Þrautagangan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 7. júní 2018 10:00 Þegar stjórnmálaflokkar með ólíkar áherslur fara í ríkisstjórnarsamstarf þurfa þeir vitanleg að ná málamiðlun í ýmsum málum. Í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur málamiðlun milli flokkanna nær eingöngu falist í því að Vinstri græn gefa eftir. Við þetta bætist að Framsóknarflokkurinn fylgir Sjálfstæðisflokknum sjálfkrafa, sennilega af gömlum vana, allavega er eins og menn þar á bæ kunni ekki annað. Fyrir vikið gleymist jafnvel að Framsóknarflokkurinn er hluti af þessari ríkisstjórn. Hann er svo passífur að það er eins og hann sé ekki á svæðinu. Á sama tíma sést á Vinstri grænum að þau eru farin að þjást verulega í ríkisstjórnarsamstarfinu. Útspilið um lækkun veiðigjalda, sem hyglar stórum fyrirtækjum í sjávarútvegi, gat ekki annað en valdið ógleði innan raða Vinstri grænna. Það hlýtur að hafa aukið mjög á þessa vanlíðan að einn þingmanna flokksins er formaður atvinnuveganefndar en meirihluti hennar lagði frumvarpið fram. Vinstri græn reyndu að réttlæta stuðning sinn við frumvarpið með hjali um umhyggju sína fyrir minni fyrirtækjum í sjávarútvegi. Þá umhyggju hefði þurft að sýna í annars konar aðgerðum en þeim að leggja fram og styðja frumvarp þar sem tíu stærstu útgerðirnar áttu að fá um helming lækkunarinnar. Samfylkingin og Viðreisn virðast vera sérlega næm á þjáningar Vinstri grænna og þótt þessir tveir flokkar séu á ýmsan hátt velviljaðir þeim sem eiga bágt vilja þeir fremur auka vanlíðan Vinstri grænna en draga úr henni. Allavega hömuðust þessir flokkar á Vinstri grænum í eldhúsdagsumræðum á Alþingi fyrr í vikunni, enda ekki vanþörf á að veita tiltal flokki sem hefur frá stjórnarmyndun tölt á eftir Sjálfstæðisflokknum, vansæll og niðurlútur. Það er hörmungarsjón. Vinstri græn er flokkur sem allt frá stofnun hefur hamrað á mikilvægi þess að jafna kjörin, rétta hag þeirra sem minnst eiga og skapa þannig réttlátara samfélag. Það er sannarlega komin upp óvænt staða þegar flokkurinn leggst á árar með Sjálfstæðisflokknum í því að greiða götu útgerðarauðvaldsins. Ólíklegt er að þjóðin sé sammála því að sá samfélagshópur þurfi á alveg sérstökum stuðningi að halda. Forsvarsmenn stórútgerðarinnar hafa verið iðnir við það síðustu ár að greiða sér ríflegan arð. Þeir sem slíkt gera líða ekki skort, samt þagnar grátkór útgerðarinnar svo að segja aldrei, heldur barmar sér stöðugt. Ætíð getur hann svo leitað huggunar og skjóls í náðarfaðmi Sjálfstæðisflokksins og mætt þar djúpum og innilegum skilningi og ekta blíðu. Hin harða gagnrýni sem Vinstri græn hafa orðið að þola vegna þjónkunar sinnar við útgerðarauðvaldið og Sjálfstæðisflokkinn hefur orðið til þess að nú er flokkurinn að hrökklast frá málinu og er með því að reyna að bjarga heiðri sínum. Kjósendur bíða svo spenntir eftir því hvernig flokkurinn muni bregðast við þegar sjávarútvegsráðherra leggur í fyllingu tímans fram nýtt frumvarp um veiðigjöld þar sem stórútgerðinni verður vafalítið hyglað. Flest bendir til að þrautaganga Vinstri grænna í þessu ríkisstjórnarsamstarfi sé hafin. Rík ástæða er til að ætla að hún muni enda með