Uppbygging miðbæjar í Garðabæ; blómlegur miðbær – sterkt mannlíf Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 22. maí 2018 14:37 Aðlaðandi miðbær með þjónustu og verslun er mikilvægur hluti af bæjarbrag. Garðabær er þétt fjölskyldusamfélag þar sem bæjarbúar heilsast, spyrja frétta og láta sér annt hver um annan. Þetta er bæjarmenning sem við viljum standa vörð um og verður sífellt dýrmætari í hraða samfélagsins. Öflugur miðbær styður við sterkt mannlíf. Áfram uppbygging á Garðatorgi Mikil uppbygging hefur verið á Garðatorgi sem er sífellt að verða öflugra með bílakjallara, glæsilegum verslunum, margs konar þjónustu og fyrsta flokks veitingastöðum. Sterkur miðbær eykur möguleikana fyrir íbúa, það er stutt að skreppa eftir gjafavöru, hitta vini í hádeginu eða koma á fund yfir góðum kaffibolla. Frágangi við byggingaframkvæmdir Garðatorgs 6 er að ljúka þar sem nú eru komnar verslanir og nýr veitingastaður. Frekari uppbygging og fegrun á torginu er brýnt verkefni sem er fyrirhugað á þessu ári og þeim næstu. Ákveðið hefur verið að setja fjármunir í að bæta aðstöðuna á torginu svo sem göngugötuna, innitorg og merkingar. Landsleikur sýndur á torginu Fyrirhugað er að sýna fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramóti karla í fótbolta á breiðtjaldi á Garðatorgi þann 16. júní þegar Ísland mætir Argentínu. Þannig er torgið vettvangur fyrir ýmsa atburði og bæjarhátíðir þar sem bæjarbúar hittast og eiga góðar stundir saman. Miðbær til framtíðar Mikilvægt er að horfa til framtíðar við mótun miðbæjar og ljóst er að ákveðnar breytingar eru fram undan um leið og öðrum framkvæmdum lýkur. Þar má nefna að Arion banki er á förum af torginu og æskilegt er að í það húsnæði komi líflegur rekstur sem dregur að sér mannlíf. Tiltekt og þrif hafa staðið yfir á vordögum í bílakjallara. Snyrting og málningarvinna á bílaplani og torgi er hluti af vorverkunum auk þess sem bekkjum verður fjölgað og gróður settur á torgið. Höldum áfram að byggja upp öflugan miðbæ í samvinnu við rekstraraðila á torginu, miðbæ sem eykur lífsgæði og samheldni íbúa og er bænum til sóma. Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Skoðun Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Aðlaðandi miðbær með þjónustu og verslun er mikilvægur hluti af bæjarbrag. Garðabær er þétt fjölskyldusamfélag þar sem bæjarbúar heilsast, spyrja frétta og láta sér annt hver um annan. Þetta er bæjarmenning sem við viljum standa vörð um og verður sífellt dýrmætari í hraða samfélagsins. Öflugur miðbær styður við sterkt mannlíf. Áfram uppbygging á Garðatorgi Mikil uppbygging hefur verið á Garðatorgi sem er sífellt að verða öflugra með bílakjallara, glæsilegum verslunum, margs konar þjónustu og fyrsta flokks veitingastöðum. Sterkur miðbær eykur möguleikana fyrir íbúa, það er stutt að skreppa eftir gjafavöru, hitta vini í hádeginu eða koma á fund yfir góðum kaffibolla. Frágangi við byggingaframkvæmdir Garðatorgs 6 er að ljúka þar sem nú eru komnar verslanir og nýr veitingastaður. Frekari uppbygging og fegrun á torginu er brýnt verkefni sem er fyrirhugað á þessu ári og þeim næstu. Ákveðið hefur verið að setja fjármunir í að bæta aðstöðuna á torginu svo sem göngugötuna, innitorg og merkingar. Landsleikur sýndur á torginu Fyrirhugað er að sýna fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramóti karla í fótbolta á breiðtjaldi á Garðatorgi þann 16. júní þegar Ísland mætir Argentínu. Þannig er torgið vettvangur fyrir ýmsa atburði og bæjarhátíðir þar sem bæjarbúar hittast og eiga góðar stundir saman. Miðbær til framtíðar Mikilvægt er að horfa til framtíðar við mótun miðbæjar og ljóst er að ákveðnar breytingar eru fram undan um leið og öðrum framkvæmdum lýkur. Þar má nefna að Arion banki er á förum af torginu og æskilegt er að í það húsnæði komi líflegur rekstur sem dregur að sér mannlíf. Tiltekt og þrif hafa staðið yfir á vordögum í bílakjallara. Snyrting og málningarvinna á bílaplani og torgi er hluti af vorverkunum auk þess sem bekkjum verður fjölgað og gróður settur á torgið. Höldum áfram að byggja upp öflugan miðbæ í samvinnu við rekstraraðila á torginu, miðbæ sem eykur lífsgæði og samheldni íbúa og er bænum til sóma. Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar