Borgar línan sig? Haukur Örn Birgisson skrifar 29. maí 2018 07:00 Af nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum er það einna helst að frétta að núverandi meirihluti er fallinn. Þá þarf víst að mynda nýjan. Af þeim sökum keppist forystufólk flokkanna við að færa rök fyrir því hvers vegna þeirra flokkur eigi að tilheyra nýjum meirihluta og stýra skútunni næstu fjögur árin. Alls konar málefni eiga þar að ráða för. Furðulegustu rökin finnst mér koma frá þeim sem telja að mynda eigi meirihluta, byggðan upp á þeim flokkum sem deila sýn á svokallaða Borgarlínu. Þessu fólki getur ekki verið alvara. Tillagan um Borgarlínuna er ekki einu sinni komin á teikniborðið, hún er enn á hugmyndastigi. Þar fyrir utan krefst hún samstarfs allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í því samhengi er rétt að benda á að til þessa hefur ekki eitt einasta sveitarfélag gert ráð fyrir svo miklu sem einni krónu í verkefnið og ekki er gert ráð fyrir verkefninu í fimm ára fjármálaáætlun ríkisins (sem á að greiða helming alls kostnaðar). Það eru því nánast engar líkur á því að þetta verði að veruleika á næsta kjörtímabili og því fráleitt að mynda borgarstjórn utan um hugmyndina. Önnur verkefni hljóta að skipta meira máli. Þótt vinstriflokkarnir Samfylking og Vinstri grænir hafi tapað miklu fylgi í kosningunum þá fengu raunverulegir félagshyggjuflokkar töluvert fylgi. Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn settu málefni þeirra verst settu á oddinn og hlutu hljómgrunn. Flokkarnir gætu því verið í lykilstöðu þegar kemur að myndun nýs meirihluta í borginni. Það er erfitt að ímynda sér að þessir flokkar ætli sér virkilega að verja 70 milljörðum króna (sem mun alltaf enda sem töluvert hærri fjárhæð) í strætóleið um höfuðborgarsvæðið. Ætli kjósendur þeirra myndu ekki kalla það einkennilega forgangsröðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Haukur Örn Birgisson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Af nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum er það einna helst að frétta að núverandi meirihluti er fallinn. Þá þarf víst að mynda nýjan. Af þeim sökum keppist forystufólk flokkanna við að færa rök fyrir því hvers vegna þeirra flokkur eigi að tilheyra nýjum meirihluta og stýra skútunni næstu fjögur árin. Alls konar málefni eiga þar að ráða för. Furðulegustu rökin finnst mér koma frá þeim sem telja að mynda eigi meirihluta, byggðan upp á þeim flokkum sem deila sýn á svokallaða Borgarlínu. Þessu fólki getur ekki verið alvara. Tillagan um Borgarlínuna er ekki einu sinni komin á teikniborðið, hún er enn á hugmyndastigi. Þar fyrir utan krefst hún samstarfs allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í því samhengi er rétt að benda á að til þessa hefur ekki eitt einasta sveitarfélag gert ráð fyrir svo miklu sem einni krónu í verkefnið og ekki er gert ráð fyrir verkefninu í fimm ára fjármálaáætlun ríkisins (sem á að greiða helming alls kostnaðar). Það eru því nánast engar líkur á því að þetta verði að veruleika á næsta kjörtímabili og því fráleitt að mynda borgarstjórn utan um hugmyndina. Önnur verkefni hljóta að skipta meira máli. Þótt vinstriflokkarnir Samfylking og Vinstri grænir hafi tapað miklu fylgi í kosningunum þá fengu raunverulegir félagshyggjuflokkar töluvert fylgi. Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn settu málefni þeirra verst settu á oddinn og hlutu hljómgrunn. Flokkarnir gætu því verið í lykilstöðu þegar kemur að myndun nýs meirihluta í borginni. Það er erfitt að ímynda sér að þessir flokkar ætli sér virkilega að verja 70 milljörðum króna (sem mun alltaf enda sem töluvert hærri fjárhæð) í strætóleið um höfuðborgarsvæðið. Ætli kjósendur þeirra myndu ekki kalla það einkennilega forgangsröðun.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun