Oculis metið á fimm milljarða króna Helgi Vífill Júlíusson skrifar 28. júní 2018 06:00 Sjúkdómar í afturhluta augans eru meðhöndlaðir með augnástungum og tækni Oculis felur því í sér byltingu fyrir þá sjúklinga sem þjást af slíkum sjúkdómum. Fyrirtækið á rætur að rekja til Háskóla Íslands og Landspítalans. Oculis Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, var metið á 4,7 milljarða króna í bókum vaxtarsjóðsins Brunns við árslok 2017. Brunnur á tæplega 24 prósenta hlut í Oculis sem metinn var á 1,13 milljarða króna í ársreikningi fjárfestingarsjóðsins. Brunni er stýrt af Landsbréfum, dótturfélagi Landsbankans, og SA Framtaki GP. Fram kom í Markaðnum í janúar að Oculis hafi samið við leiðandi alþjóðlega vaxtarsjóði, Bay City Capital, Novartis Venture Fund og Pivotal bio Venture Partners, ásamt Brunni og Silfurbergi um 2,1 milljarðs króna hlutafjáraukningu. Lesa má úr ársreikningi sjóðsins að Brunnur hafi lagt lyfjaþróunarfyrirtækinu til 420 milljónir króna við það tilefni. Samhliða hlutafjáraukningunni var ákveðið að fyrirtækið opnaði nýjar höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss. Oculis lauk við fjármögnun í júnímánuði árið 2016 sem leidd var af Brunni vaxtarsjóði og Silfurbergi, sem er í eigu Friðriks Steins Kristjánssonar, stofnanda Invest Farma. Þá var allt hlutafé þess metið á 699 milljónir króna og Brunnur átti 17 prósenta hlut. Virði þess tæplega sjöfaldaðist á milli ára. Oculis var stofnað árið 2003 af dr. Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum, og dr. Þorsteini Loftssyni, prófessor í lyfjafræði. Þeir leiða enn rannsóknir og nýsköpun fyrirtækisins. Um er að ræða langsamlega stærstu eign Brunns því eignir hans námu samanlagt 1,5 milljörðum króna við árslok. Sjóðurinn safnaði fjórum milljörðum króna frá fjárfestum og óádregin loforð nema 2,7 milljörðum króna. Brunnur fjárfesti í tveimur nýjum verkefnum í fyrra: Ghostlamp og Visku learning. Miðað við bækur Brunns er allt hlutafé Ghostlamp metið á 208 milljónir króna og Visku learning á 404 milljónir króna. Brunnur á 24 prósenta hlut í Ghostlamp og tæplega 25 prósenta hlut í Visku. Sjóðurinn á tæplega 40 prósenta hlut í DT Equipment, og var allt hlutaféð metið á 345 milljónir króna, og rúmlega 28 prósenta hlut í ATMO Select. Sá hlutur var færður niður um 88 prósent á milli ára og var allt hlutafé fyrirtækisins metið á 18 milljónir króna í fyrra miðað við bækur sjóðsins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 2,1 milljarðs króna fjármögnun Oculis í höfn Alþjóðlegir vaxtarsjóðir hafa fjárfest fyrir rúma tvo milljarða króna í lyfjaþróunarfyrirtækinu Oculis. Fyrirtækið hyggst reisa höfuðstöðvar í Sviss en efla um leið starfsemi sína hér á landi. 4. janúar 2018 06:00 Lauf og Oculis fá 70 milljóna styrk Tækniþróunarsjóður hefur úthlutað 70 milljóna króna öndvegisstyrknum Sprett til sprotafyrirtækjanna Oculis og Lauf Forks. Félögin þurfa á móti að sýna fram á hlutafjáraukningu sem nemur jafnhárri upphæð og styrkurinn. 26. janúar 2017 09:48 Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, var metið á 4,7 milljarða króna í bókum vaxtarsjóðsins Brunns við árslok 2017. Brunnur á tæplega 24 prósenta hlut í Oculis sem metinn var á 1,13 milljarða króna í ársreikningi fjárfestingarsjóðsins. Brunni er stýrt af Landsbréfum, dótturfélagi Landsbankans, og SA Framtaki GP. Fram kom í Markaðnum í janúar að Oculis hafi samið við leiðandi alþjóðlega vaxtarsjóði, Bay City Capital, Novartis Venture Fund og Pivotal bio Venture Partners, ásamt Brunni og Silfurbergi um 2,1 milljarðs króna hlutafjáraukningu. Lesa má úr ársreikningi sjóðsins að Brunnur hafi lagt lyfjaþróunarfyrirtækinu til 420 milljónir króna við það tilefni. Samhliða hlutafjáraukningunni var ákveðið að fyrirtækið opnaði nýjar höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss. Oculis lauk við fjármögnun í júnímánuði árið 2016 sem leidd var af Brunni vaxtarsjóði og Silfurbergi, sem er í eigu Friðriks Steins Kristjánssonar, stofnanda Invest Farma. Þá var allt hlutafé þess metið á 699 milljónir króna og Brunnur átti 17 prósenta hlut. Virði þess tæplega sjöfaldaðist á milli ára. Oculis var stofnað árið 2003 af dr. Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum, og dr. Þorsteini Loftssyni, prófessor í lyfjafræði. Þeir leiða enn rannsóknir og nýsköpun fyrirtækisins. Um er að ræða langsamlega stærstu eign Brunns því eignir hans námu samanlagt 1,5 milljörðum króna við árslok. Sjóðurinn safnaði fjórum milljörðum króna frá fjárfestum og óádregin loforð nema 2,7 milljörðum króna. Brunnur fjárfesti í tveimur nýjum verkefnum í fyrra: Ghostlamp og Visku learning. Miðað við bækur Brunns er allt hlutafé Ghostlamp metið á 208 milljónir króna og Visku learning á 404 milljónir króna. Brunnur á 24 prósenta hlut í Ghostlamp og tæplega 25 prósenta hlut í Visku. Sjóðurinn á tæplega 40 prósenta hlut í DT Equipment, og var allt hlutaféð metið á 345 milljónir króna, og rúmlega 28 prósenta hlut í ATMO Select. Sá hlutur var færður niður um 88 prósent á milli ára og var allt hlutafé fyrirtækisins metið á 18 milljónir króna í fyrra miðað við bækur sjóðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 2,1 milljarðs króna fjármögnun Oculis í höfn Alþjóðlegir vaxtarsjóðir hafa fjárfest fyrir rúma tvo milljarða króna í lyfjaþróunarfyrirtækinu Oculis. Fyrirtækið hyggst reisa höfuðstöðvar í Sviss en efla um leið starfsemi sína hér á landi. 4. janúar 2018 06:00 Lauf og Oculis fá 70 milljóna styrk Tækniþróunarsjóður hefur úthlutað 70 milljóna króna öndvegisstyrknum Sprett til sprotafyrirtækjanna Oculis og Lauf Forks. Félögin þurfa á móti að sýna fram á hlutafjáraukningu sem nemur jafnhárri upphæð og styrkurinn. 26. janúar 2017 09:48 Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
2,1 milljarðs króna fjármögnun Oculis í höfn Alþjóðlegir vaxtarsjóðir hafa fjárfest fyrir rúma tvo milljarða króna í lyfjaþróunarfyrirtækinu Oculis. Fyrirtækið hyggst reisa höfuðstöðvar í Sviss en efla um leið starfsemi sína hér á landi. 4. janúar 2018 06:00
Lauf og Oculis fá 70 milljóna styrk Tækniþróunarsjóður hefur úthlutað 70 milljóna króna öndvegisstyrknum Sprett til sprotafyrirtækjanna Oculis og Lauf Forks. Félögin þurfa á móti að sýna fram á hlutafjáraukningu sem nemur jafnhárri upphæð og styrkurinn. 26. janúar 2017 09:48
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent