Bjartsýn á að þeim takist að mynda meirihluta Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. júní 2018 21:30 Meirihlutaviðræðum Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lauk klukkan fjögur í dag en verður haldið áfram á morgun. Oddvitarnir fjórir eru allir sammála um að vera komnir með málefnasamning vel fyrir fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar, sem verður eftir fimmtán daga. Flokkarnir fjórir sem eiga í meirihlutaviðræðum í Reykjavík mættu til síns þriðja fundar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti klukkan níu í morgun en oddvitarnir eru allir bjartsýnir um að meirihlutamyndun takist. „Það gengur vel að fara yfir málin. Við förum yfir málaflokkanna hvern á fætur öðrum en höfum svo sem ekki verið að gefa upp hvern dag hvað við förum yfir hverju sinni,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Eitthvað virðist þó leka úr fundarherberginu því fjölmiðlar greindu frá því í dag að velferðarmálin hafi verið til umræðu fyrir hádegi og eftir hádegi ræddu fulltrúarnir þjónustu- og lýðræðismál og þá er ætlunin að gefa sér góðan tíma í að leggjast yfir menntamálin. „Þetta hefur sinn gang. Við erum að ræða um allt sem að við erum sammála,“ sagði Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, en hún segir þau ekki vera komin í ágreiningsmálin enn sem komið er. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sagði ekkert mikið bera í milli flokkanna fjögurra. „Það hefur nú bara ekkert stórkostlegt komið upp á og svo mundi ég heldur ekkert segja þér það,“ sagði Þórdís, og brosti á eftir. Miðað við skilaboðin á hurð fundarherbergisins er ljóst að fulltrúarnir flokkanna vilja algjöran frið í viðræðunum, en á þeim stendur í hástöfum: “Ekki koma inn!”. „Við erum svona að fara yfir þetta og sjá hvar við erum samstíga og um hvað við getum sameinast, þannig að við byrjum kannski frá þeim enda. Við tökum svo kannski það sem ber á milli lok dags eða áður en við göngum endanlega frá samningnum,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að þessi meirihluti verði að veruleika segir Þórdís Lóa: „Ég hef fulla trú á því já, en auðvitað eru þetta samningaviðræður, en þegar við fórum af stað, þegar við vorum búin að kortleggja þetta landslag og allir oddvitar búnir að tala hvorn við annan, úr báðum vængjum, að þá vorum við alveg viss um það að þegar við værum af stað, þá færum við í þeirri trú að við myndum klára þetta. En samningaviðræður eru samningaviðræður og það er ekkert klárt fyrr en það er klárt. Það er bara þannig.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Meirihlutaviðræðum Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lauk klukkan fjögur í dag en verður haldið áfram á morgun. Oddvitarnir fjórir eru allir sammála um að vera komnir með málefnasamning vel fyrir fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar, sem verður eftir fimmtán daga. Flokkarnir fjórir sem eiga í meirihlutaviðræðum í Reykjavík mættu til síns þriðja fundar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti klukkan níu í morgun en oddvitarnir eru allir bjartsýnir um að meirihlutamyndun takist. „Það gengur vel að fara yfir málin. Við förum yfir málaflokkanna hvern á fætur öðrum en höfum svo sem ekki verið að gefa upp hvern dag hvað við förum yfir hverju sinni,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Eitthvað virðist þó leka úr fundarherberginu því fjölmiðlar greindu frá því í dag að velferðarmálin hafi verið til umræðu fyrir hádegi og eftir hádegi ræddu fulltrúarnir þjónustu- og lýðræðismál og þá er ætlunin að gefa sér góðan tíma í að leggjast yfir menntamálin. „Þetta hefur sinn gang. Við erum að ræða um allt sem að við erum sammála,“ sagði Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, en hún segir þau ekki vera komin í ágreiningsmálin enn sem komið er. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sagði ekkert mikið bera í milli flokkanna fjögurra. „Það hefur nú bara ekkert stórkostlegt komið upp á og svo mundi ég heldur ekkert segja þér það,“ sagði Þórdís, og brosti á eftir. Miðað við skilaboðin á hurð fundarherbergisins er ljóst að fulltrúarnir flokkanna vilja algjöran frið í viðræðunum, en á þeim stendur í hástöfum: “Ekki koma inn!”. „Við erum svona að fara yfir þetta og sjá hvar við erum samstíga og um hvað við getum sameinast, þannig að við byrjum kannski frá þeim enda. Við tökum svo kannski það sem ber á milli lok dags eða áður en við göngum endanlega frá samningnum,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að þessi meirihluti verði að veruleika segir Þórdís Lóa: „Ég hef fulla trú á því já, en auðvitað eru þetta samningaviðræður, en þegar við fórum af stað, þegar við vorum búin að kortleggja þetta landslag og allir oddvitar búnir að tala hvorn við annan, úr báðum vængjum, að þá vorum við alveg viss um það að þegar við værum af stað, þá færum við í þeirri trú að við myndum klára þetta. En samningaviðræður eru samningaviðræður og það er ekkert klárt fyrr en það er klárt. Það er bara þannig.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50