Handbolti

Íslendingaliðið Kristianstad sænskur meistari eftir framlengingu

Einar Sigurvinsson skrifar
Ólafur skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad.
Ólafur skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad. vísir/afp
Kristianstad sigraði Malmö í háspennuleik um sænska meistaratitilinn í dag. Leiknum lauk með eins marks sigri Kristianstad, 23-22, eftir framlengdan leik.

Ólafur Guðmundsson skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad og Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt. Gunnar Steinn Jónsson kom lítið við sögu í leiknum.

Kristianstad byrjaði leikinn betur og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 11-8. Þeir héldu uppteknum hætti og snemma í síðari hálfleik voru þeir komnir með gott fjögurra marka forskot, 13-9.

Lið Malmö fór þá að ná betri tökum á leiknum átti markvörður liðsins Dan Beutler stóran þátt í því. Að 60 mínútum liðnum hafði hann varið 20 skot af þeim 40 sem á hann höfðu komið.

Malmö jafnaði leikinn þegar 78 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Í síðustu sókn venjulegs leiktíma endaði skot Helge Freiman í stönginni og því fóru liðin í framlengingu. Þar hafði Kristianstad betur og gat því fagnað fjórða meistaratitli sínum í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×