Ekki svo flókið Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. júní 2018 07:00 Það er ekki ofsögum sagt að íslensk fyrirtæki standi frammi fyrir breyttri heimsmynd. Alþjóðavæðing, breytt neytendahegðun og stórstígar tækniframfarir hafa leitt til harðvítugrar samkeppni og þurrkað út landamæri að nánast öllu leyti nema að nafninu til með þeim afleiðingum að heimurinn fer stöðugt minnkandi. Við þessu þurfa fyrirtæki, sér í lagi á örmarkaði eins og þeim íslenska, nauðsynlega að bregðast ætli þau sér ekki að verða undir í samkeppninni. Þau verða að leita allra leiða til þess að hagræða og spara. Fyrir mörg þeirra er það einfaldlega lífsspursmál. Það er því ekki nema von að ýmsir stórir samrunar standi fyrir dyrum, sér í lagi á smásölumarkaði, þar sem fyrirtæki reyna að mæta samkeppni að utan, hvort sem er frá verslunarrisum á borð við Costco og H&M eða netrisum eins og Amazon og ASOS. Samkeppnisyfirvöld þurfa, ekki síður en fyrirtæki, að taka mið af breyttri heimsmynd í stað þess að reiða sig áfram á úreltar markaðsskilgreiningar. Jafnframt verða þau að hraða rannsóknum sínum á samrunamálum. Það þýðir ekki að fyrirtæki bíði mánuðum, ef ekki árum, saman upp á von og óvon á meðan yfirvöld gera upp hug sinn. Fjórtán mánuðir eru frá því að Hagar og Olís skrifuðu undir kaupsamning og átta mánuðir síðan N1 og Festi gerðu slíkt hið sama. Engu að síður er enn óvíst hvenær niðurstöður liggja fyrir. Til samanburðar tók það bandarísk yfirvöld aðeins tvo mánuði að samþykkja kaup Amazon, stærstu netverslunar heims, á matvörurisanum Whole Foods. Samrunar upp á fáeina tugi milljarða króna á litla Íslandi geta vart verið flóknari en slík 1.500 milljarða króna risakaup. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki ofsögum sagt að íslensk fyrirtæki standi frammi fyrir breyttri heimsmynd. Alþjóðavæðing, breytt neytendahegðun og stórstígar tækniframfarir hafa leitt til harðvítugrar samkeppni og þurrkað út landamæri að nánast öllu leyti nema að nafninu til með þeim afleiðingum að heimurinn fer stöðugt minnkandi. Við þessu þurfa fyrirtæki, sér í lagi á örmarkaði eins og þeim íslenska, nauðsynlega að bregðast ætli þau sér ekki að verða undir í samkeppninni. Þau verða að leita allra leiða til þess að hagræða og spara. Fyrir mörg þeirra er það einfaldlega lífsspursmál. Það er því ekki nema von að ýmsir stórir samrunar standi fyrir dyrum, sér í lagi á smásölumarkaði, þar sem fyrirtæki reyna að mæta samkeppni að utan, hvort sem er frá verslunarrisum á borð við Costco og H&M eða netrisum eins og Amazon og ASOS. Samkeppnisyfirvöld þurfa, ekki síður en fyrirtæki, að taka mið af breyttri heimsmynd í stað þess að reiða sig áfram á úreltar markaðsskilgreiningar. Jafnframt verða þau að hraða rannsóknum sínum á samrunamálum. Það þýðir ekki að fyrirtæki bíði mánuðum, ef ekki árum, saman upp á von og óvon á meðan yfirvöld gera upp hug sinn. Fjórtán mánuðir eru frá því að Hagar og Olís skrifuðu undir kaupsamning og átta mánuðir síðan N1 og Festi gerðu slíkt hið sama. Engu að síður er enn óvíst hvenær niðurstöður liggja fyrir. Til samanburðar tók það bandarísk yfirvöld aðeins tvo mánuði að samþykkja kaup Amazon, stærstu netverslunar heims, á matvörurisanum Whole Foods. Samrunar upp á fáeina tugi milljarða króna á litla Íslandi geta vart verið flóknari en slík 1.500 milljarða króna risakaup.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar