Þingið blekkt í veiðigjaldaumræðu Þorsteinn Víglundsson skrifar 2. júní 2018 11:09 Meirihluti atvinnuveganefndar lagði í vikunni fram frumvarp á Alþingi til lækkunar á veiðigjöldum. Verði það að lögum munu veiðigjöld á árinu 2018 lækka um tæpa 3 milljarða króna, úr 11 milljörðum í rúma 8 milljarða króna. Rökstuðningurinn að baki lækkuninni er versnandi afkoma greinarinnar vegna styrkingar íslensku krónunnar auk þess sem heimild til álagningar veiðigjalds í núgildandi lögum fellur úr gildi í lok yfirstandandi fiskveiðiárs þann 31. ágúst næstkomandi. Þá hafi afkoma lítilla og meðalstórra sjávarútvegsfyrirtækja versnað til muna og því sé nauðsynlegt að bregðast við. Formaður atvinnuveganefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, hefur raunar fullyrt að afkoma sjávarútvegs sé komin að ákveðnum þolmörkum. Þegar staðreyndir þessa máls eru skoðaðar kemur hins vegar í ljós tilraun stjórnarmeirihlutans til að þröngva í gegn lækkun veiðigjalda á síðustu starfsdögum þingsins með hreinum og klárum blekkingum. Hér er fast að orðið kveðið en full innistæða er fyrir því ef horft er til eftirfarandi staðreynda.Framúrskarandi arðsemi sjávarútvegs Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur afkoma útgerðarinnar verið með eindæmum góð á undanförnum árum, sem er fagnaðarefni. Þannig hefur hagnaðarhlutfall útgerðarinnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) verið um 25% að meðaltali frá 2008 og ekki að sjá að nein stórkostleg breyting hafi orðið þar á. Sambærilegt hlutfall fyrir íslenskt atvinnulíf er um 13% á sama tíma. Rétt er að hafa í huga að í uppgjöri útgerðarinnar eru veiðigjöld færð meðal rekstrargjalda og því um framlegð eftir greiðslu veiðigjalda að ræða. Arðsemi sjávarútvegs hefur því verið langtum meiri en almennt gengur og gerist í rekstri fyrirtækja hér á landi. Sömu þróun má sjá þegar horft er til eiginfjárhlutfalls greinarinnar sem hefur farið úr því að vera neikvætt árið 2008 í 42% árið 2016, þrátt fyrir miklar fjárfestingar og arðgreiðslur. Afkoman hefur því í alla staði verið framúrskarandi, sem er auðvitað fagnaðarefni fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein. Fiskverð hefur haldist hátt á alþjóðamörkuðum og má sem dæmi nefna að útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur aukist um þriðjung það sem af er þessu ári. Þetta er auðvitað „krísa“.Í öðru lagi er mikilvægt að hafa í huga að veiðigjöld eru reiknuð út frá afkomu greinarinnar hverju sinni. Það var algerlega fyrirséð að veiðigjöld þessa árs yrðu há vegna góðrar afkomu áranna 2015 og 2016 sem lögð eru til viðmiðunar í ár. Það hefur alla tíð legið fyrir að veiðigjöldin eru greidd eftir á með þessum hætti og því fjarstæðukennt að ákveða að lækka þau nú, þó svo afkoman sé lakari í ár en á viðmiðunarárinu. Það kom til að mynda aldrei til tals að hækka veiðigjöldin á árunum 2015 og 2016 þó svo afkoman þau ár væri langtum betri en á þeim árum sem þá voru til grundvallar útreiknings veiðigjaldsins, enda hefði það verið óeðlilegt. Hér er því um eftiráskýringu að ræða og hreinan fyrirslátt þegar undirliggjandi áform eru einfaldlega að lækka gjöldin til frambúðar. Í þriðja lagi er því síðan slegið fram að afkoma lítilla og meðalstórra útgerða sé mun lakari en þeirra stærri. Það er mjög villandi og kemur raunar skýrt fram í þeim afkomutölum sem Hagstofan birtir um afkomu fyrirtækja eftir stærð. Afkoma smæstu útgerða sem hlutfall af veltu virðist nokkuð áþekk afkomu þeirra stærstu. Eftir mínum heimildum er það í samræmi við niðurstöðu samantektar um afkomu útgerðarinnar sem unnin var fyrir Atvinnuvegaráðuneytið, þ.e. að ekki sé hægt að draga neinar skýrar ályktanir um afkomu útgerða eftir stærð aðrar en þær að meiri dreifing sé á framlegð lítilla og meðalstórra útgerða en þeirra stærstu. Það er síðan annað mál að hægt væri að lækka veiðigjöld á smærri útgerðir með litlum útgjöldum fyrir ríkissjóð ef vilji stendur til þess, enda um 80% aflaheimilda á höndum þrjátíu stærstu útgerðanna.Grímulaus sérhagsmunagæsla Sannleikurinn er einfaldlega sá að ríkisstjórnarflokkarnir þrír vilja greinilega miklu til kosta til að lækka veiðigjöldin. Ýmislegt mætti lagfæra í veiðigjaldakerfinu en Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið í vegi fyrir öllum tilraunum til endurskoðunar á fyrirkomulagi þeirra á undanförnum árum. Sú virðist áfram vera raunin, nú með stuðningi Vinstri grænna. Það væri auðvitað hægt að segja margt um þá forgangsröðun að lækka veiðigjöldin á sama tíma og ekki var t.d. hægt að uppfæra viðmiðunarfjárhæðir barna- og vaxtabóta í fjárlögum þessa árs, fjármagn skortir til samgöngumála og svo mætti áfram telja. Ég ætla ekki að skemmta skrattanum með því að fara nánar út í þá sálma. Kjarni máls er að vissulega hefur styrking krónunnar haft neikvæð áhrif á allar útflutningsgreinar landsins. Víða kreppir verulega að í þeim efnum og sjá má afleiðingarnar meðal annars í neikvæðri þróun ferðaþjónustunnar, vandamálum tækni- og sprotafyrirtækja og svo mætti áfram telja. Þessi ríkisstjórn hefur hins vegar engin áform uppi um að taka á þeim vanda sem fylgir lítilli og óstöðugri mynt. Stjórnin hefur engan áhuga á vanda annarra útflutningsatvinnugreina. Afkomutölur sjávarútvegsins sýna að þar er engin krísa á ferðinni. Ég hygg í það minnsta að flestar aðrar atvinnugreinar landsins myndu þiggja slíkt „krísuástand“ í sínum rekstri. Hér er einfaldlega um grímulausa sérhagsmunagæslu að ræða af hálfu ríkisstjórnarflokkanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar lagði í vikunni fram frumvarp á Alþingi til lækkunar á veiðigjöldum. Verði það að lögum munu veiðigjöld á árinu 2018 lækka um tæpa 3 milljarða króna, úr 11 milljörðum í rúma 8 milljarða króna. Rökstuðningurinn að baki lækkuninni er versnandi afkoma greinarinnar vegna styrkingar íslensku krónunnar auk þess sem heimild til álagningar veiðigjalds í núgildandi lögum fellur úr gildi í lok yfirstandandi fiskveiðiárs þann 31. ágúst næstkomandi. Þá hafi afkoma lítilla og meðalstórra sjávarútvegsfyrirtækja versnað til muna og því sé nauðsynlegt að bregðast við. Formaður atvinnuveganefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, hefur raunar fullyrt að afkoma sjávarútvegs sé komin að ákveðnum þolmörkum. Þegar staðreyndir þessa máls eru skoðaðar kemur hins vegar í ljós tilraun stjórnarmeirihlutans til að þröngva í gegn lækkun veiðigjalda á síðustu starfsdögum þingsins með hreinum og klárum blekkingum. Hér er fast að orðið kveðið en full innistæða er fyrir því ef horft er til eftirfarandi staðreynda.Framúrskarandi arðsemi sjávarútvegs Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur afkoma útgerðarinnar verið með eindæmum góð á undanförnum árum, sem er fagnaðarefni. Þannig hefur hagnaðarhlutfall útgerðarinnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) verið um 25% að meðaltali frá 2008 og ekki að sjá að nein stórkostleg breyting hafi orðið þar á. Sambærilegt hlutfall fyrir íslenskt atvinnulíf er um 13% á sama tíma. Rétt er að hafa í huga að í uppgjöri útgerðarinnar eru veiðigjöld færð meðal rekstrargjalda og því um framlegð eftir greiðslu veiðigjalda að ræða. Arðsemi sjávarútvegs hefur því verið langtum meiri en almennt gengur og gerist í rekstri fyrirtækja hér á landi. Sömu þróun má sjá þegar horft er til eiginfjárhlutfalls greinarinnar sem hefur farið úr því að vera neikvætt árið 2008 í 42% árið 2016, þrátt fyrir miklar fjárfestingar og arðgreiðslur. Afkoman hefur því í alla staði verið framúrskarandi, sem er auðvitað fagnaðarefni fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein. Fiskverð hefur haldist hátt á alþjóðamörkuðum og má sem dæmi nefna að útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur aukist um þriðjung það sem af er þessu ári. Þetta er auðvitað „krísa“.Í öðru lagi er mikilvægt að hafa í huga að veiðigjöld eru reiknuð út frá afkomu greinarinnar hverju sinni. Það var algerlega fyrirséð að veiðigjöld þessa árs yrðu há vegna góðrar afkomu áranna 2015 og 2016 sem lögð eru til viðmiðunar í ár. Það hefur alla tíð legið fyrir að veiðigjöldin eru greidd eftir á með þessum hætti og því fjarstæðukennt að ákveða að lækka þau nú, þó svo afkoman sé lakari í ár en á viðmiðunarárinu. Það kom til að mynda aldrei til tals að hækka veiðigjöldin á árunum 2015 og 2016 þó svo afkoman þau ár væri langtum betri en á þeim árum sem þá voru til grundvallar útreiknings veiðigjaldsins, enda hefði það verið óeðlilegt. Hér er því um eftiráskýringu að ræða og hreinan fyrirslátt þegar undirliggjandi áform eru einfaldlega að lækka gjöldin til frambúðar. Í þriðja lagi er því síðan slegið fram að afkoma lítilla og meðalstórra útgerða sé mun lakari en þeirra stærri. Það er mjög villandi og kemur raunar skýrt fram í þeim afkomutölum sem Hagstofan birtir um afkomu fyrirtækja eftir stærð. Afkoma smæstu útgerða sem hlutfall af veltu virðist nokkuð áþekk afkomu þeirra stærstu. Eftir mínum heimildum er það í samræmi við niðurstöðu samantektar um afkomu útgerðarinnar sem unnin var fyrir Atvinnuvegaráðuneytið, þ.e. að ekki sé hægt að draga neinar skýrar ályktanir um afkomu útgerða eftir stærð aðrar en þær að meiri dreifing sé á framlegð lítilla og meðalstórra útgerða en þeirra stærstu. Það er síðan annað mál að hægt væri að lækka veiðigjöld á smærri útgerðir með litlum útgjöldum fyrir ríkissjóð ef vilji stendur til þess, enda um 80% aflaheimilda á höndum þrjátíu stærstu útgerðanna.Grímulaus sérhagsmunagæsla Sannleikurinn er einfaldlega sá að ríkisstjórnarflokkarnir þrír vilja greinilega miklu til kosta til að lækka veiðigjöldin. Ýmislegt mætti lagfæra í veiðigjaldakerfinu en Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið í vegi fyrir öllum tilraunum til endurskoðunar á fyrirkomulagi þeirra á undanförnum árum. Sú virðist áfram vera raunin, nú með stuðningi Vinstri grænna. Það væri auðvitað hægt að segja margt um þá forgangsröðun að lækka veiðigjöldin á sama tíma og ekki var t.d. hægt að uppfæra viðmiðunarfjárhæðir barna- og vaxtabóta í fjárlögum þessa árs, fjármagn skortir til samgöngumála og svo mætti áfram telja. Ég ætla ekki að skemmta skrattanum með því að fara nánar út í þá sálma. Kjarni máls er að vissulega hefur styrking krónunnar haft neikvæð áhrif á allar útflutningsgreinar landsins. Víða kreppir verulega að í þeim efnum og sjá má afleiðingarnar meðal annars í neikvæðri þróun ferðaþjónustunnar, vandamálum tækni- og sprotafyrirtækja og svo mætti áfram telja. Þessi ríkisstjórn hefur hins vegar engin áform uppi um að taka á þeim vanda sem fylgir lítilli og óstöðugri mynt. Stjórnin hefur engan áhuga á vanda annarra útflutningsatvinnugreina. Afkomutölur sjávarútvegsins sýna að þar er engin krísa á ferðinni. Ég hygg í það minnsta að flestar aðrar atvinnugreinar landsins myndu þiggja slíkt „krísuástand“ í sínum rekstri. Hér er einfaldlega um grímulausa sérhagsmunagæslu að ræða af hálfu ríkisstjórnarflokkanna.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun