Áratugur breytinga: Er vinnan að drepa þig? Hallur Hallsson og Signý Lind Heimisdóttir og Vala Jónsdóttir skrifa 30. maí 2018 07:00 Umræðan um aukið vinnuálag hefur verið nokkuð áberandi að undanförnu og er vaxandi álag oft sett í samhengi við tæknibyltingu undanfarinna ára. Margir eru stöðugt „á vakt“ með vinnuna í snjallsímanum og mörkin milli vinnu- og einkalífs eru stöðugt óskýrari. Til að bregðast við þessum tæknibreytingum hafa Frakkar til að mynda sett bann við tölvupóstssendingum utan vinnutíma hjá fyrirtækjum með fleiri en 50 starfsmenn. Nýlega fór einnig fram umræða í Danmörku um að setja svipað bann í vinnulöggjöfina. Þessi umræða er ekki að ástæðulausu því vinnustreita hefur verið nefnd sem eitt af helstu heilsufarsvandamálum 21. aldarinnar.Signý Lind HeimisdóttirNiðurstöður rannsókna benda til að streita geti haft áhrif á þróun bæði andlegrar og líkamlegrar vanheilsu, t.d. kulnunar, sem getur valdið langvarandi fjarveru frá vinnumarkaði. Því er mikilvægt að vinnustaðir og stjórnendur séu meðvitaðir um vinnuálag og streituvaldandi þætti í starfsumhverfinu.Er vinnuálag að aukast? Gallup á Íslandi hefur gert vinnustaðagreiningar fyrir fyrirtæki og stofnanir í rúma tvo áratugi og býr yfir stórum gagnabanka um líðan starfsfólks, starfsumhverfi og stjórnun vinnustaða. Þó ekki sé hægt að álykta með fullri vissu um vinnumarkaðinn í heild út frá þessum gögnum eru þar vísbendingar um stöðuna meðal fólks á íslenskum vinnumarkaði. Einn af þeim þáttum sem Gallup metur er vinnuálag, en spurt er hvort það sé of mikið, hæfilegt eða of lítið. Þegar gögn þeirra 65.000 einstaklinga sem svara þessari spurningu í gagnabankanum eru skoðuð síðastliðinn áratug kemur í ljós að fólk upplifði marktækt meira vinnuálag árið 2017, þar sem 43% svöruðu að vinnuálag væri of mikið, samanborið við 32% árið 2008. Hlutfall þeirra sem sögðu of mikið hækkaði í 37% árið 2009.Vala JónsdóttirFleiri vísbendingar eru um vaxandi álag og afleiðingar þess. Samkvæmt könnunum sem Gallup gerði fyrir Eflingu stéttarfélag hefur hlutfall þeirra sem sögðust hafa verið frá vinnu vegna eigin veikinda á síðustu þremur mánuðum hækkað úr 26% árið 2010 í 50% árið 2017, en vinnutengt álag er ein orsök veikindafjarveru, þó fleiri þættir geti skýrt þessa aukningu. Kulnun (e. burnout) eða starfsþrot er alvarlegt ástand sem einkennist af andlegri og líkamlegri örmögnun, neikvæðu viðhorfi til vinnunnar og minnkaðri starfsgetu. Auknar kröfur í vinnuumhverfinu í bland við skort á björgum geta leitt til kulnunar. Reglulega eru lagðar spurningar fyrir Viðhorfahóp Gallup um nokkur einkenni kulnunar. Viðhorfahópurinn er valinn með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá og þess gætt að svarendur endurspegli íslensku þjóðina. Meðal annars er spurt um örmögnun (þreytu), áhugaleysi á að mæta til vinnu, áhyggjur af vandamálum í vinnunni og neikvæð áhrif vinnu á frítíma og einkalíf. Það vekur athygli að upplifun á örmögnun var meiri árið 2017 samanborið við árið 2009, en fólk upplifði í auknum mæli í lok vinnudags að vera of þreytt til að gera nokkurn skapaðan hlut. Einnig dró úr vinnulöngun, en fleiri sögðust ekki langa í vinnuna næsta dag árið 2017 en 2009. Ekki gefa þó niðurstöður allra spurninga vísbendingar um aukin kulnunareinkenni. Þegar niðurstöður spurninga um tilfinningalegt álag eru skoðaðar voru færri árið 2017 sem höfðu áhyggjur af því að í vinnunni kæmu upp vandamál sem ekki væru auðleyst samanborið við árið 2009. Einnig voru færri árið 2017 sem áttu erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna þannig að það hefði neikvæð áhrif á frítíma en árið 2009. Þetta er í takt við tölur úr gagnabanka Gallup þar sem jafnvægi milli vinnu og einkalífs er marktækt betra árið 2017 en það var árið 2009. Í ljósi þess að Ísland var í miðju efnahagshruni árið 2009 kemur ekki á óvart að fólk hafði meiri áhyggjur af vandamálum í vinnunni og hafi átt erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna þá en í efnahagsuppsveiflunni árið 2017, enda reru margir vinnustaðir lífróður á þessum tíma.Álag, tækni og stjórnun Í könnunum Gallup má sjá vísbendingar um vaxandi vinnuálag, fjölgun veikindadaga og sumpart vaxandi einkenni kulnunar. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að aukið áreiti vegna snjallsímavæðingar kunni að vera ein af orsökunum fyrir þessari þróun. Á móti kemur að í tækninýjungunum geta einnig falist tækifæri fyrir starfsfólk til að stýra vinnutíma sínum betur og ná bættu jafnvægi vinnu og einkalífs, eins og einnig virðist raunin. Þá gleymist oft að snjallsímavæðingin er ekki nema áratugar gömul og að snjallsímaeign óx úr 21% árið 2011 í 86% árið 2017. Á þessum stutta tíma hefur tæknin nú þegar breytt starfsumhverfi okkar, viðskiptaumhverfinu og okkar daglega lífi og eru enn meiri og hraðari breytingar fram undan. Þessa nýju tækni erum við enn að læra að nýta og umgangast. Því er mikilvægt að gleyma því ekki að við eigum að nýta tæknina, en tæknin á ekki að stýra okkur. Stjórnendur eru í lykilhlutverki þegar kemur að því að draga úr streitu starfsfólks og auka helgun á vinnustaðnum. Með því að styðja starfsfólk, gefa því tækifæri til að læra nýja hluti og veita því endurgjöf á frammistöðu, efla stjórnendur mikilvægar bjargir sem draga úr líkum á streitu af völdum langvarandi vinnuálags. Enn fremur skiptir miklu máli að stjórnendur skoði vel með hvaða hætti tæknin nýtist starfsfólki og hjálpar því að ná árangri, bæði heima og í vinnu, og með hvaða hætti tæknin veldur fólki álagi og streitu. Það er áskorun fyrir stjórnendur og vinnustaði að efla þá þætti sem styðja við starfsfólk, greina og meta álag og áreiti sem starfsfólk verður fyrir og sporna við streitu sem hefur slæmar afleiðingar í för með sér fyrir einstaklinga og vinnustaðinn ef ekkert er að gert. Með þeim hætti sköpum við eftirsóknarverðan vinnustað.Höfundar starfa hjá Gallup Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um aukið vinnuálag hefur verið nokkuð áberandi að undanförnu og er vaxandi álag oft sett í samhengi við tæknibyltingu undanfarinna ára. Margir eru stöðugt „á vakt“ með vinnuna í snjallsímanum og mörkin milli vinnu- og einkalífs eru stöðugt óskýrari. Til að bregðast við þessum tæknibreytingum hafa Frakkar til að mynda sett bann við tölvupóstssendingum utan vinnutíma hjá fyrirtækjum með fleiri en 50 starfsmenn. Nýlega fór einnig fram umræða í Danmörku um að setja svipað bann í vinnulöggjöfina. Þessi umræða er ekki að ástæðulausu því vinnustreita hefur verið nefnd sem eitt af helstu heilsufarsvandamálum 21. aldarinnar.Signý Lind HeimisdóttirNiðurstöður rannsókna benda til að streita geti haft áhrif á þróun bæði andlegrar og líkamlegrar vanheilsu, t.d. kulnunar, sem getur valdið langvarandi fjarveru frá vinnumarkaði. Því er mikilvægt að vinnustaðir og stjórnendur séu meðvitaðir um vinnuálag og streituvaldandi þætti í starfsumhverfinu.Er vinnuálag að aukast? Gallup á Íslandi hefur gert vinnustaðagreiningar fyrir fyrirtæki og stofnanir í rúma tvo áratugi og býr yfir stórum gagnabanka um líðan starfsfólks, starfsumhverfi og stjórnun vinnustaða. Þó ekki sé hægt að álykta með fullri vissu um vinnumarkaðinn í heild út frá þessum gögnum eru þar vísbendingar um stöðuna meðal fólks á íslenskum vinnumarkaði. Einn af þeim þáttum sem Gallup metur er vinnuálag, en spurt er hvort það sé of mikið, hæfilegt eða of lítið. Þegar gögn þeirra 65.000 einstaklinga sem svara þessari spurningu í gagnabankanum eru skoðuð síðastliðinn áratug kemur í ljós að fólk upplifði marktækt meira vinnuálag árið 2017, þar sem 43% svöruðu að vinnuálag væri of mikið, samanborið við 32% árið 2008. Hlutfall þeirra sem sögðu of mikið hækkaði í 37% árið 2009.Vala JónsdóttirFleiri vísbendingar eru um vaxandi álag og afleiðingar þess. Samkvæmt könnunum sem Gallup gerði fyrir Eflingu stéttarfélag hefur hlutfall þeirra sem sögðust hafa verið frá vinnu vegna eigin veikinda á síðustu þremur mánuðum hækkað úr 26% árið 2010 í 50% árið 2017, en vinnutengt álag er ein orsök veikindafjarveru, þó fleiri þættir geti skýrt þessa aukningu. Kulnun (e. burnout) eða starfsþrot er alvarlegt ástand sem einkennist af andlegri og líkamlegri örmögnun, neikvæðu viðhorfi til vinnunnar og minnkaðri starfsgetu. Auknar kröfur í vinnuumhverfinu í bland við skort á björgum geta leitt til kulnunar. Reglulega eru lagðar spurningar fyrir Viðhorfahóp Gallup um nokkur einkenni kulnunar. Viðhorfahópurinn er valinn með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá og þess gætt að svarendur endurspegli íslensku þjóðina. Meðal annars er spurt um örmögnun (þreytu), áhugaleysi á að mæta til vinnu, áhyggjur af vandamálum í vinnunni og neikvæð áhrif vinnu á frítíma og einkalíf. Það vekur athygli að upplifun á örmögnun var meiri árið 2017 samanborið við árið 2009, en fólk upplifði í auknum mæli í lok vinnudags að vera of þreytt til að gera nokkurn skapaðan hlut. Einnig dró úr vinnulöngun, en fleiri sögðust ekki langa í vinnuna næsta dag árið 2017 en 2009. Ekki gefa þó niðurstöður allra spurninga vísbendingar um aukin kulnunareinkenni. Þegar niðurstöður spurninga um tilfinningalegt álag eru skoðaðar voru færri árið 2017 sem höfðu áhyggjur af því að í vinnunni kæmu upp vandamál sem ekki væru auðleyst samanborið við árið 2009. Einnig voru færri árið 2017 sem áttu erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna þannig að það hefði neikvæð áhrif á frítíma en árið 2009. Þetta er í takt við tölur úr gagnabanka Gallup þar sem jafnvægi milli vinnu og einkalífs er marktækt betra árið 2017 en það var árið 2009. Í ljósi þess að Ísland var í miðju efnahagshruni árið 2009 kemur ekki á óvart að fólk hafði meiri áhyggjur af vandamálum í vinnunni og hafi átt erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna þá en í efnahagsuppsveiflunni árið 2017, enda reru margir vinnustaðir lífróður á þessum tíma.Álag, tækni og stjórnun Í könnunum Gallup má sjá vísbendingar um vaxandi vinnuálag, fjölgun veikindadaga og sumpart vaxandi einkenni kulnunar. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að aukið áreiti vegna snjallsímavæðingar kunni að vera ein af orsökunum fyrir þessari þróun. Á móti kemur að í tækninýjungunum geta einnig falist tækifæri fyrir starfsfólk til að stýra vinnutíma sínum betur og ná bættu jafnvægi vinnu og einkalífs, eins og einnig virðist raunin. Þá gleymist oft að snjallsímavæðingin er ekki nema áratugar gömul og að snjallsímaeign óx úr 21% árið 2011 í 86% árið 2017. Á þessum stutta tíma hefur tæknin nú þegar breytt starfsumhverfi okkar, viðskiptaumhverfinu og okkar daglega lífi og eru enn meiri og hraðari breytingar fram undan. Þessa nýju tækni erum við enn að læra að nýta og umgangast. Því er mikilvægt að gleyma því ekki að við eigum að nýta tæknina, en tæknin á ekki að stýra okkur. Stjórnendur eru í lykilhlutverki þegar kemur að því að draga úr streitu starfsfólks og auka helgun á vinnustaðnum. Með því að styðja starfsfólk, gefa því tækifæri til að læra nýja hluti og veita því endurgjöf á frammistöðu, efla stjórnendur mikilvægar bjargir sem draga úr líkum á streitu af völdum langvarandi vinnuálags. Enn fremur skiptir miklu máli að stjórnendur skoði vel með hvaða hætti tæknin nýtist starfsfólki og hjálpar því að ná árangri, bæði heima og í vinnu, og með hvaða hætti tæknin veldur fólki álagi og streitu. Það er áskorun fyrir stjórnendur og vinnustaði að efla þá þætti sem styðja við starfsfólk, greina og meta álag og áreiti sem starfsfólk verður fyrir og sporna við streitu sem hefur slæmar afleiðingar í för með sér fyrir einstaklinga og vinnustaðinn ef ekkert er að gert. Með þeim hætti sköpum við eftirsóknarverðan vinnustað.Höfundar starfa hjá Gallup
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun