Handbolti

Hüttenberg í botnsætið

Einar Sigurvinsson skrifar
Ragnar Jóhannsson fór frá Selfoss til FH og þaðan til Þýskalands.
Ragnar Jóhannsson fór frá Selfoss til FH og þaðan til Þýskalands. Vísir/Vilhelm
Ragnar Jóhannsson skoraði eitt mark þegar lið hans Hüttenberg tapaði fyrir Gummersbach, 23-22, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Leikurinn var hnífjafn og skiptust liðin á að leiða allt fram á síðustu stundu. Með sigrinum fer Gummersbach í 15. sæti deildarinnar með 16 stig en Hüttenberg fer í 18. og neðsta sætið með 13 stig þegar aðeins á eftir að spila eina umferð af deildinni.

Bjarki Már Elísson og félagar í Füchse Berlin töpuðu fyrir Melsungen, 31-24. Bjarki Már skoraði þrjú mörk fyrir Berlínarliðið sem situr í 3. sæti deildarinnar með 51 stig.

Rúnar Kárason gaf eina stoðsendingu þegar lið hans Hannover sigraði Leipzig, 30-26. Hannover er í 6. sæti deildarinnar.

Flensburg hafði betur gegn Lübbecke og er í góðri stöðu á toppi deildarinnar með 54 stig.

Einum leik er enn lokið í þýsku úrvalsdeildinni en seinna í dag mætast Rhein Neckar Löwen og Ludwigshafen.

Úrslit dagsins:

Göppingen - Minden  27-28

Melsungen - Füchse Berlin  31-24

Hannover - Leipzig  30-26

Lübbecke - Flensburg  24-27

Hüttenberg - Gummersbach  22-23




Fleiri fréttir

Sjá meira


×