Umræðan María Bjarnadóttir skrifar 8. júní 2018 07:00 Reglulega er kallað eftir umræðu. Einhvern veginn vill það sérstaklega verða þegar um er að ræða margslungin mál sem krefjast einhvers annars en umræðu. Kannski þurfa þau frekar rannsóknir, úttektir, skýringar, eða bara tíma. Stundum þarf sannarlega umræðu, en annars konar umræðu. Til dæmis þarf stundum vitræna umræðu, en það er bara í boði umræða á skökkum forsendum eða villandi umræða. Stundum er umræðan þannig að fólk sem á erindi í hana nennir ekki að taka þátt því það hefur ekki áhuga á að grafast undir í samfélagsmiðlaumræðu; sem margir telja þó vettvang hinnar lýðræðislegu umræðu. Það fjölgar í hópi þeirra sem hafa áhyggjur af áhrifum tækja og samfélagsmiðla á stöðu lýðræðisins í vestrænum ríkjum. Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var brautryðjandi í notkun samfélagsmiðla í kosningabaráttu, er þeirra á meðal og hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að fólk taki líka umræðu án aðkomu tækninnar. Svolítið retró kannski, en hann er meðal þeirra sem telja að umræða um erfið eða flókin mál krefjist þess að fólk sjái hvert annað til þess að skilja merkingu orða og samskipta; geti greint kaldhæðni og áttað sig á tvíræðni áður en það bregst við. Það sé erfitt þegar stafabilin eru takmörkuð. Það tekur tíma að móta sér afstöðu. Fólk þarf að hafa svigrúm til þess að máta við sig skoðanir og stefnur án þess að vera brennimerkt þeim um aldur og ævi. Við stökkvum ekki öll fullskapað stjórnmálafólk út úr hausnum á foreldrum okkar með djúpa sannfæringu og heildarsýn á öll heimsins málefni í farteskinu. Það þarf að vera hægt að skipta um skoðun. Í stafrænum samskiptaheimi verður þetta æ erfiðara. Það þarf jú að taka umræðuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Reglulega er kallað eftir umræðu. Einhvern veginn vill það sérstaklega verða þegar um er að ræða margslungin mál sem krefjast einhvers annars en umræðu. Kannski þurfa þau frekar rannsóknir, úttektir, skýringar, eða bara tíma. Stundum þarf sannarlega umræðu, en annars konar umræðu. Til dæmis þarf stundum vitræna umræðu, en það er bara í boði umræða á skökkum forsendum eða villandi umræða. Stundum er umræðan þannig að fólk sem á erindi í hana nennir ekki að taka þátt því það hefur ekki áhuga á að grafast undir í samfélagsmiðlaumræðu; sem margir telja þó vettvang hinnar lýðræðislegu umræðu. Það fjölgar í hópi þeirra sem hafa áhyggjur af áhrifum tækja og samfélagsmiðla á stöðu lýðræðisins í vestrænum ríkjum. Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var brautryðjandi í notkun samfélagsmiðla í kosningabaráttu, er þeirra á meðal og hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að fólk taki líka umræðu án aðkomu tækninnar. Svolítið retró kannski, en hann er meðal þeirra sem telja að umræða um erfið eða flókin mál krefjist þess að fólk sjái hvert annað til þess að skilja merkingu orða og samskipta; geti greint kaldhæðni og áttað sig á tvíræðni áður en það bregst við. Það sé erfitt þegar stafabilin eru takmörkuð. Það tekur tíma að móta sér afstöðu. Fólk þarf að hafa svigrúm til þess að máta við sig skoðanir og stefnur án þess að vera brennimerkt þeim um aldur og ævi. Við stökkvum ekki öll fullskapað stjórnmálafólk út úr hausnum á foreldrum okkar með djúpa sannfæringu og heildarsýn á öll heimsins málefni í farteskinu. Það þarf að vera hægt að skipta um skoðun. Í stafrænum samskiptaheimi verður þetta æ erfiðara. Það þarf jú að taka umræðuna.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar