Nýr meirihluti þarf að sameina tvö sveitarfélög í eitt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2018 10:14 Bæjarfulltrúar meirihlutans undirrita málefnasamning. Frá vinstri: Katrín Pétursdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Einar Jón Pálsson, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir og Haraldur Helgason. Hilmar Bragi Bárðarson Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og óháðra og Jákvæðs samfélags hafa undirritað málefnasamning um meirihlutasamstarf í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðisbæjar. Nýr meirihluti á ærin verkefni fyrir höndum því auk þess að starfa saman í meirihluta þurfa flokkarnir að sameina tvö rótgróin sveitarfélög í eitt. Stóra verkefnið sem bíður nýrrar bæjarstjórnar er nýtt aðalskipulag sem mun þá ráða miklu um það hvernig bæjarfélagið byggist upp á næstu árum. Efst á blaði eru leikskólamál og að tengja byggðarkjarnana tvo betur saman. Einar Jón Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins og óháðra í Garði og Sandgerði, verður forseti bæjarstjórnar og Ólafur Þór Ólafsson, oddviti Jákvæðs samfélags í Garði og Sandgerði, verður formaður bæjarráðs. Flokkarnir hafa ákveðið að staða bæjarstjóra verði auglýst og ráðið í hana út frá faglegum forsendum. Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi hefst miðvikudaginn 20. júní. Flokkarnir í meirihluta eru tveir stærstu flokkarnir í Sandgerði og Garði en Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir hlaut alls 34,54% atkvæða og fékk 3 menn kjörna. Jákvætt samfélag fékk 29,25% atkvæða og 3 menn kjörna, líkt og D-listi. Það er kannski táknrænt fyrir sameiningu sveitarfélaganna að flokksleiðtogarnir tveir hafa aðsetur hvor í sínum bænum. Einar Jón Pálsson, oddviti sjálfstæðisflokksins og óháðra, býr í Garði og Ólafur, oddviti Jákvæðs samfélags, býr í Sandgerði.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2018 Suðurnesjabær Tengdar fréttir Reyna að mynda meirihluta við óvenjulegar aðstæður Ólafur segist vera bjartsýnn um að flokkarnir nái saman en segir þó að vissulega sé um óvenjulegar aðstæður að ræða vegna sameiningar bæjarfélaganna. 5. júní 2018 14:09 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og óháðra og Jákvæðs samfélags hafa undirritað málefnasamning um meirihlutasamstarf í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðisbæjar. Nýr meirihluti á ærin verkefni fyrir höndum því auk þess að starfa saman í meirihluta þurfa flokkarnir að sameina tvö rótgróin sveitarfélög í eitt. Stóra verkefnið sem bíður nýrrar bæjarstjórnar er nýtt aðalskipulag sem mun þá ráða miklu um það hvernig bæjarfélagið byggist upp á næstu árum. Efst á blaði eru leikskólamál og að tengja byggðarkjarnana tvo betur saman. Einar Jón Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins og óháðra í Garði og Sandgerði, verður forseti bæjarstjórnar og Ólafur Þór Ólafsson, oddviti Jákvæðs samfélags í Garði og Sandgerði, verður formaður bæjarráðs. Flokkarnir hafa ákveðið að staða bæjarstjóra verði auglýst og ráðið í hana út frá faglegum forsendum. Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi hefst miðvikudaginn 20. júní. Flokkarnir í meirihluta eru tveir stærstu flokkarnir í Sandgerði og Garði en Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir hlaut alls 34,54% atkvæða og fékk 3 menn kjörna. Jákvætt samfélag fékk 29,25% atkvæða og 3 menn kjörna, líkt og D-listi. Það er kannski táknrænt fyrir sameiningu sveitarfélaganna að flokksleiðtogarnir tveir hafa aðsetur hvor í sínum bænum. Einar Jón Pálsson, oddviti sjálfstæðisflokksins og óháðra, býr í Garði og Ólafur, oddviti Jákvæðs samfélags, býr í Sandgerði.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2018 Suðurnesjabær Tengdar fréttir Reyna að mynda meirihluta við óvenjulegar aðstæður Ólafur segist vera bjartsýnn um að flokkarnir nái saman en segir þó að vissulega sé um óvenjulegar aðstæður að ræða vegna sameiningar bæjarfélaganna. 5. júní 2018 14:09 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Reyna að mynda meirihluta við óvenjulegar aðstæður Ólafur segist vera bjartsýnn um að flokkarnir nái saman en segir þó að vissulega sé um óvenjulegar aðstæður að ræða vegna sameiningar bæjarfélaganna. 5. júní 2018 14:09