Sólskin í hillu María Bjarnadóttir skrifar 29. júní 2018 07:00 Í vikunni sá ég, á internetinu, að Bill Gates gaf öllum sem útskrifuðust úr menntaskóla í Bandaríkjunum í ár bókina Factfulness, eftir lækninn og metsöluhöfundinn Hans Rosling. Auðvitað á ekki að trúa öllu sem er á internetinu, en þetta var trúverðugt af ýmsum ástæðum. Ég tók eftir þessu af því að sama bók birtist fyrir nokkrum vikum í bókahillunni heima hjá mér. Kannski er ekki merkilegt að það birtist bók í þar til gerðri hillu, en það er það heima hjá mér. Málið er nefnilega að maðurinn minn er með mjög alvarlega bókakaupafíkn sem hefur valdið verulegri fækkun í hópi þeirra sem vilja aðstoða okkur við búferlaflutninga. Vegna þessa, og full tíðra búferlaflutninga á milli landa síðasta áratuginn, fór fram ströng samningalota á heimilinu sem leiddi til samkomulags um að kaup á bókum í pappírsformi sé nánast bara aðeins fyrir barnabækur og mikilvægar lögfræðibækur. Samhliða fékk hann svo Kindle í jólagjöf, undir þeim formerkjum að gamla máltækið um að bókastaflinn vaxi en veggjaplássið ekki ætti enn við. Það var þess vegna sem það var óvænt að sjá bókina í hillunni, en ekki í Kyndlinum, þar sem hinar bækurnar hans Rosling eru geymdar. Þannig atvikaðist það að ég fletti í gegnum Factfulness í stað þess að horfa á efnisveitu eitt kvöldið. Að blaða í bókinni er eins og að taka sólskin úr hillunni. Undirtitill bókarinnar gefur vísbendingu um glætu, en á blaðsíðunum eru áminningar um hversu miklu heimurinn hefur áorkað í átt að jafnrétti, frelsi og bræðralagi. Það er bjartsýni og sólskin í tölfræðinni, eitthvað sem gæti nýst í þessu svokallaða sumri á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í vikunni sá ég, á internetinu, að Bill Gates gaf öllum sem útskrifuðust úr menntaskóla í Bandaríkjunum í ár bókina Factfulness, eftir lækninn og metsöluhöfundinn Hans Rosling. Auðvitað á ekki að trúa öllu sem er á internetinu, en þetta var trúverðugt af ýmsum ástæðum. Ég tók eftir þessu af því að sama bók birtist fyrir nokkrum vikum í bókahillunni heima hjá mér. Kannski er ekki merkilegt að það birtist bók í þar til gerðri hillu, en það er það heima hjá mér. Málið er nefnilega að maðurinn minn er með mjög alvarlega bókakaupafíkn sem hefur valdið verulegri fækkun í hópi þeirra sem vilja aðstoða okkur við búferlaflutninga. Vegna þessa, og full tíðra búferlaflutninga á milli landa síðasta áratuginn, fór fram ströng samningalota á heimilinu sem leiddi til samkomulags um að kaup á bókum í pappírsformi sé nánast bara aðeins fyrir barnabækur og mikilvægar lögfræðibækur. Samhliða fékk hann svo Kindle í jólagjöf, undir þeim formerkjum að gamla máltækið um að bókastaflinn vaxi en veggjaplássið ekki ætti enn við. Það var þess vegna sem það var óvænt að sjá bókina í hillunni, en ekki í Kyndlinum, þar sem hinar bækurnar hans Rosling eru geymdar. Þannig atvikaðist það að ég fletti í gegnum Factfulness í stað þess að horfa á efnisveitu eitt kvöldið. Að blaða í bókinni er eins og að taka sólskin úr hillunni. Undirtitill bókarinnar gefur vísbendingu um glætu, en á blaðsíðunum eru áminningar um hversu miklu heimurinn hefur áorkað í átt að jafnrétti, frelsi og bræðralagi. Það er bjartsýni og sólskin í tölfræðinni, eitthvað sem gæti nýst í þessu svokallaða sumri á Íslandi.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun