Finnur Freyr: Ég var hættur að njóta körfuboltans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. júní 2018 09:12 Finnur Freyr á hliðarlínunni í sínum síðasta leik sem þjálfari KR. vísir/bára „Mér fannst vera kominn tími á mig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson sem í gær ákvað að stíga frá borði sem þjálfari KR eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. „Þetta er búinn að vera langur tími í KR. Ég fann í vetur að það var komin ákveðin þreyta og orkan var minni en mér finnst hún eigi að vera. Ég var ekki sú útgáfa af sjálfum mér sem mig langaði helst að vera.“Neistinn orðinn lítill Finnur Freyr segist hafa fundið fyrir því í úrslitakeppninni að hann hafi verið orðinn þreyttur. „Ég fann að neistinn sem hefur verið í manni var orðinn ansi lítill. Þegar staðan er orðin svoleiðis þá er ekki mikið eftir,“ segir Finnur en hann vildi þó ekki taka neina ákvörðun í flýti.„Ég gaf mér maí til þess að hugsa málið. Það var ekki mikil löngun til þess að hugsa eða horfa á körfubolta í síðasta mánuði. Ég vildi skoða þetta vel með fjölskyldu og vinum. Því lengri tími sem leið varð ég sannfærðari um að þetta væri það rétta í stöðunni fyrir mig.“Stoltur og þakklátur Finnur Freyr hefur einnig verið aðstoðarþjálfari A-landsliðsins og U20 ára landsliðsins þannig að það hefur verið mikið að gera.Finnur með strákunum sínum eftir fimmta titilinn í lok apríl.vísir/bára„Þetta er búinn að vera frábær tími og gengið einstaklega vel. Ég lít stoltur og þakklátur á þennan tíma. Þetta tók líka mikið frá manni og sérstaklega í vetur þegar gekk mikið á. Það var allt erfitt í vetur. Ég var ekki lengur að njóta körfuboltans sem er ekki gott fyrir körfuboltafíkil eins og mig. Þetta er stór og erfið ákvörðun enda hef ég verið að þjálfa hjá KR í tæp 20 ár.“Draumurinn að fara út Framhaldið er óljóst hjá Finni Frey sem er líka hættur að þjálfa hjá KKÍ. „Ég veit ekkert hvað tekur við. Það hafa verið einhverjar þreifingar í gangi erlendis en ekkert til að tala um á þessu stigi. Það er eitthvað sem ég skoða. Ef það kemur eitthvað spennandi upp þá kannski kýlir maður á það. Ef ekki þá er það bara þannig og þá prófa ég bara eitthvað nýtt,“ segir Finnur Freyr en eru líkur á því að við sjáum hann þjálfa annað lið í Dominos-deildinni næsta vetur? „Ég held að það sé mjög hæpið næsta haust en maður veit aldrei þegar líður á veturinn. Óskastaðan er að detta inn á eitthvað skemmtilegt erlendis. Maður á samt aldrei að segja aldrei.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr hættur hjá KR Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 08:37 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
„Mér fannst vera kominn tími á mig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson sem í gær ákvað að stíga frá borði sem þjálfari KR eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. „Þetta er búinn að vera langur tími í KR. Ég fann í vetur að það var komin ákveðin þreyta og orkan var minni en mér finnst hún eigi að vera. Ég var ekki sú útgáfa af sjálfum mér sem mig langaði helst að vera.“Neistinn orðinn lítill Finnur Freyr segist hafa fundið fyrir því í úrslitakeppninni að hann hafi verið orðinn þreyttur. „Ég fann að neistinn sem hefur verið í manni var orðinn ansi lítill. Þegar staðan er orðin svoleiðis þá er ekki mikið eftir,“ segir Finnur en hann vildi þó ekki taka neina ákvörðun í flýti.„Ég gaf mér maí til þess að hugsa málið. Það var ekki mikil löngun til þess að hugsa eða horfa á körfubolta í síðasta mánuði. Ég vildi skoða þetta vel með fjölskyldu og vinum. Því lengri tími sem leið varð ég sannfærðari um að þetta væri það rétta í stöðunni fyrir mig.“Stoltur og þakklátur Finnur Freyr hefur einnig verið aðstoðarþjálfari A-landsliðsins og U20 ára landsliðsins þannig að það hefur verið mikið að gera.Finnur með strákunum sínum eftir fimmta titilinn í lok apríl.vísir/bára„Þetta er búinn að vera frábær tími og gengið einstaklega vel. Ég lít stoltur og þakklátur á þennan tíma. Þetta tók líka mikið frá manni og sérstaklega í vetur þegar gekk mikið á. Það var allt erfitt í vetur. Ég var ekki lengur að njóta körfuboltans sem er ekki gott fyrir körfuboltafíkil eins og mig. Þetta er stór og erfið ákvörðun enda hef ég verið að þjálfa hjá KR í tæp 20 ár.“Draumurinn að fara út Framhaldið er óljóst hjá Finni Frey sem er líka hættur að þjálfa hjá KKÍ. „Ég veit ekkert hvað tekur við. Það hafa verið einhverjar þreifingar í gangi erlendis en ekkert til að tala um á þessu stigi. Það er eitthvað sem ég skoða. Ef það kemur eitthvað spennandi upp þá kannski kýlir maður á það. Ef ekki þá er það bara þannig og þá prófa ég bara eitthvað nýtt,“ segir Finnur Freyr en eru líkur á því að við sjáum hann þjálfa annað lið í Dominos-deildinni næsta vetur? „Ég held að það sé mjög hæpið næsta haust en maður veit aldrei þegar líður á veturinn. Óskastaðan er að detta inn á eitthvað skemmtilegt erlendis. Maður á samt aldrei að segja aldrei.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr hættur hjá KR Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 08:37 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Finnur Freyr hættur hjá KR Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 08:37