Án Söru Bjarkar og Dagnýjar Hjörvar Ólafsson skrifar 29. maí 2018 08:30 Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson og aðstoðarmaður hans, Ásmundur Haraldsson. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fótbolti Freyr Alexandersson stendur enn og aftur frammi fyrir því sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu að geta ekki teflt fram lykilleikmanni sínum í mikilvægum leik hjá liðinu. Að þessu sinni er það Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði liðsins, sem er fjarri góðu gamni vegna hásinarmeiðslanna sem hún varð fyrir í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með Wolfsburg í síðustu viku. Hásin Söru Bjarkar er trosnuð, en myndataka sem hún fór í um helgina leiddi í ljós að rúmur mánuður er í að hún geti byrjað að æfa af fullum krafti á nýjan leik. Af þeim sökum verður Sara Björk ekki með þegar íslenska liðið mætir Slóveníu í undankeppni HM 2019 á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi. Ofan á meiðsli Söru Bjarkar bætist að Rakel Hönnudóttir sem leyst hefur Dagnýju Brynjarsdóttur af hólmi með miklum sóma inni á miðsvæðinu í undanförnum leikjum íslenska liðsins í undankeppninni er í kapphlaupi við tímann með að ná leiknum gegn Slóveníu. Rakel glímir við tognun aftan í læri og ekki er útséð um hvort hún verður klár í slaginn í tæka tíð. „Það er vissulega þreytandi að við höfum verið að missa einn til tvo lykilleikmenn nánast fyrir hvert verkefni undanfarin misseri, því er ekki að neita. Ég er hins vegar fyrst og fremst leiður fyrir hönd Söru Bjarkar sem hafði átt gríðarlega gott keppnistímabil yfir að hún skyldi meiðast á þessu lykilaugnabliki,“ segir Freyr við Fréttablaðið. „Ég var aftur á móti farinn að búa mig undir að fá fregnir af því að hásinin væri slitin og fram undan væri hálft ár í fjarveru vegna meiðsla. Þar af leiðandi var það ákveðinn léttir þegar Sara Björk færði mér þau tíðindi að svo væri ekki og hún yrði komin aftur á völlinn eftir mánuð. Nú miðast endurhæfing hennar að því að hún verði komin í toppform þegar við mætum Þýskalandi í september,“ segir Freyr um stöðu mála hjá Söru Björk. „Það er huggun harmi gegn að við höfum óvenjulega langan tíma og fáum óvenju margar æfingar í þessum landsliðsglugga. Við getum því farið vel yfir það hvaða breytingar við munum gera í ljósi þess að Sara Björk og hugsanlega Rakel verði ekki með okkur. Við munum mögulega fara í breytingar á leikkerfi til þess að bregðast við þessu, en ég er að fara yfir það þessa dagana hvernig best er leysa fjarveru þessara öflugu leikmanna,“ segir Freyr aðspurður um það hvaða breytingar hann muni gera í ljósi aðstæðna. Ísland er í öðru sæti riðils síns fyrir leikinn gegn Slóveníu, en sigur í leiknum kemur liðinu upp fyrir Þýskaland á topp riðilsins. Ísland og Þýskaland mætast svo í toppslag riðilsins á Laugardalsvelli 1. september og Tékklandi í lokaleik sínum í riðlakeppninni þremur dögum síðar. Liðið sem endar í efsta sæti riðilsins fer beint í lokakeppni HM 2019, en þau fjögur lið sem ná bestum árangri í öðru sæti riðlanna fara í umspil um tvö laus sæti. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Fótbolti Freyr Alexandersson stendur enn og aftur frammi fyrir því sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu að geta ekki teflt fram lykilleikmanni sínum í mikilvægum leik hjá liðinu. Að þessu sinni er það Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði liðsins, sem er fjarri góðu gamni vegna hásinarmeiðslanna sem hún varð fyrir í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með Wolfsburg í síðustu viku. Hásin Söru Bjarkar er trosnuð, en myndataka sem hún fór í um helgina leiddi í ljós að rúmur mánuður er í að hún geti byrjað að æfa af fullum krafti á nýjan leik. Af þeim sökum verður Sara Björk ekki með þegar íslenska liðið mætir Slóveníu í undankeppni HM 2019 á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi. Ofan á meiðsli Söru Bjarkar bætist að Rakel Hönnudóttir sem leyst hefur Dagnýju Brynjarsdóttur af hólmi með miklum sóma inni á miðsvæðinu í undanförnum leikjum íslenska liðsins í undankeppninni er í kapphlaupi við tímann með að ná leiknum gegn Slóveníu. Rakel glímir við tognun aftan í læri og ekki er útséð um hvort hún verður klár í slaginn í tæka tíð. „Það er vissulega þreytandi að við höfum verið að missa einn til tvo lykilleikmenn nánast fyrir hvert verkefni undanfarin misseri, því er ekki að neita. Ég er hins vegar fyrst og fremst leiður fyrir hönd Söru Bjarkar sem hafði átt gríðarlega gott keppnistímabil yfir að hún skyldi meiðast á þessu lykilaugnabliki,“ segir Freyr við Fréttablaðið. „Ég var aftur á móti farinn að búa mig undir að fá fregnir af því að hásinin væri slitin og fram undan væri hálft ár í fjarveru vegna meiðsla. Þar af leiðandi var það ákveðinn léttir þegar Sara Björk færði mér þau tíðindi að svo væri ekki og hún yrði komin aftur á völlinn eftir mánuð. Nú miðast endurhæfing hennar að því að hún verði komin í toppform þegar við mætum Þýskalandi í september,“ segir Freyr um stöðu mála hjá Söru Björk. „Það er huggun harmi gegn að við höfum óvenjulega langan tíma og fáum óvenju margar æfingar í þessum landsliðsglugga. Við getum því farið vel yfir það hvaða breytingar við munum gera í ljósi þess að Sara Björk og hugsanlega Rakel verði ekki með okkur. Við munum mögulega fara í breytingar á leikkerfi til þess að bregðast við þessu, en ég er að fara yfir það þessa dagana hvernig best er leysa fjarveru þessara öflugu leikmanna,“ segir Freyr aðspurður um það hvaða breytingar hann muni gera í ljósi aðstæðna. Ísland er í öðru sæti riðils síns fyrir leikinn gegn Slóveníu, en sigur í leiknum kemur liðinu upp fyrir Þýskaland á topp riðilsins. Ísland og Þýskaland mætast svo í toppslag riðilsins á Laugardalsvelli 1. september og Tékklandi í lokaleik sínum í riðlakeppninni þremur dögum síðar. Liðið sem endar í efsta sæti riðilsins fer beint í lokakeppni HM 2019, en þau fjögur lið sem ná bestum árangri í öðru sæti riðlanna fara í umspil um tvö laus sæti.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira