Gleðilegt sumar Davíð Þorláksson skrifar 23. maí 2018 07:00 Pimm‘s er drykkur sem er notaður í samnefndan vinsælan enskan sumarkokkteil sem mér og nokkrum vinum finnst ómissandi á þessum árstíma. Áfengisverslanir ríkisins selja hann ekki og því ákvað ég að kaupa nokkrar flöskur þar sem ég var staddur í London síðastliðinn sunnudag. Hver flaska kostaði 1.739 krónur. Ríkið leyfir mér bara að taka eina lítersflösku tollfrjálst til landsins, ef vínandi er meira en 21% af flöskunni, og því gaf ég mig fram við tollverði ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Þeir innheimtu skilagjald, áfengisgjald og virðisaukaskatt, alls 4.104 krónur á flösku. Allir sem framleiða, selja og flytja Pimm‘s, og öll efnin sem fara í framleiðslu þess og flöskunnar sem það er í, taka því til sín 30% af verðmæti vörunnar á meðan íslenska ríkið, sem leggur ekkert af mörkum, tekur 70%. Í þessu tilfelli, að minnsta kosti, þjónar gjaldið heldur engum forvarnartilgangi. Enginn áfengissjúklingur myndi standa í því að fara til Englands til að kaupa Pimm‘s, skera niður jarðarber, gúrkur og appelsínur og merja mintulauf og blanda svo öllu saman í límonaði til að svala fíkn sinni. Þessi kaup eru gott dæmi um það hvernig ríkið er alltumlykjandi í lífi okkar. Það vill ráða því hvar, hvenær og hvernig almennar neysluvörur við kaupum og það vill taka af þeim 70% skatt. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju það þarf að hafa meira vit fyrir okkur en öðrum þjóðum og taka af okkur hærri skatta. Þetta verður samt vel fyrirhafnarinnar virði ef sumarið skyldi koma einhvern tímann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Pimm‘s er drykkur sem er notaður í samnefndan vinsælan enskan sumarkokkteil sem mér og nokkrum vinum finnst ómissandi á þessum árstíma. Áfengisverslanir ríkisins selja hann ekki og því ákvað ég að kaupa nokkrar flöskur þar sem ég var staddur í London síðastliðinn sunnudag. Hver flaska kostaði 1.739 krónur. Ríkið leyfir mér bara að taka eina lítersflösku tollfrjálst til landsins, ef vínandi er meira en 21% af flöskunni, og því gaf ég mig fram við tollverði ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Þeir innheimtu skilagjald, áfengisgjald og virðisaukaskatt, alls 4.104 krónur á flösku. Allir sem framleiða, selja og flytja Pimm‘s, og öll efnin sem fara í framleiðslu þess og flöskunnar sem það er í, taka því til sín 30% af verðmæti vörunnar á meðan íslenska ríkið, sem leggur ekkert af mörkum, tekur 70%. Í þessu tilfelli, að minnsta kosti, þjónar gjaldið heldur engum forvarnartilgangi. Enginn áfengissjúklingur myndi standa í því að fara til Englands til að kaupa Pimm‘s, skera niður jarðarber, gúrkur og appelsínur og merja mintulauf og blanda svo öllu saman í límonaði til að svala fíkn sinni. Þessi kaup eru gott dæmi um það hvernig ríkið er alltumlykjandi í lífi okkar. Það vill ráða því hvar, hvenær og hvernig almennar neysluvörur við kaupum og það vill taka af þeim 70% skatt. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju það þarf að hafa meira vit fyrir okkur en öðrum þjóðum og taka af okkur hærri skatta. Þetta verður samt vel fyrirhafnarinnar virði ef sumarið skyldi koma einhvern tímann.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun