Sykurspeni fótboltans Lára G. Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2018 07:00 „Ég hélt með Íslendingum,“ hvíslaði Englendingurinn að mér eftir hinn eftirminnilega sigur gegn Englandi. Ég fylltist stolti. Fannst svalt að geta kallað mig Íslending. Heimsbyggðin hélt með okkur og gapti yfir kjarki og krafti víkingastrákanna. Árangur íslenska karlalandsliðsins fær hárin til að rísa og fangar auglýsingin „Saman með Coca-Cola“ ágætlega tilfinninguna. Undir takti víkingaklappsins víðfræga sjáum við sveitasamfélag í stórbrotnu landslagi, landsmenn kljást við harkalegt veðurfar, hreystimenni taka á því og börn hylla strákana okkar. Og Coca-Cola er aldrei langt undan. Þá rísa hárin hjá mér aftur – en ekki af góðu. Að tengja heimsins hraustustu íþróttamenn við gosdrykk sem veikir okkur er furðulegt. Coca-Cola hefur auglýst á HM síðan 1950 og hefur tryggt sér samning við FIFA til ársins 2030. Pepsi lætur sitt ekki eftir liggja og merkir sína gosdrykki með frægustu fótboltastjörnum heims. Messi fær 230 milljónir og Gylfi væntanlega góða summu. Allt hefur þetta sinn tilgang. Coca-Cola og Pepsi fá fleiri viðskiptavini, KSÍ og fótboltahetjurnar væna upphæð í vasann og við almúginn sykursýki, hjartaáföll, þvagsýrugigt, tannskemmdir og stærri björgunarhring um mittið! Fyrir hvern 230 ml sykurdrykk sem barn sýpur á dag aukast líkurnar á að það verði of feitt um 60% og ef þú drekkur hálfan lítra af gosi á dag er hætta á að þú þyngist um 11 kíló á ári. Það væri óskandi að KSÍ klippti á strenginn við gosdrykkjafyrirtækin og hætti að hvetja ungmenni þessa lands til að leggjast á sykurspena. Víkingastrákarnir eru til fyrirmyndar – gosdrykkir eru það ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Tengdar fréttir Sjáðu stjörnum prýdda auglýsingu markmannsins Þúsundþjalasmiðurinn og landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði nýrri auglýsingu Coca-Cola, sem framleidd var fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. 12. júní 2018 08:44 Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega Skoðun Skoðun Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
„Ég hélt með Íslendingum,“ hvíslaði Englendingurinn að mér eftir hinn eftirminnilega sigur gegn Englandi. Ég fylltist stolti. Fannst svalt að geta kallað mig Íslending. Heimsbyggðin hélt með okkur og gapti yfir kjarki og krafti víkingastrákanna. Árangur íslenska karlalandsliðsins fær hárin til að rísa og fangar auglýsingin „Saman með Coca-Cola“ ágætlega tilfinninguna. Undir takti víkingaklappsins víðfræga sjáum við sveitasamfélag í stórbrotnu landslagi, landsmenn kljást við harkalegt veðurfar, hreystimenni taka á því og börn hylla strákana okkar. Og Coca-Cola er aldrei langt undan. Þá rísa hárin hjá mér aftur – en ekki af góðu. Að tengja heimsins hraustustu íþróttamenn við gosdrykk sem veikir okkur er furðulegt. Coca-Cola hefur auglýst á HM síðan 1950 og hefur tryggt sér samning við FIFA til ársins 2030. Pepsi lætur sitt ekki eftir liggja og merkir sína gosdrykki með frægustu fótboltastjörnum heims. Messi fær 230 milljónir og Gylfi væntanlega góða summu. Allt hefur þetta sinn tilgang. Coca-Cola og Pepsi fá fleiri viðskiptavini, KSÍ og fótboltahetjurnar væna upphæð í vasann og við almúginn sykursýki, hjartaáföll, þvagsýrugigt, tannskemmdir og stærri björgunarhring um mittið! Fyrir hvern 230 ml sykurdrykk sem barn sýpur á dag aukast líkurnar á að það verði of feitt um 60% og ef þú drekkur hálfan lítra af gosi á dag er hætta á að þú þyngist um 11 kíló á ári. Það væri óskandi að KSÍ klippti á strenginn við gosdrykkjafyrirtækin og hætti að hvetja ungmenni þessa lands til að leggjast á sykurspena. Víkingastrákarnir eru til fyrirmyndar – gosdrykkir eru það ekki.
Sjáðu stjörnum prýdda auglýsingu markmannsins Þúsundþjalasmiðurinn og landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði nýrri auglýsingu Coca-Cola, sem framleidd var fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. 12. júní 2018 08:44
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun