Ekkert sem benti til þess að verslanir Víðis væru á leið í gjaldþrot: Starfsmenn hafa fengið litlar sem engar upplýsingar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. júní 2018 20:00 Verslanir Víðis eru í eigu Eiríks Sigurðarsonar, kaupmanns og eiginkonu hans Helgu Gísladóttur. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Starfsfólk hefur fengið litlar sem engar upplýsingar og vörur liggja undir skemmdum í verslunum Víðis sem var lokað fyrirvaralaust í síðustu viku. Lögfræðingur VR segir ekkert hafa bent til þess að verslunarreksturinn væri á leiðinni í þrot. Verslanir Víðis eru í eigu Eiríks Sigurðarsonar, kaupmanns og eiginkonu hans Helgu Gísladóttur en fyrsta verslunin var opnuð árið 2011 en þar til á fimmtudag voru fimm verslanir í rekstri. Öllum verslununum var skellt í lás á fimmtudagskvöld eftir fund eigenda með millistjórnendum, en þeim var tjáð að lokunin væri tímabundin. Almennir starfsmenn fengu hins vegar ekkert að vita fyrr en í gær þegar þeim barst tölvupóstur barst frá fyrirtækinu um að það væri á leið í gjaldþrot. Í gluggum verslananna er viðskiptavinum sagt að „Lokað sé vegna breytinga.“ Mbl.is greindi fyrst frá málinu fyrir helgi. Rekstur Víðis hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum vegna aukinnar samkeppni á matvörumarkaði. Á árinu 2015 skilaði verslunin 13 milljón króna tapi en eigendur náðu að snúa tapi yfir í 49 milljóna króna hagnað á árinu 2016. Í október í fyrra var tilkynnt að eigendurnir hygðust selja verslunarreksturinn en ekkert hefur orðið af því. Um áttatíu starfsmenn vinna hjá Víði í misháu starfshlutfalli. Fréttastofan hefur rætt við nokkra starfsmenn fyrirtækisins í dag sem furða sig á framkomu eigenda og þá hefur stéttarfélag starfsmannanna ekki fengið neinar upplýsingar frá eigendum. Lögfræðingar VR segir ekkert hafa bent til þess að fyrirtækið væri á leiðinni í þrot. „Það voru engin merki um það,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður VR.Hver er staðan? Hafið þið náð sambandi við eigendur verslunarinnar? „Nei, það hefur ekki náðst enn þá. Við höfum bara fengið fregnir af því að starfsmönnum hafi verið tilkynnt að verslununum hefði verið lokað til frambúðar og við þurfum bara að vinna úr þeirri stöðu eins og hún er núna,“ segir Guðmundur. Neytendur Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Starfsfólk hefur fengið litlar sem engar upplýsingar og vörur liggja undir skemmdum í verslunum Víðis sem var lokað fyrirvaralaust í síðustu viku. Lögfræðingur VR segir ekkert hafa bent til þess að verslunarreksturinn væri á leiðinni í þrot. Verslanir Víðis eru í eigu Eiríks Sigurðarsonar, kaupmanns og eiginkonu hans Helgu Gísladóttur en fyrsta verslunin var opnuð árið 2011 en þar til á fimmtudag voru fimm verslanir í rekstri. Öllum verslununum var skellt í lás á fimmtudagskvöld eftir fund eigenda með millistjórnendum, en þeim var tjáð að lokunin væri tímabundin. Almennir starfsmenn fengu hins vegar ekkert að vita fyrr en í gær þegar þeim barst tölvupóstur barst frá fyrirtækinu um að það væri á leið í gjaldþrot. Í gluggum verslananna er viðskiptavinum sagt að „Lokað sé vegna breytinga.“ Mbl.is greindi fyrst frá málinu fyrir helgi. Rekstur Víðis hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum vegna aukinnar samkeppni á matvörumarkaði. Á árinu 2015 skilaði verslunin 13 milljón króna tapi en eigendur náðu að snúa tapi yfir í 49 milljóna króna hagnað á árinu 2016. Í október í fyrra var tilkynnt að eigendurnir hygðust selja verslunarreksturinn en ekkert hefur orðið af því. Um áttatíu starfsmenn vinna hjá Víði í misháu starfshlutfalli. Fréttastofan hefur rætt við nokkra starfsmenn fyrirtækisins í dag sem furða sig á framkomu eigenda og þá hefur stéttarfélag starfsmannanna ekki fengið neinar upplýsingar frá eigendum. Lögfræðingar VR segir ekkert hafa bent til þess að fyrirtækið væri á leiðinni í þrot. „Það voru engin merki um það,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður VR.Hver er staðan? Hafið þið náð sambandi við eigendur verslunarinnar? „Nei, það hefur ekki náðst enn þá. Við höfum bara fengið fregnir af því að starfsmönnum hafi verið tilkynnt að verslununum hefði verið lokað til frambúðar og við þurfum bara að vinna úr þeirri stöðu eins og hún er núna,“ segir Guðmundur.
Neytendur Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira