„Inngróna tánögl skal ekki lækna með því að taka fótinn af“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. júní 2018 12:15 Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur lýsir aðgerðum heilbrigðisráðherra og stjórnsýslunnar í máli sérfræðilækna við að verið sé að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökla Vísir/Egill Adalsteinsson Formaður læknafélags Reykjavíkur lýsir aðgerðum heilbrigðisráðherra og stjórnsýslunnar í máli sérfræðilækna við að verið sé að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökla. Forsætisráðherra segir að verið sé að fylgja ráðgjöf í málinu, ekki sé verið að hverfa frá einkarekstri. Rammasamningur sérfræðilækna og Sjúkratrygginga rennur út næstu mánaðarmót. Forsvarsmenn Læknafélag Íslands, félags heilrbrigðisfyrirtækja og Læknafélag Reykjavíkur hafa allir gagnrýnt heilbrigðisráðherra og heilbrigðisyfirvöld harðlega fyrir aðgerðarleysi og trúnaðarbrest í málinu en ekki hafi verið haft neitt samráð um framhaldið. Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi að verið væri að vinna að heildarendurskoðun á samningnum ekki væri enn komið út úr þeirri vinnu.Verið að skemma kerfið Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur var í samtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði að verið væri að eyðileggja kerfið. „Það er verið að skemma kerfið. Ef eitthvað er að þessu kerfi, sem ég er reyndar ekki viss um, þá á ekki að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökkla. Okkur hefur þótt að ráðherrann og heilbrigðisyfirvöld hafi ekki nægan skilning á þessum hlutum,“ sagði Þórarinn. Hann segir afar óskýrt hver stefna heilbrigðisráðherra sé í málefnum sérfræðilækna á einkareknum stofum og óskar eftir svörum. Ég veit ekki hvað hún vill, við viljum bara fá svör. Verður samningur eða ekki? Ef það verður ekki samningur þá er það bara allt í lagi við þurfum bara að vita það til að geta undirbúið okkur og okkar fyrirtæki og sjúklinga,“ sagði Þórarinn. Verið að fara eftir ráðgjöfKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í gær að meðal annars væri verið að fara eftir ráðgjöf og enn sé ekki komin niðurstaða. „Við erum með allt litrófið í íslenska heiðbrigðiskerfinu. Það er engin að tala um að hverfa frá því það er hins vegar verið að tala um að fylgja þeirri ráðgjöf sem við höfum fengið hjá þeim sem hafa verið að taka út heilbrigðiskerfið. Auðvitað erum við ekki sammála um það í ríkisstjórn eða á Alþingi hver áherslan á að vera á opinbera kerfið og síðan því einkarekna. Það gerir verkefnið krefjandi en líka skemmtilegt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.Hér fyrir neðan má sjá Katrínu ræða málið í Víglínunni í gær. Umræðan hefst eftir rúmar sex mínútur. Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
Formaður læknafélags Reykjavíkur lýsir aðgerðum heilbrigðisráðherra og stjórnsýslunnar í máli sérfræðilækna við að verið sé að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökla. Forsætisráðherra segir að verið sé að fylgja ráðgjöf í málinu, ekki sé verið að hverfa frá einkarekstri. Rammasamningur sérfræðilækna og Sjúkratrygginga rennur út næstu mánaðarmót. Forsvarsmenn Læknafélag Íslands, félags heilrbrigðisfyrirtækja og Læknafélag Reykjavíkur hafa allir gagnrýnt heilbrigðisráðherra og heilbrigðisyfirvöld harðlega fyrir aðgerðarleysi og trúnaðarbrest í málinu en ekki hafi verið haft neitt samráð um framhaldið. Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi að verið væri að vinna að heildarendurskoðun á samningnum ekki væri enn komið út úr þeirri vinnu.Verið að skemma kerfið Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur var í samtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði að verið væri að eyðileggja kerfið. „Það er verið að skemma kerfið. Ef eitthvað er að þessu kerfi, sem ég er reyndar ekki viss um, þá á ekki að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökkla. Okkur hefur þótt að ráðherrann og heilbrigðisyfirvöld hafi ekki nægan skilning á þessum hlutum,“ sagði Þórarinn. Hann segir afar óskýrt hver stefna heilbrigðisráðherra sé í málefnum sérfræðilækna á einkareknum stofum og óskar eftir svörum. Ég veit ekki hvað hún vill, við viljum bara fá svör. Verður samningur eða ekki? Ef það verður ekki samningur þá er það bara allt í lagi við þurfum bara að vita það til að geta undirbúið okkur og okkar fyrirtæki og sjúklinga,“ sagði Þórarinn. Verið að fara eftir ráðgjöfKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í gær að meðal annars væri verið að fara eftir ráðgjöf og enn sé ekki komin niðurstaða. „Við erum með allt litrófið í íslenska heiðbrigðiskerfinu. Það er engin að tala um að hverfa frá því það er hins vegar verið að tala um að fylgja þeirri ráðgjöf sem við höfum fengið hjá þeim sem hafa verið að taka út heilbrigðiskerfið. Auðvitað erum við ekki sammála um það í ríkisstjórn eða á Alþingi hver áherslan á að vera á opinbera kerfið og síðan því einkarekna. Það gerir verkefnið krefjandi en líka skemmtilegt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.Hér fyrir neðan má sjá Katrínu ræða málið í Víglínunni í gær. Umræðan hefst eftir rúmar sex mínútur.
Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira