Fótboltahugsjón Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. júní 2018 07:00 Augu heimsbyggðarinnar munu beinast að Rússlandi næsta mánuðinn en blásið verður til fyrsta leiks á HM í fótbolta í dag. Mótið á vitaskuld sínar skuggahliðar. Djúpstæð og svo virðist sem kerfisbundin spilling hefur þrifist innan FIFA í áraraðir. Það er ekki af tilviljun að Rússland, sem er ekki rómað fyrir knattspyrnuafrek sín, var valið til þess að halda mótið. Það sama má segja um Katar og Suður-Afríku. Pútín mun eflaust nýta tækifærið til þess að slá sig til riddara á meðan hann þaggar niður í þeim sem þora að benda á alræðislega stjórnarhætti hans. Kynþáttahátur og ofbeldi gagnvart hinsegin fólki er daglegt brauð í Rússlandi, sér í lagi innan knattspyrnuhreyfingarinnar, og er ástæða þess mannréttindasamtök hafa hvatt þjóðir heims til þess að sniðganga mótið. Sé horft á björtu hliðarnar dregur keppnin fram ýmis frjálslynd gildi. Hún umbunar ríkjum fyrir gott stjórnarfar og lætur gerræðisstjórnir ekki komast upp með svik og pretti. Aðeins fjögur ríki sem eru ófrjáls að mati Freedom House munu etja kappi á HM og ekkert þeirra er líklegt til stórræða. Fjörutíu ár eru síðan síðasta alræðisríkið sigraði keppnina. Alþjóðafótbolti verðlaunar ríki sem horfa út fyrir landsteinana og fagna fjölmenningu. Ríki sem ráða bestu þjálfara heims, óháð þjóðerni, og leyfa innflytjendum að láta ljós sitt skína. Flestir leikmenn franska landsliðsins 1998, sem sigraði HM svo eftirminnilega, áttu ættir að rekja til annarra ríkja. Keppnin hefur auk þess notið ríkulega ávaxtanna af alþjóðavæðingu fótboltans. Þrátt fyrir alla sína lesti sameinar HM - þegar öllu er á botninn hvolft - margar þær frjálslyndu hugsjónir sem við viljum alla jafna halda í heiðri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson skrifar Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Sjá meira
Augu heimsbyggðarinnar munu beinast að Rússlandi næsta mánuðinn en blásið verður til fyrsta leiks á HM í fótbolta í dag. Mótið á vitaskuld sínar skuggahliðar. Djúpstæð og svo virðist sem kerfisbundin spilling hefur þrifist innan FIFA í áraraðir. Það er ekki af tilviljun að Rússland, sem er ekki rómað fyrir knattspyrnuafrek sín, var valið til þess að halda mótið. Það sama má segja um Katar og Suður-Afríku. Pútín mun eflaust nýta tækifærið til þess að slá sig til riddara á meðan hann þaggar niður í þeim sem þora að benda á alræðislega stjórnarhætti hans. Kynþáttahátur og ofbeldi gagnvart hinsegin fólki er daglegt brauð í Rússlandi, sér í lagi innan knattspyrnuhreyfingarinnar, og er ástæða þess mannréttindasamtök hafa hvatt þjóðir heims til þess að sniðganga mótið. Sé horft á björtu hliðarnar dregur keppnin fram ýmis frjálslynd gildi. Hún umbunar ríkjum fyrir gott stjórnarfar og lætur gerræðisstjórnir ekki komast upp með svik og pretti. Aðeins fjögur ríki sem eru ófrjáls að mati Freedom House munu etja kappi á HM og ekkert þeirra er líklegt til stórræða. Fjörutíu ár eru síðan síðasta alræðisríkið sigraði keppnina. Alþjóðafótbolti verðlaunar ríki sem horfa út fyrir landsteinana og fagna fjölmenningu. Ríki sem ráða bestu þjálfara heims, óháð þjóðerni, og leyfa innflytjendum að láta ljós sitt skína. Flestir leikmenn franska landsliðsins 1998, sem sigraði HM svo eftirminnilega, áttu ættir að rekja til annarra ríkja. Keppnin hefur auk þess notið ríkulega ávaxtanna af alþjóðavæðingu fótboltans. Þrátt fyrir alla sína lesti sameinar HM - þegar öllu er á botninn hvolft - margar þær frjálslyndu hugsjónir sem við viljum alla jafna halda í heiðri.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun