Gengi hlutabréfa Eimskips aldrei lægra Kristinn Ingi Jónsson skrifar 24. maí 2018 06:00 Skipafélagið Eimskip hefur hafnað ásökunum um að hafa gerst brotlegt gegn ákvæðum samkeppnislaga. Er það von félagsins að rannsókninni fari senn að ljúka en í tilkynningu til Kauphallarinnar fagnar félagið því að nú, fimm árum eftir að rannsókn málsins hófst, virðist sem loksins sé kominn skriður á rannsóknina. Vísir/anton „Reksturinn hefur verið þungur síðustu fimmtán mánuði og þegar við bætist að tveir stjórnendur félagsins fá stöðu sakbornings og að félagið á mögulega yfir höfði sér sektargreiðslu er ekki nema von að fjárfestar séu skelkaðir,“ segir Snorri Jakobsson, hlutabréfagreinandi hjá Capacent, um mikla gengislækkun hlutabréfa í Eimskip undanfarna daga. Bréfin hafa fallið um 5,4 prósent í verði eftir að félagið greindi frá því síðastliðið mánudagskvöld að Gylfi Sigfússon forstjóri og Bragi Þór Marinósson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs, hefðu fengið stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintu samráði Eimskips og Samskipa. Gengi bréfanna stóð í 192,5 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær og hefur það ekki verið lægra frá skráningu félagsins í Kauphöll í nóvember árið 2012. Útboðsgengið var 208 krónur á hlut en lægst fór gengið í 207 krónur í júnímánuði 2015. „Þetta lítur ekki allt of vel út,“ bætir Snorri við. Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent Ef Samkeppniseftirlitið kemst að þeirri niðurstöðu að Eimskip hafi gerst brotlegt við samkeppnislög gæti skipafélagið átt yfir höfði sér sekt upp á nokkur hundruð milljóna króna, að sögn viðmælenda Fréttablaðsins. Þeir benda á að þrjú félög hafi þurft að greiða samtals 1,5 milljarða króna í sektir í olíusamráðsmálinu og þá hafi 500 milljóna króna sekt verið lögð á kortafyrirtækið Valitor vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Snorri segir að stjórnendur Eimskips hafi átt að upplýsa fjárfesta betur um stöðu meinta samráðsmálsins. Ekki hafi borið mikið á upplýsingum um málið og hugsanlega sektargreiðslu í afkomukynningum. „Þeir áttu að mínu mati að standa betur að málum. Betri upplýsingagjöf til markaðarins hefði verið til bóta,“ segir Snorri. Auk þeirra Gylfa og Braga Þórs hafa þeir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa á Íslandi, og Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa Logistics, stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara. Samkvæmt samkeppnislögum getur sá sem framkvæmir, hvetur til eða lætur framkvæma ólögmætt samráð átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm. Jóhann Viðar Ívarsson, greinandi hjá IFS Til viðbótar við rannsókn saksóknara rannsakar Samkeppniseftirlitið möguleg samkeppnisbrot skipafélaganna. Eggert B. Ólafsson, lögfræðingur hjá Samkeppnisráðgjöf, segir að ýmsir þættir hafi áhrif á fjárhæð sekta í samráðsmálum. Til dæmis hvort brot hafi komist til framkvæmda, hvort um ásetning, en ekki bara hreint gáleysi, hafi verið að ræða, hve lengi brotin hafi staðið yfir, hve umfangsmikil þau hafi verið og eins hvort fyrirtæki hafi átt frumkvæði að sáttaumleitunum og viðurkennt brot. „Tilhneigingin hefur verið sú að sektir lækki nokkuð í meðförum áfrýjunarnefndar samkeppnismála og dómstóla, án þess að það sé sérstaklega rökstutt, en þó eru til undantekningar frá því,“ segir Eggert. Jóhann Viðar Ívarsson, greinandi hjá IFS, bendir á að sé litið til sektarfjárhæða í samkeppnisbrotamálum hafi þær gjarnan hlaupið á einhverjum hundruðum milljóna króna í tilfelli stórra fyrirtækja. Sem dæmi hafi Héraðsdómur Reykjavíkur nýverið dæmt Byko til þess að greiða 400 milljónir króna í sekt vegna ólögmæts samráðs sem sé sögulega séð há sekt. Upphæðir í þeim dúr séu hins vegar ekki háar séu þær settar í samhengi við rekstur og markaðsvirði Eimskips. Lítill áhugi á kaupum Jóhann Viðar segir markaðinn hafa brugðist harkalega við tveimur slæmum fregnum af Eimskip. „Annars vegar var fyrsti fjórðungur ársins vonbrigði, aðallega vegna vandræða í Afríku, og hins vegar hafa ný tíðindi borist af rannsókn á meintum samráðsbrotum félagsins. Þessar fregnir bárust hvor ofan í aðra sem skýrir kannski hve mikil viðbrögðin voru.“ Vissulega hafi tíðindin verið neikvæð en gengislækkunin sé engu að síður mikil. Einhverjir kunni að sjá kauptækifæri í Eimskip núna. Greinendur IFS mátu gengi bréfa skipafélagsins á ríflega 300 krónur í síðasta verðmati, hagfræðideild Landsbankans á 295 krónur og sérfræðingar Capacent á 280 krónur. Bréf félagsins fóru hvað hæst í 339 krónur í maí í fyrra en hafa fallið um 43 prósent síðan þá. Snorri segir töluverðan mótvind vera í rekstri félagsins, svo sem vegna hækkandi olíuverðs, styrkingar krónunnar gagnvart Bandaríkjadal og óróa á vinnumarkaði. „Við erum að sjá sömu þróun bæði hjá Eimskip og Icelandair þar sem til viðbótar við almenna óvissuþætti hjálpar það félögunum ekki að eiga við íslenskan vinnumarkað og íslenska krónu,“ nefnir hann. Sem kunnugt er tilkynnti bandaríska fjárfestingarfélagið Yucaipa, stærsti hluthafi Eimskips, í nóvember að það skoðaði möguleika á að selja fjórðungshlut sinn í skipafélaginu. Ráðgjafar félagsins hafa á undanförnum mánuðum fundað með fjárfestum og kannað áhuga þeirra á kaupum en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur áhuginn reynst lítill. Hefur mikið borið á milli hvað verðhugmyndir varðar. Birtist í Fréttablaðinu Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Kauphöllin Tengdar fréttir Forstjóri Eimskips „engu nær“ um ætluð samkeppnislagabrot Forstjórar bæði Eimskips og Samskipa með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á samkeppnislagabrotum sem hófst fyrir fimm árum. Upplýsingafulltrúi Eimskips segir að forstjóri félagsins hafi óskað eftir gögnum um í hverju ætluð samkeppnislagabrot felist en engar upplýsingar fengið. 22. maí 2018 19:00 Forstjórar Eimskips og Samskipa með stöðu sakbornings Eru á meðal fjögurra manna sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintum samkeppnisbrotum Eimskips og Samskipa. 22. maí 2018 07:59 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira
„Reksturinn hefur verið þungur síðustu fimmtán mánuði og þegar við bætist að tveir stjórnendur félagsins fá stöðu sakbornings og að félagið á mögulega yfir höfði sér sektargreiðslu er ekki nema von að fjárfestar séu skelkaðir,“ segir Snorri Jakobsson, hlutabréfagreinandi hjá Capacent, um mikla gengislækkun hlutabréfa í Eimskip undanfarna daga. Bréfin hafa fallið um 5,4 prósent í verði eftir að félagið greindi frá því síðastliðið mánudagskvöld að Gylfi Sigfússon forstjóri og Bragi Þór Marinósson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs, hefðu fengið stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintu samráði Eimskips og Samskipa. Gengi bréfanna stóð í 192,5 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær og hefur það ekki verið lægra frá skráningu félagsins í Kauphöll í nóvember árið 2012. Útboðsgengið var 208 krónur á hlut en lægst fór gengið í 207 krónur í júnímánuði 2015. „Þetta lítur ekki allt of vel út,“ bætir Snorri við. Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent Ef Samkeppniseftirlitið kemst að þeirri niðurstöðu að Eimskip hafi gerst brotlegt við samkeppnislög gæti skipafélagið átt yfir höfði sér sekt upp á nokkur hundruð milljóna króna, að sögn viðmælenda Fréttablaðsins. Þeir benda á að þrjú félög hafi þurft að greiða samtals 1,5 milljarða króna í sektir í olíusamráðsmálinu og þá hafi 500 milljóna króna sekt verið lögð á kortafyrirtækið Valitor vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Snorri segir að stjórnendur Eimskips hafi átt að upplýsa fjárfesta betur um stöðu meinta samráðsmálsins. Ekki hafi borið mikið á upplýsingum um málið og hugsanlega sektargreiðslu í afkomukynningum. „Þeir áttu að mínu mati að standa betur að málum. Betri upplýsingagjöf til markaðarins hefði verið til bóta,“ segir Snorri. Auk þeirra Gylfa og Braga Þórs hafa þeir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa á Íslandi, og Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa Logistics, stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara. Samkvæmt samkeppnislögum getur sá sem framkvæmir, hvetur til eða lætur framkvæma ólögmætt samráð átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm. Jóhann Viðar Ívarsson, greinandi hjá IFS Til viðbótar við rannsókn saksóknara rannsakar Samkeppniseftirlitið möguleg samkeppnisbrot skipafélaganna. Eggert B. Ólafsson, lögfræðingur hjá Samkeppnisráðgjöf, segir að ýmsir þættir hafi áhrif á fjárhæð sekta í samráðsmálum. Til dæmis hvort brot hafi komist til framkvæmda, hvort um ásetning, en ekki bara hreint gáleysi, hafi verið að ræða, hve lengi brotin hafi staðið yfir, hve umfangsmikil þau hafi verið og eins hvort fyrirtæki hafi átt frumkvæði að sáttaumleitunum og viðurkennt brot. „Tilhneigingin hefur verið sú að sektir lækki nokkuð í meðförum áfrýjunarnefndar samkeppnismála og dómstóla, án þess að það sé sérstaklega rökstutt, en þó eru til undantekningar frá því,“ segir Eggert. Jóhann Viðar Ívarsson, greinandi hjá IFS, bendir á að sé litið til sektarfjárhæða í samkeppnisbrotamálum hafi þær gjarnan hlaupið á einhverjum hundruðum milljóna króna í tilfelli stórra fyrirtækja. Sem dæmi hafi Héraðsdómur Reykjavíkur nýverið dæmt Byko til þess að greiða 400 milljónir króna í sekt vegna ólögmæts samráðs sem sé sögulega séð há sekt. Upphæðir í þeim dúr séu hins vegar ekki háar séu þær settar í samhengi við rekstur og markaðsvirði Eimskips. Lítill áhugi á kaupum Jóhann Viðar segir markaðinn hafa brugðist harkalega við tveimur slæmum fregnum af Eimskip. „Annars vegar var fyrsti fjórðungur ársins vonbrigði, aðallega vegna vandræða í Afríku, og hins vegar hafa ný tíðindi borist af rannsókn á meintum samráðsbrotum félagsins. Þessar fregnir bárust hvor ofan í aðra sem skýrir kannski hve mikil viðbrögðin voru.“ Vissulega hafi tíðindin verið neikvæð en gengislækkunin sé engu að síður mikil. Einhverjir kunni að sjá kauptækifæri í Eimskip núna. Greinendur IFS mátu gengi bréfa skipafélagsins á ríflega 300 krónur í síðasta verðmati, hagfræðideild Landsbankans á 295 krónur og sérfræðingar Capacent á 280 krónur. Bréf félagsins fóru hvað hæst í 339 krónur í maí í fyrra en hafa fallið um 43 prósent síðan þá. Snorri segir töluverðan mótvind vera í rekstri félagsins, svo sem vegna hækkandi olíuverðs, styrkingar krónunnar gagnvart Bandaríkjadal og óróa á vinnumarkaði. „Við erum að sjá sömu þróun bæði hjá Eimskip og Icelandair þar sem til viðbótar við almenna óvissuþætti hjálpar það félögunum ekki að eiga við íslenskan vinnumarkað og íslenska krónu,“ nefnir hann. Sem kunnugt er tilkynnti bandaríska fjárfestingarfélagið Yucaipa, stærsti hluthafi Eimskips, í nóvember að það skoðaði möguleika á að selja fjórðungshlut sinn í skipafélaginu. Ráðgjafar félagsins hafa á undanförnum mánuðum fundað með fjárfestum og kannað áhuga þeirra á kaupum en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur áhuginn reynst lítill. Hefur mikið borið á milli hvað verðhugmyndir varðar.
Birtist í Fréttablaðinu Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Kauphöllin Tengdar fréttir Forstjóri Eimskips „engu nær“ um ætluð samkeppnislagabrot Forstjórar bæði Eimskips og Samskipa með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á samkeppnislagabrotum sem hófst fyrir fimm árum. Upplýsingafulltrúi Eimskips segir að forstjóri félagsins hafi óskað eftir gögnum um í hverju ætluð samkeppnislagabrot felist en engar upplýsingar fengið. 22. maí 2018 19:00 Forstjórar Eimskips og Samskipa með stöðu sakbornings Eru á meðal fjögurra manna sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintum samkeppnisbrotum Eimskips og Samskipa. 22. maí 2018 07:59 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira
Forstjóri Eimskips „engu nær“ um ætluð samkeppnislagabrot Forstjórar bæði Eimskips og Samskipa með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á samkeppnislagabrotum sem hófst fyrir fimm árum. Upplýsingafulltrúi Eimskips segir að forstjóri félagsins hafi óskað eftir gögnum um í hverju ætluð samkeppnislagabrot felist en engar upplýsingar fengið. 22. maí 2018 19:00
Forstjórar Eimskips og Samskipa með stöðu sakbornings Eru á meðal fjögurra manna sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintum samkeppnisbrotum Eimskips og Samskipa. 22. maí 2018 07:59