Píratar og eldri borgarar - fullkomin samleið Rannveig Ernudóttir skrifar 26. maí 2018 13:30 Velferðarmál eldri borgara þurfa að fá meiri athygli. Eins og við vitum öll búa eldri borgarar sem og reyndar öryrkjar líka, við ýmsar skerðingar. Skerðingar sem við hin sem erum þátttakendur í atvinnulífinu, myndum alls ekki sætta okkur við. Við höfum verkfæri á borð við verkfallsrétt til að mótmæla og fara fram á bættari kjör. Eldri borgarar og öryrkjar hins vegar geta ekki gert það. Þau þurfa að treysta á mannlega ríkisstjórn sem sýnir mannhelgi þeirra virðingu. Ríkisstjórn sem mætir þeim af alúð og skilningi, sem lítur ekki á þau sem bagga, heldur sem mannauð. En hvað vilja Píratar gera fyrir eldri borgara í Reykjavík? Reykjavíkurborg á að vera aldursvæn sem og heilsueflandi borg sem sinnir þörfum allra íbúa sinna. Píratar vilja útrýma einmanaleika eldri borgara og vilja að allir eiga rétt á aðgengi að upplýsingum, þjónustu og samfélaginu. Við viljum leggja niður sjálfbært félagsstarf, sem er ekkert annað en sparnaður falinn í hugmyndafræði, og fá aftur leiðbeinendur í vinnustofurnar. Félagsstarf eldri borgara á ekki að vera byggt á tilviljunarkenndum orkusprautum. Píratar ætla að bæta og efla heimaþjónustu þar sem þarfir einstaklinga, byggt á þeirra eigin huglægum óskum, eiga að vera í fyrirrúmi en ekki hlutlægt mat heimaþjónustunnar. Það þarf að rýmka fyrir því hverjir geta sótt um að komast í þjónustuíbúðir borgarinnar og endurskoða þörfina fyrir dagvistunarúrræði. Eldri borgarar eiga heimtingu á að komast leiðar sinnar allan ársins hring þrátt fyrir snjóþyngsli, hálku og slæm veðurskilyrði. Píratar vilja einnig að notendaráð félagsmiðstöðvanna hafi val um að setja saman sinn eigin matseðil, í samvinnu við kokkinn, eða panta mat frá Vitatorgi. Við viljum því minni miðstýringu og meira íbúalýðræði. Einnig viljum við að félagsmiðstöðvarnar séu opnar á kvöldin og um helgar, að sjálfsögðu eftir eftirspurn, en að valið standi til boða. Þá viljum við auka forvarnarfræðslu fyrir bæði eldri borgara sem og aðstandendur þeirra og auðvitað raf- og snjallvæða alla íbúa borgarinnar, það mun víst vera framtíðin. Þá sjáum við fyrir okkur að hægt verði að nýta akstursþjónustu aldraðra til þess að skila gögnum sem ekki er hægt að skila rafrænt en einnig að veita aðstoð við það að skila rafrænt. Sú stefna borgarinnar að allir eigi að búa heima eins lengi og unnt er, má ekki á sama tíma verða til þess að þjónustuþörfum einstaklinga sé ekki sinnt. Stefnan má ekki flækjast fyrir þörfum og vilja íbúa. Að lokum eru Píratar mjög hrifnir af alls kyns kynslóðablöndun og viljum við að borgin sé leiðandi í slíkum verkefnum. Brjótum niður aldurslandamæri og blöndumst betur saman í samfélaginu. Það þarf alls konar fólk til að skapa samfélag. Píratar eru alfarið mótfallin þeim kjörum sem eldri borgarar búa við í dag og munum að sjálfsögðu beita þrýstingi við að leggja af tekjuskerðingar eldri borgara. Myndum við sætta okkur við að yfirvinnan myndi kosta okkur grunntekjurnar? Það held ég nú ekki! Látum lífeyri eldri borgara í friði og bjóðum þeim upp á aldursvæna borg! Höfundur er tómstundafræðingur og er í 4. sæti Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Rannveig Ernudóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Velferðarmál eldri borgara þurfa að fá meiri athygli. Eins og við vitum öll búa eldri borgarar sem og reyndar öryrkjar líka, við ýmsar skerðingar. Skerðingar sem við hin sem erum þátttakendur í atvinnulífinu, myndum alls ekki sætta okkur við. Við höfum verkfæri á borð við verkfallsrétt til að mótmæla og fara fram á bættari kjör. Eldri borgarar og öryrkjar hins vegar geta ekki gert það. Þau þurfa að treysta á mannlega ríkisstjórn sem sýnir mannhelgi þeirra virðingu. Ríkisstjórn sem mætir þeim af alúð og skilningi, sem lítur ekki á þau sem bagga, heldur sem mannauð. En hvað vilja Píratar gera fyrir eldri borgara í Reykjavík? Reykjavíkurborg á að vera aldursvæn sem og heilsueflandi borg sem sinnir þörfum allra íbúa sinna. Píratar vilja útrýma einmanaleika eldri borgara og vilja að allir eiga rétt á aðgengi að upplýsingum, þjónustu og samfélaginu. Við viljum leggja niður sjálfbært félagsstarf, sem er ekkert annað en sparnaður falinn í hugmyndafræði, og fá aftur leiðbeinendur í vinnustofurnar. Félagsstarf eldri borgara á ekki að vera byggt á tilviljunarkenndum orkusprautum. Píratar ætla að bæta og efla heimaþjónustu þar sem þarfir einstaklinga, byggt á þeirra eigin huglægum óskum, eiga að vera í fyrirrúmi en ekki hlutlægt mat heimaþjónustunnar. Það þarf að rýmka fyrir því hverjir geta sótt um að komast í þjónustuíbúðir borgarinnar og endurskoða þörfina fyrir dagvistunarúrræði. Eldri borgarar eiga heimtingu á að komast leiðar sinnar allan ársins hring þrátt fyrir snjóþyngsli, hálku og slæm veðurskilyrði. Píratar vilja einnig að notendaráð félagsmiðstöðvanna hafi val um að setja saman sinn eigin matseðil, í samvinnu við kokkinn, eða panta mat frá Vitatorgi. Við viljum því minni miðstýringu og meira íbúalýðræði. Einnig viljum við að félagsmiðstöðvarnar séu opnar á kvöldin og um helgar, að sjálfsögðu eftir eftirspurn, en að valið standi til boða. Þá viljum við auka forvarnarfræðslu fyrir bæði eldri borgara sem og aðstandendur þeirra og auðvitað raf- og snjallvæða alla íbúa borgarinnar, það mun víst vera framtíðin. Þá sjáum við fyrir okkur að hægt verði að nýta akstursþjónustu aldraðra til þess að skila gögnum sem ekki er hægt að skila rafrænt en einnig að veita aðstoð við það að skila rafrænt. Sú stefna borgarinnar að allir eigi að búa heima eins lengi og unnt er, má ekki á sama tíma verða til þess að þjónustuþörfum einstaklinga sé ekki sinnt. Stefnan má ekki flækjast fyrir þörfum og vilja íbúa. Að lokum eru Píratar mjög hrifnir af alls kyns kynslóðablöndun og viljum við að borgin sé leiðandi í slíkum verkefnum. Brjótum niður aldurslandamæri og blöndumst betur saman í samfélaginu. Það þarf alls konar fólk til að skapa samfélag. Píratar eru alfarið mótfallin þeim kjörum sem eldri borgarar búa við í dag og munum að sjálfsögðu beita þrýstingi við að leggja af tekjuskerðingar eldri borgara. Myndum við sætta okkur við að yfirvinnan myndi kosta okkur grunntekjurnar? Það held ég nú ekki! Látum lífeyri eldri borgara í friði og bjóðum þeim upp á aldursvæna borg! Höfundur er tómstundafræðingur og er í 4. sæti Pírata í Reykjavík.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun