Bjartsýn á að þeim takist að mynda meirihluta Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. júní 2018 21:30 Meirihlutaviðræðum Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lauk klukkan fjögur í dag en verður haldið áfram á morgun. Oddvitarnir fjórir eru allir sammála um að vera komnir með málefnasamning vel fyrir fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar, sem verður eftir fimmtán daga. Flokkarnir fjórir sem eiga í meirihlutaviðræðum í Reykjavík mættu til síns þriðja fundar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti klukkan níu í morgun en oddvitarnir eru allir bjartsýnir um að meirihlutamyndun takist. „Það gengur vel að fara yfir málin. Við förum yfir málaflokkanna hvern á fætur öðrum en höfum svo sem ekki verið að gefa upp hvern dag hvað við förum yfir hverju sinni,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Eitthvað virðist þó leka úr fundarherberginu því fjölmiðlar greindu frá því í dag að velferðarmálin hafi verið til umræðu fyrir hádegi og eftir hádegi ræddu fulltrúarnir þjónustu- og lýðræðismál og þá er ætlunin að gefa sér góðan tíma í að leggjast yfir menntamálin. „Þetta hefur sinn gang. Við erum að ræða um allt sem að við erum sammála,“ sagði Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, en hún segir þau ekki vera komin í ágreiningsmálin enn sem komið er. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sagði ekkert mikið bera í milli flokkanna fjögurra. „Það hefur nú bara ekkert stórkostlegt komið upp á og svo mundi ég heldur ekkert segja þér það,“ sagði Þórdís, og brosti á eftir. Miðað við skilaboðin á hurð fundarherbergisins er ljóst að fulltrúarnir flokkanna vilja algjöran frið í viðræðunum, en á þeim stendur í hástöfum: “Ekki koma inn!”. „Við erum svona að fara yfir þetta og sjá hvar við erum samstíga og um hvað við getum sameinast, þannig að við byrjum kannski frá þeim enda. Við tökum svo kannski það sem ber á milli lok dags eða áður en við göngum endanlega frá samningnum,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að þessi meirihluti verði að veruleika segir Þórdís Lóa: „Ég hef fulla trú á því já, en auðvitað eru þetta samningaviðræður, en þegar við fórum af stað, þegar við vorum búin að kortleggja þetta landslag og allir oddvitar búnir að tala hvorn við annan, úr báðum vængjum, að þá vorum við alveg viss um það að þegar við værum af stað, þá færum við í þeirri trú að við myndum klára þetta. En samningaviðræður eru samningaviðræður og það er ekkert klárt fyrr en það er klárt. Það er bara þannig.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Meirihlutaviðræðum Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lauk klukkan fjögur í dag en verður haldið áfram á morgun. Oddvitarnir fjórir eru allir sammála um að vera komnir með málefnasamning vel fyrir fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar, sem verður eftir fimmtán daga. Flokkarnir fjórir sem eiga í meirihlutaviðræðum í Reykjavík mættu til síns þriðja fundar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti klukkan níu í morgun en oddvitarnir eru allir bjartsýnir um að meirihlutamyndun takist. „Það gengur vel að fara yfir málin. Við förum yfir málaflokkanna hvern á fætur öðrum en höfum svo sem ekki verið að gefa upp hvern dag hvað við förum yfir hverju sinni,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Eitthvað virðist þó leka úr fundarherberginu því fjölmiðlar greindu frá því í dag að velferðarmálin hafi verið til umræðu fyrir hádegi og eftir hádegi ræddu fulltrúarnir þjónustu- og lýðræðismál og þá er ætlunin að gefa sér góðan tíma í að leggjast yfir menntamálin. „Þetta hefur sinn gang. Við erum að ræða um allt sem að við erum sammála,“ sagði Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, en hún segir þau ekki vera komin í ágreiningsmálin enn sem komið er. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sagði ekkert mikið bera í milli flokkanna fjögurra. „Það hefur nú bara ekkert stórkostlegt komið upp á og svo mundi ég heldur ekkert segja þér það,“ sagði Þórdís, og brosti á eftir. Miðað við skilaboðin á hurð fundarherbergisins er ljóst að fulltrúarnir flokkanna vilja algjöran frið í viðræðunum, en á þeim stendur í hástöfum: “Ekki koma inn!”. „Við erum svona að fara yfir þetta og sjá hvar við erum samstíga og um hvað við getum sameinast, þannig að við byrjum kannski frá þeim enda. Við tökum svo kannski það sem ber á milli lok dags eða áður en við göngum endanlega frá samningnum,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að þessi meirihluti verði að veruleika segir Þórdís Lóa: „Ég hef fulla trú á því já, en auðvitað eru þetta samningaviðræður, en þegar við fórum af stað, þegar við vorum búin að kortleggja þetta landslag og allir oddvitar búnir að tala hvorn við annan, úr báðum vængjum, að þá vorum við alveg viss um það að þegar við værum af stað, þá færum við í þeirri trú að við myndum klára þetta. En samningaviðræður eru samningaviðræður og það er ekkert klárt fyrr en það er klárt. Það er bara þannig.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50