ósköpum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Þegar stjórnmálaflokkar með ólíkar áherslur fara í ríkisstjórnarsamstarf þurfa þeir vitanleg að ná málamiðlun í ýmsum málum. Í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur málamiðlun milli flokkanna nær eingöngu falist í því að Vinstri græn gefa eftir. Við þetta bætist að Framsóknarflokkurinn fylgir Sjálfstæðisflokknum sjálfkrafa, sennilega af gömlum vana, allavega er eins og menn þar á bæ kunni ekki annað. Fyrir vikið gleymist jafnvel að Framsóknarflokkurinn er hluti af þessari ríkisstjórn. Hann er svo passífur að það er eins og hann sé ekki á svæðinu. Á sama tíma sést á Vinstri grænum að þau eru farin að þjást verulega í ríkisstjórnarsamstarfinu. Útspilið um lækkun veiðigjalda, sem hyglar stórum fyrirtækjum í sjávarútvegi, gat ekki annað en valdið ógleði innan raða Vinstri grænna. Það hlýtur að hafa aukið mjög á þessa vanlíðan að einn þingmanna flokksins er formaður atvinnuveganefndar en meirihluti hennar lagði frumvarpið fram. Vinstri græn reyndu að réttlæta stuðning sinn við frumvarpið með hjali um umhyggju sína fyrir minni fyrirtækjum í sjávarútvegi. Þá umhyggju hefði þurft að sýna í annars konar aðgerðum en þeim að leggja fram og styðja frumvarp þar sem tíu stærstu útgerðirnar áttu að fá um helming lækkunarinnar. Samfylkingin og Viðreisn virðast vera sérlega næm á þjáningar Vinstri grænna og þótt þessir tveir flokkar séu á ýmsan hátt velviljaðir þeim sem eiga bágt vilja þeir fremur auka vanlíðan Vinstri grænna en draga úr henni. Allavega hömuðust þessir flokkar á Vinstri grænum í eldhúsdagsumræðum á Alþingi fyrr í vikunni, enda ekki vanþörf á að veita tiltal flokki sem hefur frá stjórnarmyndun tölt á eftir Sjálfstæðisflokknum, vansæll og niðurlútur. Það er hörmungarsjón. Vinstri græn er flokkur sem allt frá stofnun hefur hamrað á mikilvægi þess að jafna kjörin, rétta hag þeirra sem minnst eiga og skapa þannig réttlátara samfélag. Það er sannarlega komin upp óvænt staða þegar flokkurinn leggst á árar með Sjálfstæðisflokknum í því að greiða götu útgerðarauðvaldsins. Ólíklegt er að þjóðin sé sammála því að sá samfélagshópur þurfi á alveg sérstökum stuðningi að halda. Forsvarsmenn stórútgerðarinnar hafa verið iðnir við það síðustu ár að greiða sér ríflegan arð. Þeir sem slíkt gera líða ekki skort, samt þagnar grátkór útgerðarinnar svo að segja aldrei, heldur barmar sér stöðugt. Ætíð getur hann svo leitað huggunar og skjóls í náðarfaðmi Sjálfstæðisflokksins og mætt þar djúpum og innilegum skilningi og ekta blíðu. Hin harða gagnrýni sem Vinstri græn hafa orðið að þola vegna þjónkunar sinnar við útgerðarauðvaldið og Sjálfstæðisflokkinn hefur orðið til þess að nú er flokkurinn að hrökklast frá málinu og er með því að reyna að bjarga heiðri sínum. Kjósendur bíða svo spenntir eftir því hvernig flokkurinn muni bregðast við þegar sjávarútvegsráðherra leggur í fyllingu tímans fram nýtt frumvarp um veiðigjöld þar sem stórútgerðinni verður vafalítið hyglað. Flest bendir til að þrautaganga Vinstri grænna í þessu ríkisstjórnarsamstarfi sé hafin. Rík ástæða er til að ætla að hún muni enda með ósköpum.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun