Uppgjör eftir Kanada: Kominn tími á breytingar Bragi Þórðarson skrifar 12. júní 2018 06:00 Vettel fagnar sigrinum. vísir/getty Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar á Montreal brautinni í Kanada. Þjóðverjinn náði ráspól í tímatökum á laugardaginn og leiddi alla hringi kappakstursins. Flest lið mættu með uppfærðar vélar til Kanada og er ljóst að Ferrari liðið er komið með yfirburða vél í bíla sína. Með frábærri frammistöðu sinni um helgina er Vettel kominn með yfirhöndina gegn Lewis Hamilton og leiðir nú Þjóðverjinn heimsmeistaramótið með einu stigi. „Það er aldrei auðvelt að vinna kappakstur, en liðið hefur verið alveg frábært um helgina,” sagði Vettel eftir keppni. 40 ár eru liðin frá því að Gilles Villeneuve vann þennan kappakstur fyrir Ferrari og er brautin í Montreal nefnd eftir honum. Lítið var um framúrakstur í keppninni og þykja bæði keppendum og áhorfendum tími til kominn fyrir breytingar. Búast má við að formúlunni verði breytt á næstu árum til að auðvelda framúrakstur. Þá ætlar dekkjaframleiðandinn Pirelli að breyta hjólbörðunum svo liðin þurfi að fara oftar inn á þjónustusvæðið. Annar á eftir Vettel í Kanada varð Finninn Valtteri Bottas. Mercedes bíllinn virtist þó ekki eiga neina möguleika í Ferrari um helgina, Mercedes var eina liðið sem voru enn að keyra með sömu vélar og byrjun tímabils. Það varð Lewis Hamilton næstum að falli á áttunda hring kappakstursins. „Ég hef ekkert afl,” sagði Bretinn í talstöðinni til liðsins. Þá kom í ljós bilun í kælikerfi Mercedes bílsins en liðinu tókst þó á ótrúlegan hátt að gera við bílinn í næsta þjónustuhléi. Vegna þessa þurfti ríkjandi heimsmeistarinn að fara snemma inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti, og endaði því fimmti, rúmum tuttugu sekúndum á eftir Vettel. Red Bull bílarnir lentu ekki í neinum vandræðum og kláruðu þeir Max Verstappen og Daniel Ricciardo kappaksturinn í þriðja og fjórða sæti. Sjötti á eftir Hamilton kom svo liðsfélagi Vettel hjá Ferrari, Kimi Raikkonen. Renault bílarnir komu þar á eftir og situr liðið því örugglega í fjórða sæti í keppni bílasmiða. Þar á eftir kemur McLaren þrátt fyrir að Fernando Alonso þurfti enn og aftur að hætta keppni í Montreal. Spánverjinn var að byrja sinn 300. kappakstur um helgina en varð frá að hverfa með vélarbilun, var þetta í sjöunda skiptið á ferlinum sem hann klárar ekki í Kanada. Næsta keppni fer fram í Frakklandi eftir tvær vikur og verður algjör Formúlu 1 veisla eftir það með þremur keppnum í röð. Þannig ef fólk verður komið með nóg af HM í Rússlandi er hægt að sökkva sér ofan í Formúlunni. Formúla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar á Montreal brautinni í Kanada. Þjóðverjinn náði ráspól í tímatökum á laugardaginn og leiddi alla hringi kappakstursins. Flest lið mættu með uppfærðar vélar til Kanada og er ljóst að Ferrari liðið er komið með yfirburða vél í bíla sína. Með frábærri frammistöðu sinni um helgina er Vettel kominn með yfirhöndina gegn Lewis Hamilton og leiðir nú Þjóðverjinn heimsmeistaramótið með einu stigi. „Það er aldrei auðvelt að vinna kappakstur, en liðið hefur verið alveg frábært um helgina,” sagði Vettel eftir keppni. 40 ár eru liðin frá því að Gilles Villeneuve vann þennan kappakstur fyrir Ferrari og er brautin í Montreal nefnd eftir honum. Lítið var um framúrakstur í keppninni og þykja bæði keppendum og áhorfendum tími til kominn fyrir breytingar. Búast má við að formúlunni verði breytt á næstu árum til að auðvelda framúrakstur. Þá ætlar dekkjaframleiðandinn Pirelli að breyta hjólbörðunum svo liðin þurfi að fara oftar inn á þjónustusvæðið. Annar á eftir Vettel í Kanada varð Finninn Valtteri Bottas. Mercedes bíllinn virtist þó ekki eiga neina möguleika í Ferrari um helgina, Mercedes var eina liðið sem voru enn að keyra með sömu vélar og byrjun tímabils. Það varð Lewis Hamilton næstum að falli á áttunda hring kappakstursins. „Ég hef ekkert afl,” sagði Bretinn í talstöðinni til liðsins. Þá kom í ljós bilun í kælikerfi Mercedes bílsins en liðinu tókst þó á ótrúlegan hátt að gera við bílinn í næsta þjónustuhléi. Vegna þessa þurfti ríkjandi heimsmeistarinn að fara snemma inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti, og endaði því fimmti, rúmum tuttugu sekúndum á eftir Vettel. Red Bull bílarnir lentu ekki í neinum vandræðum og kláruðu þeir Max Verstappen og Daniel Ricciardo kappaksturinn í þriðja og fjórða sæti. Sjötti á eftir Hamilton kom svo liðsfélagi Vettel hjá Ferrari, Kimi Raikkonen. Renault bílarnir komu þar á eftir og situr liðið því örugglega í fjórða sæti í keppni bílasmiða. Þar á eftir kemur McLaren þrátt fyrir að Fernando Alonso þurfti enn og aftur að hætta keppni í Montreal. Spánverjinn var að byrja sinn 300. kappakstur um helgina en varð frá að hverfa með vélarbilun, var þetta í sjöunda skiptið á ferlinum sem hann klárar ekki í Kanada. Næsta keppni fer fram í Frakklandi eftir tvær vikur og verður algjör Formúlu 1 veisla eftir það með þremur keppnum í röð. Þannig ef fólk verður komið með nóg af HM í Rússlandi er hægt að sökkva sér ofan í Formúlunni.
Formúla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira