Að tala niður náttúruna Tómas Guðbjartsson skrifar 25. maí 2018 07:00 Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi VesturVerks, sendir mér tóninn í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær undir fyrirsögninni Tómas tungulipri. Hún kemur víða við og segir mig fara með rangt mál án þess að færa fyrir því rök. Vel sótt málþing okkar Ólafs Más Björnssonar um ósnortin víðerni á Ísafirði segir hún hafa verið illa auglýst þannig að ísfirskir ráðamenn sáu sér ekki fært að mæta. Samt var það auglýst með hálfsíðuauglýsingum í Fréttablaðinu og Mogganum auk þess sem við keyptum auglýsingu í Bæjarins besta á Ísafirði og dreifðum viðburðinum með löngum fyrirvara á Facebook. Það er rétt að Fossavatnsgangan var daginn eftir en sú frábæra keppni stöðvaði a.m.k. ekki Sjálfstæðisflokkinn á Ísafirði í að opna kosningaskrifstofu sína á nákvæmlega sama tíma. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Birna sendir mér tóninn en hún hefur verið í forsvari þeirra sem tala niður náttúruna upp af Ófeigsfirði á Ströndum og þá í hlutverki talsmanns framkvæmdaaðila virkjunarinnar, VesturVerks. Það gerði hún m.a. í aðsendri grein í Fréttablaðinu þann 21. mars sl. en þar sagði hún: „Sá hluti Ófeigsfjarðarheiði, þar sem stíflumannvirki Hvalárvirkjunar munu rísa, er dæmigerð vestfirsk háheiði. Landið er hrjóstrugt og gróðurlítið og veður þar oft válynd, jafnvel að sumri til. Varla má anda úr norðaustri án þess að allt fyllist af þoku. Svæðið er illa aðgengilegt göngufólki þar til í seinni hluta júlímánaðar því ár eru vatnsmiklar og jafnvel ófærar. Eftir miðjan ágúst er allra veðra von og gæta þarf sérstakrar varúðar á svæðinu. Það er því aðeins um einn mánuður að sumri sem er álitlegur til gönguferða á þessu svæði.“ Reyndar eru sumar lýsingar Birnu beinlínis rangar, t.d. fullyrðing hennar um að ekki sé hægt að komast að fossunum nema í einn mánuð á ári. Birna er því miður ekki sú eina sem talað hefur niður náttúrufegurð þessa stórkostlega svæðis. Það hefur einnig Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði gert, en hann lýsir þessum æskustöðvum sínum á einkar neikvæðan hátt í blaðaviðtali og segir þarna vera „þoku í 300 daga á ári“.Fossinn Drynjandi.Pétur er annar tveggja aðila sem selt hafa Vesturorku vatnsréttindi sín fyrir háar fjárhæðir en hinn er ítalskur barón, Felix Von Longo-Liebenstein, sem á Eyvindarfjörð. Það er því nokkuð ljóst að þeir sem hafa mestan fjárhagslegan ávinning af Hvalárvirkjun reyna allt til að gera lítið úr náttúrunni – náttúru sem ekki getur varið sig árásum. Vissulega eru heiðarnar upp af Ófeigsfirði gróðurlitlar efst en neðar tekur við ríkulegur gróður og sérlega fallegar tjarnir. Fossarnir á svæðinu og klettum prýdd strandlengjan eru þó helstu gersemar svæðisins, steinsnar frá friðlandi Hornstranda og Drangaskörðum. Máli mínu til staðfestingar, en einnig til að afsanna kenningar Birnu og VesturVerks, þá hélt ég ásamt félaga mínum Ólafi Má Björnssyni en einnig Ragnari Axelssyni ljósmyndara og Sigurði G. Sveinssyni tölvunarfræðingi á fyrirhugað virkjanasvæði í byrjun vikunnar, nánar tiltekið annan í hvítasunnu (20. maí). Veðrið var guðdómlegt og móðir náttúra í miklu stuði, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd af Drynjanda. Mjög greiðlega gekk að komast að fossunum og í þeim var mikið og blátært vatn. Þarna hefði Birna átt að vera – bæði til að sjá fegurðina en líka til að sjá hversu rangt hún fór með í grein sinni í Fréttablaðinu. Sannleikurinn er nefnilega sagna bestur.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi VesturVerks, sendir mér tóninn í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær undir fyrirsögninni Tómas tungulipri. Hún kemur víða við og segir mig fara með rangt mál án þess að færa fyrir því rök. Vel sótt málþing okkar Ólafs Más Björnssonar um ósnortin víðerni á Ísafirði segir hún hafa verið illa auglýst þannig að ísfirskir ráðamenn sáu sér ekki fært að mæta. Samt var það auglýst með hálfsíðuauglýsingum í Fréttablaðinu og Mogganum auk þess sem við keyptum auglýsingu í Bæjarins besta á Ísafirði og dreifðum viðburðinum með löngum fyrirvara á Facebook. Það er rétt að Fossavatnsgangan var daginn eftir en sú frábæra keppni stöðvaði a.m.k. ekki Sjálfstæðisflokkinn á Ísafirði í að opna kosningaskrifstofu sína á nákvæmlega sama tíma. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Birna sendir mér tóninn en hún hefur verið í forsvari þeirra sem tala niður náttúruna upp af Ófeigsfirði á Ströndum og þá í hlutverki talsmanns framkvæmdaaðila virkjunarinnar, VesturVerks. Það gerði hún m.a. í aðsendri grein í Fréttablaðinu þann 21. mars sl. en þar sagði hún: „Sá hluti Ófeigsfjarðarheiði, þar sem stíflumannvirki Hvalárvirkjunar munu rísa, er dæmigerð vestfirsk háheiði. Landið er hrjóstrugt og gróðurlítið og veður þar oft válynd, jafnvel að sumri til. Varla má anda úr norðaustri án þess að allt fyllist af þoku. Svæðið er illa aðgengilegt göngufólki þar til í seinni hluta júlímánaðar því ár eru vatnsmiklar og jafnvel ófærar. Eftir miðjan ágúst er allra veðra von og gæta þarf sérstakrar varúðar á svæðinu. Það er því aðeins um einn mánuður að sumri sem er álitlegur til gönguferða á þessu svæði.“ Reyndar eru sumar lýsingar Birnu beinlínis rangar, t.d. fullyrðing hennar um að ekki sé hægt að komast að fossunum nema í einn mánuð á ári. Birna er því miður ekki sú eina sem talað hefur niður náttúrufegurð þessa stórkostlega svæðis. Það hefur einnig Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði gert, en hann lýsir þessum æskustöðvum sínum á einkar neikvæðan hátt í blaðaviðtali og segir þarna vera „þoku í 300 daga á ári“.Fossinn Drynjandi.Pétur er annar tveggja aðila sem selt hafa Vesturorku vatnsréttindi sín fyrir háar fjárhæðir en hinn er ítalskur barón, Felix Von Longo-Liebenstein, sem á Eyvindarfjörð. Það er því nokkuð ljóst að þeir sem hafa mestan fjárhagslegan ávinning af Hvalárvirkjun reyna allt til að gera lítið úr náttúrunni – náttúru sem ekki getur varið sig árásum. Vissulega eru heiðarnar upp af Ófeigsfirði gróðurlitlar efst en neðar tekur við ríkulegur gróður og sérlega fallegar tjarnir. Fossarnir á svæðinu og klettum prýdd strandlengjan eru þó helstu gersemar svæðisins, steinsnar frá friðlandi Hornstranda og Drangaskörðum. Máli mínu til staðfestingar, en einnig til að afsanna kenningar Birnu og VesturVerks, þá hélt ég ásamt félaga mínum Ólafi Má Björnssyni en einnig Ragnari Axelssyni ljósmyndara og Sigurði G. Sveinssyni tölvunarfræðingi á fyrirhugað virkjanasvæði í byrjun vikunnar, nánar tiltekið annan í hvítasunnu (20. maí). Veðrið var guðdómlegt og móðir náttúra í miklu stuði, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd af Drynjanda. Mjög greiðlega gekk að komast að fossunum og í þeim var mikið og blátært vatn. Þarna hefði Birna átt að vera – bæði til að sjá fegurðina en líka til að sjá hversu rangt hún fór með í grein sinni í Fréttablaðinu. Sannleikurinn er nefnilega sagna bestur.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar