Heimildir Vísis herma að til hafi staðið að flytja íslenska karlalandsliðið til Rússlands í nýju vélinni, en það flaug út á laugardag. Ekki hafi hins vegar tekist að klára að mála vélina í tæka tíð.
Fram kemur í umfjöllun erlendra miðla um málið að vélin hafi verið máluð í Norwich á Englandi, þar sem myndirnar sem fylgja þessari frétt voru teknar. Vélin hafi jafnframt undanfarin 18 ár verið í flota ísraelska flugfélagsins Arkia Israeli Airlines.
Búið sé hins vegar að skrá hana á Íslandi þar sem hún hefur fengið skráningarnúmerið TF-ISX.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Icelandair tekur upp á því að mála vél á sínum vegum í óhefðbundnum litum. Það gerði flugfélagið til að mynda í lok árs 2014, þegar hulunni var svipt af vél skreyttri norðurljósum.
