Kjúklingarækt Brasilíu í hættu Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2018 23:34 Brasilía er einn af heimsins stærstu útflytjendum kjúklings. Vísir/Getty Olíuvinnslur og borpallar í Brasilíu eru stopp vegna þriggja daga verkfalls starfsmanna. Verkfall þetta fylgir verkfalli bílstjóra flutningabíla sem hefur lamað stærsta efnahag Suður-Ameríku í rúmlega viku. Verkföllin gætu haft gríðarlegar afleiðingar fyrir kjúklingabú ríkisins. Verkfall vörubílstjóra í Brasilíu hefur dregið dilk á eftir sér og þá sérstaklega varðandi kjúklingarækt. Nú hafa starfsmenn olíuvinnsla einnig farið í verkfall og er farið að hitna undir forseta landsins Michel Temer. Óttast er að fleiri stéttir fari í verkfall á næstu misserum vegna óánægju fólks með ríkisstjórn og efnahag landsins. Verkfall vörubílstjóra hefur leitt til skorts og stöðvað verksmiðjur víða um landið. Verst hefur það þó komið niður á kjúklingaræktendum í Brasilíu. Þeir munu á morgun byrja að slátra um 24 milljónum fugla á dag þar sem ómögulegt hefur reynst að flytja fæði til kjúklingabýlanna vegna verkfalls vörubílstjóra. Nú þegar er búið að slátra um 64 milljónum fugla en áætlað er að þeir séu alls rúmlega milljarður í landinu. Verkfallið gæti leitt til allsherjar hruns iðnaðarins í Brasilíu og gæti það tekið rúmlega tvö ár að bæta ástandið. Brasilía er einn af stærstu útflytjendum kjúklings á heimsvísu og því er um gífurlega hagsmuni að ræða. Landbúnaðarráðherra Brasilíu sagði alla ræktunina byggja á um 1,2 milljónum hænsna. Drepist þær verði ómögulegt að ná iðnaðinum á réttan kjöl án dýrrar aðstoðar ríkisins. Ráðherrann sagði að það myndi koma verulega niður á fjárlögum ríkisins. Brasilía Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Olíuvinnslur og borpallar í Brasilíu eru stopp vegna þriggja daga verkfalls starfsmanna. Verkfall þetta fylgir verkfalli bílstjóra flutningabíla sem hefur lamað stærsta efnahag Suður-Ameríku í rúmlega viku. Verkföllin gætu haft gríðarlegar afleiðingar fyrir kjúklingabú ríkisins. Verkfall vörubílstjóra í Brasilíu hefur dregið dilk á eftir sér og þá sérstaklega varðandi kjúklingarækt. Nú hafa starfsmenn olíuvinnsla einnig farið í verkfall og er farið að hitna undir forseta landsins Michel Temer. Óttast er að fleiri stéttir fari í verkfall á næstu misserum vegna óánægju fólks með ríkisstjórn og efnahag landsins. Verkfall vörubílstjóra hefur leitt til skorts og stöðvað verksmiðjur víða um landið. Verst hefur það þó komið niður á kjúklingaræktendum í Brasilíu. Þeir munu á morgun byrja að slátra um 24 milljónum fugla á dag þar sem ómögulegt hefur reynst að flytja fæði til kjúklingabýlanna vegna verkfalls vörubílstjóra. Nú þegar er búið að slátra um 64 milljónum fugla en áætlað er að þeir séu alls rúmlega milljarður í landinu. Verkfallið gæti leitt til allsherjar hruns iðnaðarins í Brasilíu og gæti það tekið rúmlega tvö ár að bæta ástandið. Brasilía er einn af stærstu útflytjendum kjúklings á heimsvísu og því er um gífurlega hagsmuni að ræða. Landbúnaðarráðherra Brasilíu sagði alla ræktunina byggja á um 1,2 milljónum hænsna. Drepist þær verði ómögulegt að ná iðnaðinum á réttan kjöl án dýrrar aðstoðar ríkisins. Ráðherrann sagði að það myndi koma verulega niður á fjárlögum ríkisins.
Brasilía Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent