Brynjar Þór: Verður skrítið að spila fyrir fólk sem hefur fundist ég vera óþolandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. júní 2018 13:27 Brynjar Þór við undirskriftina í dag. tindastóll „Tilfinningin að fara í annan búning en KR-búninginn er svolítið skrítin. Ég get alveg viðurkennt það,“ segir Brynjar Þór Björnsson sem skrifaði undir samning við Tindastól í dag. Mikil blóðtaka fyrir Íslandsmeistara KR en að sama skapi gríðarlegur hvalreki fyrir Stólana. „Það er furðulegt að hugsa til þess að ég verði ekki í svarthvítu næsta vetur. Á sama tíma er þetta mikið ævintýri fyrir mig og fjölskylduna að fara norður og upplifa nýja hluti,“ segir Brynjar en eiginkona hans var að fá vinnu sem læknir í Skagafirðinum og því ákvað fjölskyldan að flytja norður. „Það er svona rúm vika síðan við ákváðum að kýla á þetta. Skoðuðum allt fyrir norðan um síðustu helgi. Þetta er næsta skref á ferlinum hjá frúnni og okkur líst vel á þetta. Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Ég sagði við KR-ingana að það kæmi ekki til greina að fara í annað lið á höfuðborgarsvæðinu eða næsta nágrenni. Það væri bara KR eða Tindastóll í stöðunni. Okkur hlakkar til að flytja út á land og prófa hvernig er að búa út á landi.“Brynjar í leik gegn Stólunum.vísir/báraBrynjar Þór hefur oft reynst Stólunum óþægur ljár í þúfu og í úrslitunum síðast kláraði hann lykilleik á Króknum með ótrúlegri körfu. Karfa sem fór langt með að landa titlinum. Hann hefur oft fengið að heyra það frá fólkinu í Skagafirðinum en nú fer það að hvetja hann til dáða. „Það verður sérstök tilfinning. Ég hugsaði að það væri svolítið skrítið að spila fyrir fólk sem hefur látið mann heyra það í mörg ár og finnst ég vera óþolandi. Ég er búinn að ræða við fólk á Króknum og það hefur ekki neinar áhyggjur af öðru en að það snúist á sveif með mér þegar ég er í þeirra liði. Ef árangur næst líka og tala ekki um ef við vinnum þennan stóra þá er þetta fljótt að gleymast. Vonandi fer maður í sögubækurnar sem ljúfmenni þarna fyrir norðan,“ segir Brynjar léttur en hann á ekki von á neinu öðru en góðum móttökum er hann mætir aftur í DHL-höllina. „Ég býst við frábærum móttökum. Ég á ekki von á öðru en að það verði klappað fyrir mér. Ég get lítið meira gert sem leikmaður fyrir KR. Búinn að vinna alla titla og er einnig leikja- og stigahæsti leikmaður félagsins. Ég hef náð öllum markmiðum mínum með KR.“ Brynjar er þegar farinn að leiða hugann að þeirri sérstöku stund er hann kemur í KR-heimilið sem andstæðingur KR. „Það verður mjög skrítið. Ég er búinn að vera þarna síðan ég var fimm ára og öll mín fjölskylda er KR-ingar. Hjartað verður alltaf svarthvítt þó maður skipti um lið.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór orðinn leikmaður Tindastóls Fyrirliði Íslandsmeistara KR, Brynjar Þór Björnsson, mun ekki hjálpa KR að verja titilinn næsta vetur því hann hefur samið við helsta keppinaut KR, Tindastól. 8. júní 2018 12:56 Brynjar skilur eftir sig magnaða tölfræði og mörg met sem leikmaður KR Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson hefur yfirgefið KR og samið við Tindastól í Domino´s deild karla eins og fram kom á Vísi fyrr í dag. 8. júní 2018 13:25 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Sjá meira
„Tilfinningin að fara í annan búning en KR-búninginn er svolítið skrítin. Ég get alveg viðurkennt það,“ segir Brynjar Þór Björnsson sem skrifaði undir samning við Tindastól í dag. Mikil blóðtaka fyrir Íslandsmeistara KR en að sama skapi gríðarlegur hvalreki fyrir Stólana. „Það er furðulegt að hugsa til þess að ég verði ekki í svarthvítu næsta vetur. Á sama tíma er þetta mikið ævintýri fyrir mig og fjölskylduna að fara norður og upplifa nýja hluti,“ segir Brynjar en eiginkona hans var að fá vinnu sem læknir í Skagafirðinum og því ákvað fjölskyldan að flytja norður. „Það er svona rúm vika síðan við ákváðum að kýla á þetta. Skoðuðum allt fyrir norðan um síðustu helgi. Þetta er næsta skref á ferlinum hjá frúnni og okkur líst vel á þetta. Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Ég sagði við KR-ingana að það kæmi ekki til greina að fara í annað lið á höfuðborgarsvæðinu eða næsta nágrenni. Það væri bara KR eða Tindastóll í stöðunni. Okkur hlakkar til að flytja út á land og prófa hvernig er að búa út á landi.“Brynjar í leik gegn Stólunum.vísir/báraBrynjar Þór hefur oft reynst Stólunum óþægur ljár í þúfu og í úrslitunum síðast kláraði hann lykilleik á Króknum með ótrúlegri körfu. Karfa sem fór langt með að landa titlinum. Hann hefur oft fengið að heyra það frá fólkinu í Skagafirðinum en nú fer það að hvetja hann til dáða. „Það verður sérstök tilfinning. Ég hugsaði að það væri svolítið skrítið að spila fyrir fólk sem hefur látið mann heyra það í mörg ár og finnst ég vera óþolandi. Ég er búinn að ræða við fólk á Króknum og það hefur ekki neinar áhyggjur af öðru en að það snúist á sveif með mér þegar ég er í þeirra liði. Ef árangur næst líka og tala ekki um ef við vinnum þennan stóra þá er þetta fljótt að gleymast. Vonandi fer maður í sögubækurnar sem ljúfmenni þarna fyrir norðan,“ segir Brynjar léttur en hann á ekki von á neinu öðru en góðum móttökum er hann mætir aftur í DHL-höllina. „Ég býst við frábærum móttökum. Ég á ekki von á öðru en að það verði klappað fyrir mér. Ég get lítið meira gert sem leikmaður fyrir KR. Búinn að vinna alla titla og er einnig leikja- og stigahæsti leikmaður félagsins. Ég hef náð öllum markmiðum mínum með KR.“ Brynjar er þegar farinn að leiða hugann að þeirri sérstöku stund er hann kemur í KR-heimilið sem andstæðingur KR. „Það verður mjög skrítið. Ég er búinn að vera þarna síðan ég var fimm ára og öll mín fjölskylda er KR-ingar. Hjartað verður alltaf svarthvítt þó maður skipti um lið.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór orðinn leikmaður Tindastóls Fyrirliði Íslandsmeistara KR, Brynjar Þór Björnsson, mun ekki hjálpa KR að verja titilinn næsta vetur því hann hefur samið við helsta keppinaut KR, Tindastól. 8. júní 2018 12:56 Brynjar skilur eftir sig magnaða tölfræði og mörg met sem leikmaður KR Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson hefur yfirgefið KR og samið við Tindastól í Domino´s deild karla eins og fram kom á Vísi fyrr í dag. 8. júní 2018 13:25 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Sjá meira
Brynjar Þór orðinn leikmaður Tindastóls Fyrirliði Íslandsmeistara KR, Brynjar Þór Björnsson, mun ekki hjálpa KR að verja titilinn næsta vetur því hann hefur samið við helsta keppinaut KR, Tindastól. 8. júní 2018 12:56
Brynjar skilur eftir sig magnaða tölfræði og mörg met sem leikmaður KR Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson hefur yfirgefið KR og samið við Tindastól í Domino´s deild karla eins og fram kom á Vísi fyrr í dag. 8. júní 2018 13:25
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti