Ný byggðaáætlun Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 15. júní 2018 07:00 Alþingi samþykkti þann 11. júní síðastliðinn þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun til sjö ára. Í mínum huga er hér um tímamótaskjal að ræða sem vert er að fagna. Áætlunin er afurð af víðtæku samráði um allt land. Ég ýtti verkefninu formlega úr vör sem byggðamálaráðherra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í mars 2016. Drög að áætlun voru kynnt í ríkisstjórn í janúar 2017 en nauðsynlegt reyndist að þróa hana áfram og var það gert í nánu samstarfi við ýmsa aðila, m.a. Samband íslenskra sveitarfélaga. Sú góða vinna hefur nú leitt til þeirrar farsælu niðurstöðu sem byggðaáætlun 2018 til 2024 er. Byggðaáætlun er í fyrsta skipti lögð fram með skýrum og mælanlegum markmiðum. Markmið stjórnvalda í byggðamálum eru að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða um allt land. Meðal mælikvarða sem stuðst verður við eru hlutfall heimila og fyrirtækja í dreifbýli með aðgang að ljósleiðaratengingu og hlutfall íbúa sem eru í innan við 30 kílómetra fjarlægð frá heilsugæslustöð, grunnskóla og dagvöruverslun. Við sem vinnum að framkvæmd og eftirfylgni áætlunarinnar sem og aðrir hafa því skýra mælistiku fyrir því hvernig okkur miðar áfram í að þróa byggð og búsetu hér á landi á jákvæðan og sjálfbæran hátt. Aðgerðir áætlunarinnar eru 54 og bera einstök ráðuneyti og stofnanir ábyrgð á framkvæmd þeirra. Meðal aðgerða sem unnið verður að á tímabilinu er gerð þjónustukorts sem sýni með myndrænum hætti aðgengi landsmanna að þjónustu hins opinbera og einkaaðila. Við lok verkefnis liggi fyrir gagnagrunnur sem hægt verði að nýta til frekari stefnumörkunar og mótunar aðgerðaáætlunar í byggðamálum. Þá verður með fjarheilbrigðisþjónustu leitast við að jafna aðgengi almennings að almennri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu, svo sem læknum, hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, sálfræðingum og talmeinafræðingum. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóg við mótun nýrrar byggðaáætlunar.Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Sigurður Ingi Jóhannsson Skipulag Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti þann 11. júní síðastliðinn þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun til sjö ára. Í mínum huga er hér um tímamótaskjal að ræða sem vert er að fagna. Áætlunin er afurð af víðtæku samráði um allt land. Ég ýtti verkefninu formlega úr vör sem byggðamálaráðherra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í mars 2016. Drög að áætlun voru kynnt í ríkisstjórn í janúar 2017 en nauðsynlegt reyndist að þróa hana áfram og var það gert í nánu samstarfi við ýmsa aðila, m.a. Samband íslenskra sveitarfélaga. Sú góða vinna hefur nú leitt til þeirrar farsælu niðurstöðu sem byggðaáætlun 2018 til 2024 er. Byggðaáætlun er í fyrsta skipti lögð fram með skýrum og mælanlegum markmiðum. Markmið stjórnvalda í byggðamálum eru að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða um allt land. Meðal mælikvarða sem stuðst verður við eru hlutfall heimila og fyrirtækja í dreifbýli með aðgang að ljósleiðaratengingu og hlutfall íbúa sem eru í innan við 30 kílómetra fjarlægð frá heilsugæslustöð, grunnskóla og dagvöruverslun. Við sem vinnum að framkvæmd og eftirfylgni áætlunarinnar sem og aðrir hafa því skýra mælistiku fyrir því hvernig okkur miðar áfram í að þróa byggð og búsetu hér á landi á jákvæðan og sjálfbæran hátt. Aðgerðir áætlunarinnar eru 54 og bera einstök ráðuneyti og stofnanir ábyrgð á framkvæmd þeirra. Meðal aðgerða sem unnið verður að á tímabilinu er gerð þjónustukorts sem sýni með myndrænum hætti aðgengi landsmanna að þjónustu hins opinbera og einkaaðila. Við lok verkefnis liggi fyrir gagnagrunnur sem hægt verði að nýta til frekari stefnumörkunar og mótunar aðgerðaáætlunar í byggðamálum. Þá verður með fjarheilbrigðisþjónustu leitast við að jafna aðgengi almennings að almennri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu, svo sem læknum, hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, sálfræðingum og talmeinafræðingum. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóg við mótun nýrrar byggðaáætlunar.Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun