„Við getum ekki svikið kjósendur“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2018 20:51 Frá Ísafirði. vísir/einar Fulltrúar Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ heyrðu hljóðið í bæði fulltrúum Í-listans og Sjálfstæðisflokksins fyrr í dag vegna mögulegra meirihlutaviðræðna. „Það eru bara þreifingar. Við heyrðum í þeim báðum í dag en það voru engar ákvarðanir teknar og málefnin ekki rædd,“ segir Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknarflokksins, en flokkurinn bætti við sig manni í sveitarstjórnarkosningunum og verður með tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Í-listinn var með hreinan meirihluta á síðasta kjörtímabili en missti einn í kosningunum og verður því með fjóra fulltrúa í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn var með þrjá fulltrúa í bæjarstjórn og hélt þeim fjölda í nýafstöðnum kosningum. Það má því segja að Framsóknarflokkurinn á Ísafirði sé í vænlegri stöðu þegar kemur að meirihlutaviðræðum en þegar Vísir heyrði í Marzellíusi var hann að ræða við félaga sína í flokknum um hver næstu skref verða, en engin ákvörðun hafði verið tekin.Ófrávíkjanlegt að auglýsa starf bæjarstjóra Framsóknarflokkurinn lofaði því fyrir kosningar að kæmist hann til valda myndi hann auglýsa bæjarstjórastöðuna. Í-listinn bauð áfram fram krafta Gísla Halldórs Halldórssonar, sem var bæjarstjóri á síðasta kjörtímabili, og Sjálfstæðismenn tefldu fram oddvita sínum, Daníel Jakobssyni, sem bæjarstjóraefni. Marzellíus segir Framsóknarflokkinn standa fast á sínu og ekki gefa eftir þá kröfu að starf bæjarstjóra verði auglýst, verði flokkurinn í meirihluta. „Það er bara algjörlega númer 1, 2 og 3. Við getum ekki svikið kjósendur okkar með einhverju öðru miðað við hvað við vorum búin að segja og erum harðir á því að auglýsa,“ segir Marzellíus.Framsókn vænlegri kostur Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans, segist hafa heyrt í fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í dag. „Við erum bara að anda ofan í maga og reyna að ná okkur eftir kosningarnar,“ segir Arna og tekur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar af þeirra hálfu þegar hún er spurð út í meirihlutaviðræður. Hún segir Í-listann ekki hafa útilokað neitt en fljótt á litið sé Framsóknarflokkurinn vænlegri kostur til samstarfs í meirihluta. „Enda unnum við vel með þeim á kjörtímabilinu og síst átök þar á milli. Ekki það að það hefur verið mjög gott samstarf í bæjarstjórninni en línurnar eru frekar skýrar á milli okkar og Sjálfstæðisflokksins heldur en okkar og Framsókn. Við náum oftar saman við Framsókn, þannig að það er einhvern veginn eðlilegt að byrja þar. En þetta er að sjálfsögðu allt saman gott fólk,“ segir Arna. Ekki náðist í Daníel Jakobsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins, við vinnslu þessarar fréttar. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur frá Ísafirði: Eitt prósentustig kostar Í-listann meirihlutann Framsóknarflokkurinn bætir við sig manni á kostnað Í-listans. 27. maí 2018 01:58 Ein af stjörnum kosninganæturinnar skildi ekki af hverju svo margir vildu taka „selfie“ með honum Ef ég hefði ímyndað mér þessi viðbrögð hefði ég mætt í einhverju skærara, segir Björn Davíðsson formaður kjörstjórnar Ísafjarðarbæjar. 27. maí 2018 16:08 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Fulltrúar Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ heyrðu hljóðið í bæði fulltrúum Í-listans og Sjálfstæðisflokksins fyrr í dag vegna mögulegra meirihlutaviðræðna. „Það eru bara þreifingar. Við heyrðum í þeim báðum í dag en það voru engar ákvarðanir teknar og málefnin ekki rædd,“ segir Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknarflokksins, en flokkurinn bætti við sig manni í sveitarstjórnarkosningunum og verður með tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Í-listinn var með hreinan meirihluta á síðasta kjörtímabili en missti einn í kosningunum og verður því með fjóra fulltrúa í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn var með þrjá fulltrúa í bæjarstjórn og hélt þeim fjölda í nýafstöðnum kosningum. Það má því segja að Framsóknarflokkurinn á Ísafirði sé í vænlegri stöðu þegar kemur að meirihlutaviðræðum en þegar Vísir heyrði í Marzellíusi var hann að ræða við félaga sína í flokknum um hver næstu skref verða, en engin ákvörðun hafði verið tekin.Ófrávíkjanlegt að auglýsa starf bæjarstjóra Framsóknarflokkurinn lofaði því fyrir kosningar að kæmist hann til valda myndi hann auglýsa bæjarstjórastöðuna. Í-listinn bauð áfram fram krafta Gísla Halldórs Halldórssonar, sem var bæjarstjóri á síðasta kjörtímabili, og Sjálfstæðismenn tefldu fram oddvita sínum, Daníel Jakobssyni, sem bæjarstjóraefni. Marzellíus segir Framsóknarflokkinn standa fast á sínu og ekki gefa eftir þá kröfu að starf bæjarstjóra verði auglýst, verði flokkurinn í meirihluta. „Það er bara algjörlega númer 1, 2 og 3. Við getum ekki svikið kjósendur okkar með einhverju öðru miðað við hvað við vorum búin að segja og erum harðir á því að auglýsa,“ segir Marzellíus.Framsókn vænlegri kostur Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans, segist hafa heyrt í fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í dag. „Við erum bara að anda ofan í maga og reyna að ná okkur eftir kosningarnar,“ segir Arna og tekur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar af þeirra hálfu þegar hún er spurð út í meirihlutaviðræður. Hún segir Í-listann ekki hafa útilokað neitt en fljótt á litið sé Framsóknarflokkurinn vænlegri kostur til samstarfs í meirihluta. „Enda unnum við vel með þeim á kjörtímabilinu og síst átök þar á milli. Ekki það að það hefur verið mjög gott samstarf í bæjarstjórninni en línurnar eru frekar skýrar á milli okkar og Sjálfstæðisflokksins heldur en okkar og Framsókn. Við náum oftar saman við Framsókn, þannig að það er einhvern veginn eðlilegt að byrja þar. En þetta er að sjálfsögðu allt saman gott fólk,“ segir Arna. Ekki náðist í Daníel Jakobsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins, við vinnslu þessarar fréttar.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur frá Ísafirði: Eitt prósentustig kostar Í-listann meirihlutann Framsóknarflokkurinn bætir við sig manni á kostnað Í-listans. 27. maí 2018 01:58 Ein af stjörnum kosninganæturinnar skildi ekki af hverju svo margir vildu taka „selfie“ með honum Ef ég hefði ímyndað mér þessi viðbrögð hefði ég mætt í einhverju skærara, segir Björn Davíðsson formaður kjörstjórnar Ísafjarðarbæjar. 27. maí 2018 16:08 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Lokatölur frá Ísafirði: Eitt prósentustig kostar Í-listann meirihlutann Framsóknarflokkurinn bætir við sig manni á kostnað Í-listans. 27. maí 2018 01:58
Ein af stjörnum kosninganæturinnar skildi ekki af hverju svo margir vildu taka „selfie“ með honum Ef ég hefði ímyndað mér þessi viðbrögð hefði ég mætt í einhverju skærara, segir Björn Davíðsson formaður kjörstjórnar Ísafjarðarbæjar. 27. maí 2018 16:08