við ræktunina er þörungafræjum komið fyrir á reipum og þau sett í sjó. Ólíkt ræktunarjurtum á landi þarf engan áburð og þörungarnir fá alla sína næringu í sjónum. Á fimm til sex mánuðum vaxa örsmá fræin upp í fjögurra til fimm metra langar plöntur. „Þessi planta er ein af þeim sem vaxa hraðast á jörðinni,” segir þörungabóndinn. Fimm mánuðum síðar er kominn þaraskógur. Uppskeran rokselst, að sögn bóndans. Meðal viðskiptavina hans eru Google fyrir starfsmannamötuneyti sín, Yale-háskóli og nokkrir veitingastaðir og heildsalar. Þörungar þykja ríkir af kalki, trefjum, járni og andoxunarefnum. Kokkur, sem gefið hefur út matreiðslubók með þörungaréttum, eldaði einn réttinn fyrir Lesley Stahl. „Þetta er mjög gott, sannarlega gott,” voru viðbrögðin þegar hún bragðaði á matnum.Bandarískur bóndi í þörungarækt. Er þetta eitthvað fyrir Íslendinga?Skjáskot/60 mínútur.Vísindamenn segja ræktun þörunga vinna gegn súrnun sjávar. „Hugsaðu þér tré á landi sem draga koldíoxíð úr andrúmsloftinu. Þang og þari eru mjög góð í að draga koldíoxíð úr sjónum,” segir Betsy Peabody, stofnandi og framkvæmdastjóri Puget Sound-umhverfissjóðsins, sem styður við rannsóknir á þessu sviði. -Svo það sem þið eruð að gera samsvarar því að planta trjám í sjónum? „Einmitt,” svarar Betsy. Bændurnir fá þann bónus að ræktun skeldýra eins og kræklinga fer vel saman með þörungaræktinni, eins og Bren Smith sýndi í fréttinni. -Ertu þá fiskimaður eða bóndi? „Ég er bóndi núna, hvort sem mér líkar það betur eða verr. Ég er sjávarbóndi,” svarar Bren Smith. Núna er það spurningin hvort þess verði langt að bíða að þörungabúgarðar sjáist á íslenskum fjörðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Írar skoða vinnslu þörunga í Stykkishólmi Viðræður eru nú milli írskra eigenda Kalkþörungafélagsins í Bíldudal og bæjaryfirvalda í Stykkishólmi um aðstöðu í bænum fyrir þörungavinnslu. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri segir verkefnið litið jákvæðum augum en að það sé á frumstigi. 2. janúar 2015 07:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Þörungabúskapur gæti orðið framtíðarbúgrein íslenskra bænda, miðað við það nýjasta sem er að gerast í Ameríku. Þar eru bændur farnir að rækta þörunga í sjó til manneldis, en þeir þykja ofurfæða og gott vopn gegn súrnun sjávar. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Hérlendis hafa menn raunar unnið þörunga úr Breiðafirði frá árinu 1975 en þar er þeim skipað á land á Reykhólum. Í þörungaverksmiðjunni eru þeir þurrkaðir, malaðir og sekkjaðir og seldir út í heim, meðal annars til nota í matvæla- og lyfjaiðnaði.Þörungaverksmiðjan á Reykhólum hefur unnið þang og þara úr Breiðafirði í 43 ár.Fréttaþátturinn 60 mínútur, sem sýndur var á Stöð 2 um síðustu helgi, lýsti því hvernig augu vísindaheimsins og matvælageirans eru farin að beinast að þörungum sem ofurfæðu. Fréttamaðurinn Lesley Stahl heimsótti fyrsta bandaríska þörungabúgarðinn. Þeir eru nú orðnir níu talsins og hálf tylft til viðbótar í undirbúningi. „Við vonum að eftir tíu, tuttugu ár verði þúsundir bænda farnir að gera þetta. Við teljum að þetta sé framtíðin, að færa okkur út á sjó,” segir þörungabóndinn Bren Smith. Við ræktunina er þörungafræjum komið fyrir á reipum og þau sett í sjó. Ólíkt ræktunarjurtum á landi þarf engan áburð og þörungarnir fá alla sína næringu í sjónum. Á fimm til sex mánuðum vaxa örsmá fræin upp í fjögurra til fimm metra langar plöntur. „Þessi planta er ein af þeim sem vaxa hraðast á jörðinni,” segir þörungabóndinn. Fimm mánuðum síðar er kominn þaraskógur. Uppskeran rokselst, að sögn bóndans. Meðal viðskiptavina hans eru Google fyrir starfsmannamötuneyti sín, Yale-háskóli og nokkrir veitingastaðir og heildsalar. Þörungar þykja ríkir af kalki, trefjum, járni og andoxunarefnum. Kokkur, sem gefið hefur út matreiðslubók með þörungaréttum, eldaði einn réttinn fyrir Lesley Stahl. „Þetta er mjög gott, sannarlega gott,” voru viðbrögðin þegar hún bragðaði á matnum.Bandarískur bóndi í þörungarækt. Er þetta eitthvað fyrir Íslendinga?Skjáskot/60 mínútur.Vísindamenn segja ræktun þörunga vinna gegn súrnun sjávar. „Hugsaðu þér tré á landi sem draga koldíoxíð úr andrúmsloftinu. Þang og þari eru mjög góð í að draga koldíoxíð úr sjónum,” segir Betsy Peabody, stofnandi og framkvæmdastjóri Puget Sound-umhverfissjóðsins, sem styður við rannsóknir á þessu sviði. -Svo það sem þið eruð að gera samsvarar því að planta trjám í sjónum? „Einmitt,” svarar Betsy. Bændurnir fá þann bónus að ræktun skeldýra eins og kræklinga fer vel saman með þörungaræktinni, eins og Bren Smith sýndi í fréttinni. -Ertu þá fiskimaður eða bóndi? „Ég er bóndi núna, hvort sem mér líkar það betur eða verr. Ég er sjávarbóndi,” svarar Bren Smith. Núna er það spurningin hvort þess verði langt að bíða að þörungabúgarðar sjáist á íslenskum fjörðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Írar skoða vinnslu þörunga í Stykkishólmi Viðræður eru nú milli írskra eigenda Kalkþörungafélagsins í Bíldudal og bæjaryfirvalda í Stykkishólmi um aðstöðu í bænum fyrir þörungavinnslu. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri segir verkefnið litið jákvæðum augum en að það sé á frumstigi. 2. janúar 2015 07:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Írar skoða vinnslu þörunga í Stykkishólmi Viðræður eru nú milli írskra eigenda Kalkþörungafélagsins í Bíldudal og bæjaryfirvalda í Stykkishólmi um aðstöðu í bænum fyrir þörungavinnslu. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri segir verkefnið litið jákvæðum augum en að það sé á frumstigi. 2. janúar 2015 07:45