Allt undir Hörður Ægisson skrifar 29. júní 2018 10:00 Stofnun evrópska myntbandalagsins átti að skapa aukinn stöðugleika. Þegar evran var kynnt til sögunnar var því haldið fram – þvert á mótbárur flestra hagfræðinga – að samleitni í hagkerfum þeirra þjóðríkja sem hefðu evru sem gjaldmiðil ætti eftir að aukast. Sú spá rættist ekki. Alþjóðlega fjármálakreppan, sem opinberaði meiriháttar byggingargalla á evrusvæðinu, markaði endalokin á þeirri þróun, og samtímis upphafið að vaxandi sundurleitni. Þannig hefur landsframleiðsla á mann í Þýskalandi, svo dæmi sé tekið, aukist meira en 20 prósent hraðar hlutfallslega en á Ítalíu frá 2008. Þótt tekist hafi að binda enda á langa stjórnarkreppu um síðustu mánaðamót með myndun ríkisstjórnar Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Bandalagsins þá beinist kastljós fjárfesta enn sem fyrr að Ítalíu. Fæstir hafa trú á að efnahagstillögur stjórnvalda verði til þess fallnar að sefa þær áhyggjur í bráð. Vandi Ítalíu er vel þekktur. Skuldir ríkisins nema 130 prósentum af landsframleiðslu og fjárlagahallinn er um sex prósent. Ósveigjanlegur vinnumarkaður og lítil framleiðni hefur þýtt sífellt þverrandi samkeppnishæfni. Þá er bankakerfi landsins, sem á enn langt í land með að afskrifa að fullu vandræðalán á bókum sínum, í reynd gjaldþrota. Það væri einföldun að gera evruna alfarið að blóraböggli fyrir þessum djúpstæða efnahagsvanda heldur eru orsakirnar fremur heimatilbúnar – ömurleg hagstjórn, viðvarandi pólitískur óstöðugleiki og vanvirkt stjórnkerfi. Fram hjá því verður samt ekki horft að það mun reynast þrautin þyngri að endurreisa samkeppnishæfni hagkerfisins á meðan ekki er hægt að aðlaga gengið undirliggjandi efnahagsstöðu. Í spennitreyju ófullburða myntbandalags er það ekki valkostur. Þýðir þetta að Ítalir kunni að freistast til að segja skilið við evruna í nánustu framtíð? Tæplega. Það er of mikið undir. Ljóst er hins vegar að líkur á slíkri atburðarás hafa aukist síðustu misseri, að mati fjárfesta og markaðsaðila, sem endurspeglast í þeirri staðreynd að ójafnvægi innan stórgreiðslukerfis Evrópska seðlabankans – betur þekkts sem Target2 – hefur farið stigvaxandi á ný. Í lok síðasta mánaðar átti þannig Seðlabanki Þýskalands tæplega 1.000 milljarða evra kröfu á Evrópska seðlabankann sem aftur byggist á kröfum á seðlabanka verst stöddu aðildarríkjanna. Þar munar mest um 500 milljarða evra skuld Seðlabanka Ítalíu. Komi til greiðsluþrots og brotthvarfs Ítalíu úr evrusvæðinu gæti sú staða komið upp að þýskir skattgreiðendur þyrftu að taka reikninginn á sig. Þetta vita ítalskir ráðamenn mætavel og það kann að styrkja samningsstöðu þeirra gagnvart Brussel. Ítalía er veikasti hlekkur myntbandalagsins. Ólíkt Grikklandi er Ítalía burðarríki Evrópusambandsins og þriðja stærsta hagkerfi álfunnar – útganga þess úr evrusvæðinu er því nánast óhugsandi enda yrðu afleiðingarnar fyrir alþjóðahagkerfið líklega skelfilegar. Hvað er til ráða? Minni viðskiptaafgangur kjarnaríkjanna myndi hjálpa og draga úr ójafnvægi á evrusvæðinu. Slík kerfisbreyting á efnahagsstefnu Þýskalands er hins vegar ólíkleg. Ítalir hafa því þann eina kost að ráðast í kerfislægar umbætur til að auka framleiðni og sveigjanleika á vinnumarkaði. Takist það ekki er allt evrusvæðið undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Hörður Ægisson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Stofnun evrópska myntbandalagsins átti að skapa aukinn stöðugleika. Þegar evran var kynnt til sögunnar var því haldið fram – þvert á mótbárur flestra hagfræðinga – að samleitni í hagkerfum þeirra þjóðríkja sem hefðu evru sem gjaldmiðil ætti eftir að aukast. Sú spá rættist ekki. Alþjóðlega fjármálakreppan, sem opinberaði meiriháttar byggingargalla á evrusvæðinu, markaði endalokin á þeirri þróun, og samtímis upphafið að vaxandi sundurleitni. Þannig hefur landsframleiðsla á mann í Þýskalandi, svo dæmi sé tekið, aukist meira en 20 prósent hraðar hlutfallslega en á Ítalíu frá 2008. Þótt tekist hafi að binda enda á langa stjórnarkreppu um síðustu mánaðamót með myndun ríkisstjórnar Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Bandalagsins þá beinist kastljós fjárfesta enn sem fyrr að Ítalíu. Fæstir hafa trú á að efnahagstillögur stjórnvalda verði til þess fallnar að sefa þær áhyggjur í bráð. Vandi Ítalíu er vel þekktur. Skuldir ríkisins nema 130 prósentum af landsframleiðslu og fjárlagahallinn er um sex prósent. Ósveigjanlegur vinnumarkaður og lítil framleiðni hefur þýtt sífellt þverrandi samkeppnishæfni. Þá er bankakerfi landsins, sem á enn langt í land með að afskrifa að fullu vandræðalán á bókum sínum, í reynd gjaldþrota. Það væri einföldun að gera evruna alfarið að blóraböggli fyrir þessum djúpstæða efnahagsvanda heldur eru orsakirnar fremur heimatilbúnar – ömurleg hagstjórn, viðvarandi pólitískur óstöðugleiki og vanvirkt stjórnkerfi. Fram hjá því verður samt ekki horft að það mun reynast þrautin þyngri að endurreisa samkeppnishæfni hagkerfisins á meðan ekki er hægt að aðlaga gengið undirliggjandi efnahagsstöðu. Í spennitreyju ófullburða myntbandalags er það ekki valkostur. Þýðir þetta að Ítalir kunni að freistast til að segja skilið við evruna í nánustu framtíð? Tæplega. Það er of mikið undir. Ljóst er hins vegar að líkur á slíkri atburðarás hafa aukist síðustu misseri, að mati fjárfesta og markaðsaðila, sem endurspeglast í þeirri staðreynd að ójafnvægi innan stórgreiðslukerfis Evrópska seðlabankans – betur þekkts sem Target2 – hefur farið stigvaxandi á ný. Í lok síðasta mánaðar átti þannig Seðlabanki Þýskalands tæplega 1.000 milljarða evra kröfu á Evrópska seðlabankann sem aftur byggist á kröfum á seðlabanka verst stöddu aðildarríkjanna. Þar munar mest um 500 milljarða evra skuld Seðlabanka Ítalíu. Komi til greiðsluþrots og brotthvarfs Ítalíu úr evrusvæðinu gæti sú staða komið upp að þýskir skattgreiðendur þyrftu að taka reikninginn á sig. Þetta vita ítalskir ráðamenn mætavel og það kann að styrkja samningsstöðu þeirra gagnvart Brussel. Ítalía er veikasti hlekkur myntbandalagsins. Ólíkt Grikklandi er Ítalía burðarríki Evrópusambandsins og þriðja stærsta hagkerfi álfunnar – útganga þess úr evrusvæðinu er því nánast óhugsandi enda yrðu afleiðingarnar fyrir alþjóðahagkerfið líklega skelfilegar. Hvað er til ráða? Minni viðskiptaafgangur kjarnaríkjanna myndi hjálpa og draga úr ójafnvægi á evrusvæðinu. Slík kerfisbreyting á efnahagsstefnu Þýskalands er hins vegar ólíkleg. Ítalir hafa því þann eina kost að ráðast í kerfislægar umbætur til að auka framleiðni og sveigjanleika á vinnumarkaði. Takist það ekki er allt evrusvæðið undir.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun