Ef Obama komst heim í kvöldmat – af hverju þá ekki þú? Herdís Pála Pálsdóttir skrifar 23. maí 2018 06:00 Ert þú enn á þeim stað að telja að starfsmaðurinn sem mætir fyrstur á morgnana og fer síðastur heim sé sá starfsmaður sem vinni mest og sé tryggastur vinnustaðnum? Ert þú enn á þeim stað að telja að álag í vinnu sé bara mælt í fjölda skráðra vinnustunda? Ert þú enn á þeim stað að telja að það að taka tíma á vinnustaðnum til að fjalla um streitu, svefn og andlega heilsu sé óþarfi og lýsi einhverri óþarfa linkind? Nýlega var haldin afmælisráðstefna Virk og þar var ég með erindi þar sem ég talaði til forstjóra framtíðarinnar. Því var bæði beint til þeirra sem eru forstjórar í dag og ætla sér að vera það áfram og þeirra sem eiga eftir að setjast í forstjórastóla. Fram er kominn fjöldi rannsókna og fjöldi útgefinna bóka virtra fræðimanna sem tala á nýjan hátt um vinnusambönd, starfsánægju og framleiðni. Í framtíðinni, sem kannski er bara þegar komin, gerir starfsfólk aðrar kröfur en áður fyrr. Kannski ekki síst þar sem margt í fortíðinni, og kannski nútíðinni, er ekki að skila þeim árangri sem við höldum eða vonumst eftir. Vinnuveitendur leita eftir aukinni framleiðni og bættum rekstrarniðurstöðum – starfsfólk leitar eftir auknum lífsgæðum. Það eru til leiðir til að láta þetta fara saman. Það er kominn tími á að stýra með nýjum hætti. Stjórnendur, og þá kannski ekki síst forstjórar, kunna að þurfa að endurmennta sig, endurskoða eldri hugmyndir sínar og hafa sjálfstraust til að sjá að aukinn sveigjanleiki í starfshlutfalli og vinnutíma, fjarvinna og samtöl um andlega heilsu og almenna vellíðan mun skila árangri. Vinnustaðir þar sem mannauðsstjórnun er sinnt með faglegum hætti, þar sem forstjóri og mannauðsstjóri vinna vel saman, að því að skapa heilbrigðan og eftirsóknarverðan vinnustað hlýtur að vera nokkuð sem alla fyrirtækjaeigendur dreymir um. Hvort sem er hjá hinu opinbera eða í einkageiranum. Enda fer samkeppni um hæft og gott starfsfólk bara vaxandi og mönnun og menning vinnustaða hefur mjög mikil áhrif á árangur og rekstrarniðurstöður á hverjum tíma.Höfundur er FKA-félagskona, fyrirlesari og áhugamanneskja um stjórnun og árangur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Ert þú enn á þeim stað að telja að starfsmaðurinn sem mætir fyrstur á morgnana og fer síðastur heim sé sá starfsmaður sem vinni mest og sé tryggastur vinnustaðnum? Ert þú enn á þeim stað að telja að álag í vinnu sé bara mælt í fjölda skráðra vinnustunda? Ert þú enn á þeim stað að telja að það að taka tíma á vinnustaðnum til að fjalla um streitu, svefn og andlega heilsu sé óþarfi og lýsi einhverri óþarfa linkind? Nýlega var haldin afmælisráðstefna Virk og þar var ég með erindi þar sem ég talaði til forstjóra framtíðarinnar. Því var bæði beint til þeirra sem eru forstjórar í dag og ætla sér að vera það áfram og þeirra sem eiga eftir að setjast í forstjórastóla. Fram er kominn fjöldi rannsókna og fjöldi útgefinna bóka virtra fræðimanna sem tala á nýjan hátt um vinnusambönd, starfsánægju og framleiðni. Í framtíðinni, sem kannski er bara þegar komin, gerir starfsfólk aðrar kröfur en áður fyrr. Kannski ekki síst þar sem margt í fortíðinni, og kannski nútíðinni, er ekki að skila þeim árangri sem við höldum eða vonumst eftir. Vinnuveitendur leita eftir aukinni framleiðni og bættum rekstrarniðurstöðum – starfsfólk leitar eftir auknum lífsgæðum. Það eru til leiðir til að láta þetta fara saman. Það er kominn tími á að stýra með nýjum hætti. Stjórnendur, og þá kannski ekki síst forstjórar, kunna að þurfa að endurmennta sig, endurskoða eldri hugmyndir sínar og hafa sjálfstraust til að sjá að aukinn sveigjanleiki í starfshlutfalli og vinnutíma, fjarvinna og samtöl um andlega heilsu og almenna vellíðan mun skila árangri. Vinnustaðir þar sem mannauðsstjórnun er sinnt með faglegum hætti, þar sem forstjóri og mannauðsstjóri vinna vel saman, að því að skapa heilbrigðan og eftirsóknarverðan vinnustað hlýtur að vera nokkuð sem alla fyrirtækjaeigendur dreymir um. Hvort sem er hjá hinu opinbera eða í einkageiranum. Enda fer samkeppni um hæft og gott starfsfólk bara vaxandi og mönnun og menning vinnustaða hefur mjög mikil áhrif á árangur og rekstrarniðurstöður á hverjum tíma.Höfundur er FKA-félagskona, fyrirlesari og áhugamanneskja um stjórnun og árangur
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun