„Án hjúkrunar er ekkert heilbrigðiskerfi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2018 17:49 Skortur á hjúkrunarfræðingum hefur víða áhrif. Vísir/VIlhelm Hjúkrunarráð Landspítalans lýsir yfir þungum áhyggjum af skorti á hjúkrunarfræðingum. Þá brýnir ráðið fyrir stjórnvöldum að standa við orð sín og bæta stöðu hjúkrunar á spítalanum. Í tilkynningu segir að skortur á hjúkrunarfræðingum hafi margvíslegar afleiðingar. Opnum sjúkrarúmum á Landspítala fækki til að mynda stöðugt, sem hafi einkum áhrif á öryggi sjúklinga og þjónustu. 49 þessara sjúkrarýma voru lokuð um mánaðamótin. Þar sem mönnun er ábótavant aukist jafnframt bæði tíðni endurinnlagna og dánartíðni sjúklinga og þá auki mannekla hættu á kulnun, mistökum og brottfalli úr starfi. Þá hefur verið greint frá því að einu sérhæfðu bráðamóttöku landsins fyrir hjartasjúklinga verði lokað í sumar og starfsemin flutt í Fossvog. Í tilkynningu hjúkrunarráðs segir að lokunin sé afleiðing skorts á á hjúkrunarfræðingum. Ráðið segir stjórnendur Landspítala þó hafa lagt mikla vinnu í umbætur á spítalanum en nú sé tími til að stjórnvöld geri eitthvað í málunum þar eð Landspítali þurfi að vera samkeppnisfær við aðra atvinnurekendur sem kunna að meta færni hjúkrunarfræðinga. „Stjórnvöld á Íslandi hafa lýst því yfir að þau vilji standa með heilbrigðiskerfinu, nú er tími til að standa við yfirlýsingarnar. Án hjúkrunar er ekkert heilbrigðiskerfi. Hjúkrunarráð Landspítala vill brýna við ráðamenn til að standa við orð sín og gera allt það sem í þeirra valdi stendur til að bæta stöðu hjúkrunar á Landspítala!“ segir í yfirlýsingu. Fréttir hafa verið fluttar af alvarlegum skorti á hjúkrunarfræðingum á Landspítala undanfarin misseri, sérstaklega í samhengi við sumarlokanir á spítalanum. Þá sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í pistli sínum í dag að spítalinn finni rækilega fyrir því í sumar að hér á landi skorti tilfinnanlega hjúkrunarfræðinga. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir Landspítalann finna rækilega fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum Í vikulegum forstjórapistli sínum á vef spítalans segir Páll Matthíasson að það sé verulegt áhyggjuefni, og í raun ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið, hversu fái velji sér þennan starfsvettvang. 15. júní 2018 16:39 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Hjúkrunarráð Landspítalans lýsir yfir þungum áhyggjum af skorti á hjúkrunarfræðingum. Þá brýnir ráðið fyrir stjórnvöldum að standa við orð sín og bæta stöðu hjúkrunar á spítalanum. Í tilkynningu segir að skortur á hjúkrunarfræðingum hafi margvíslegar afleiðingar. Opnum sjúkrarúmum á Landspítala fækki til að mynda stöðugt, sem hafi einkum áhrif á öryggi sjúklinga og þjónustu. 49 þessara sjúkrarýma voru lokuð um mánaðamótin. Þar sem mönnun er ábótavant aukist jafnframt bæði tíðni endurinnlagna og dánartíðni sjúklinga og þá auki mannekla hættu á kulnun, mistökum og brottfalli úr starfi. Þá hefur verið greint frá því að einu sérhæfðu bráðamóttöku landsins fyrir hjartasjúklinga verði lokað í sumar og starfsemin flutt í Fossvog. Í tilkynningu hjúkrunarráðs segir að lokunin sé afleiðing skorts á á hjúkrunarfræðingum. Ráðið segir stjórnendur Landspítala þó hafa lagt mikla vinnu í umbætur á spítalanum en nú sé tími til að stjórnvöld geri eitthvað í málunum þar eð Landspítali þurfi að vera samkeppnisfær við aðra atvinnurekendur sem kunna að meta færni hjúkrunarfræðinga. „Stjórnvöld á Íslandi hafa lýst því yfir að þau vilji standa með heilbrigðiskerfinu, nú er tími til að standa við yfirlýsingarnar. Án hjúkrunar er ekkert heilbrigðiskerfi. Hjúkrunarráð Landspítala vill brýna við ráðamenn til að standa við orð sín og gera allt það sem í þeirra valdi stendur til að bæta stöðu hjúkrunar á Landspítala!“ segir í yfirlýsingu. Fréttir hafa verið fluttar af alvarlegum skorti á hjúkrunarfræðingum á Landspítala undanfarin misseri, sérstaklega í samhengi við sumarlokanir á spítalanum. Þá sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í pistli sínum í dag að spítalinn finni rækilega fyrir því í sumar að hér á landi skorti tilfinnanlega hjúkrunarfræðinga.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir Landspítalann finna rækilega fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum Í vikulegum forstjórapistli sínum á vef spítalans segir Páll Matthíasson að það sé verulegt áhyggjuefni, og í raun ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið, hversu fái velji sér þennan starfsvettvang. 15. júní 2018 16:39 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Segir Landspítalann finna rækilega fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum Í vikulegum forstjórapistli sínum á vef spítalans segir Páll Matthíasson að það sé verulegt áhyggjuefni, og í raun ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið, hversu fái velji sér þennan starfsvettvang. 15. júní 2018 16:39