Má bjóða þér meiri árangur? Eða ertu bara góð(ur)? Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 25. júní 2018 08:28 Hvernig gengur, alltaf brjálað að gera? Þú mætir kannski þörfum markaðarins með þinni vöru eða þjónustu, viðskiptavinirnir eru ánægðir, eða hvað? Kannski er ekki gott svar. „Þeir eru allavega enn að kaupa af okkur, þeir kvarta ekki en það er orðið svolítið langt síðan við heyrðum í þeim.“ Það að vera með „kannski“ ánægða viðskiptavini á ekki að teljast ásættanlegt en er ekki verri byrjunarreitur en hver annar til að reima á sig takkaskóna og hefja alvöru sókn. Getur þú gert betur, tengst viðskiptavinum þínum sterkari böndum? Er viðskiptasambandið sterkt og mun það halda þegar nýr samkeppnisaðili mætir á svæðið? Langflest fyrirtæki geta gert betur og flest okkar sækjast eftir meiri árangri, hvernig svo sem árangurinn er skilgreindur. Meiri sala, aukin markaðshlutdeild, hærri framlegð, minni starfsmannavelta, betra orðspor? Góður grunnur er að vera með það á hreinu hver þú ert og fyrir hvað þú stendur, því lykilatriði er að aðgreina sig frá samkeppninni og vera tilbúinn í þá vinnu að byggja upp sterkt vörumerki og aðgreinandi persónuleika þess, og þaðan sambandið við viðskiptavininn.Og þú ert? Öll fyrirtæki hafa tækifæri til að aðgreina sitt vörumerki frá öðrum, það er tækifæri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Aðgreinandi þættir vörumerkis eru einkenni sem gera vörumerkið ólíkt öllum öðrum. Stendur þitt merki fyrir eitthvað í hugum neytenda eða er það fast í einhvers konar miðjumoði og deilir einkennum með keppinautum? Reynir vörumerkið að vera allt í öllu, hresst, vinalegt, töff, fyndið, alvarlegt, formfast? Persónuleika vörumerkisins er stundum lýst þannig að hann samanstandi af mannlegum eiginleikum sem tengjast vörumerkinu. Þetta er eitthvað sem viðskiptavinurinn getur tengt við, skilgreining sem ætti að vera leiðarljósið í gegnum öll samskipti við markaðinn.Hefur þú tíma fyrir þetta? Veldu sjálf(ur) hver þú ert og hvað þú stendur fyrir og ekki hvika frá því. Ekki vera allt í öllu. Hvað er það sem skiptir þig mestu máli? Þú þarft ekki að vera allt fyrir alla. Á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri á að láta til sín taka. Mörg íslensk vörumerki eiga mikið inni og geta náð því fram með því að skilgreina persónuleika sinn og nota hann til að aðgreina sig frá samkeppninni. Þannig ná þau betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort við annað. Hver er ástæðan fyrir því að þínir viðskiptavinir kjósa að skipta við þig?Er þetta ekki bara allt eins? Gott vörumerki sem hefur vel skilgreindan persónuleika og er aðgreint frá vörumerki samkeppnisaðilans eykur á allan hátt virði merkisins meðal annars með því að uppfylla sérstaka eiginleika sem þinn markhópur skilgreinir sem mikilvæga eða verðmæta. Við sem lifum og hrærumst í heimi viðskipta höfum flest það markmið að ná til okkar markhóps (þú veist hver hann er, er það ekki?) og tryggja það að hann eigi við okkur viðskipti – ekki samkeppnisaðilann. Persónuleiki vörumerkisins er grunnurinn að markaðsstarfi fyrirtækisins, bæði innra og ytra. Hann er grunnurinn að öllu samtali. Ef allir innan fyrirtækisins vita fyrir hvað vörumerkið stendur og hvaða gildi standa að baki er auðveldara fyrir alla að hlaupa í sömu átt og spila sama leik. Þú skalt því vinna heimavinnuna þína og nálgast viðskiptavini þína með þeirri vissu að þú hafir eitthvað einstakt og aðlaðandi fram að færa. Bjóddu markhópnum þínum á stefnumót og sjáðu hvort úr því verði ekki gott langtímasamband. En eins og í tilhugalífinu í raunheimum er ekki nóg að vera bara töfrandi á fyrsta stefnumóti, sambandið þarf áfram að vera gott þegar brúðkaupsafmælunum fjölgar. Því þegar kemur að ánægju í viðskiptasamböndum, er „kannski“ ekki gott svar.Höfundur er markaðsstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Sjá meira
Hvernig gengur, alltaf brjálað að gera? Þú mætir kannski þörfum markaðarins með þinni vöru eða þjónustu, viðskiptavinirnir eru ánægðir, eða hvað? Kannski er ekki gott svar. „Þeir eru allavega enn að kaupa af okkur, þeir kvarta ekki en það er orðið svolítið langt síðan við heyrðum í þeim.“ Það að vera með „kannski“ ánægða viðskiptavini á ekki að teljast ásættanlegt en er ekki verri byrjunarreitur en hver annar til að reima á sig takkaskóna og hefja alvöru sókn. Getur þú gert betur, tengst viðskiptavinum þínum sterkari böndum? Er viðskiptasambandið sterkt og mun það halda þegar nýr samkeppnisaðili mætir á svæðið? Langflest fyrirtæki geta gert betur og flest okkar sækjast eftir meiri árangri, hvernig svo sem árangurinn er skilgreindur. Meiri sala, aukin markaðshlutdeild, hærri framlegð, minni starfsmannavelta, betra orðspor? Góður grunnur er að vera með það á hreinu hver þú ert og fyrir hvað þú stendur, því lykilatriði er að aðgreina sig frá samkeppninni og vera tilbúinn í þá vinnu að byggja upp sterkt vörumerki og aðgreinandi persónuleika þess, og þaðan sambandið við viðskiptavininn.Og þú ert? Öll fyrirtæki hafa tækifæri til að aðgreina sitt vörumerki frá öðrum, það er tækifæri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Aðgreinandi þættir vörumerkis eru einkenni sem gera vörumerkið ólíkt öllum öðrum. Stendur þitt merki fyrir eitthvað í hugum neytenda eða er það fast í einhvers konar miðjumoði og deilir einkennum með keppinautum? Reynir vörumerkið að vera allt í öllu, hresst, vinalegt, töff, fyndið, alvarlegt, formfast? Persónuleika vörumerkisins er stundum lýst þannig að hann samanstandi af mannlegum eiginleikum sem tengjast vörumerkinu. Þetta er eitthvað sem viðskiptavinurinn getur tengt við, skilgreining sem ætti að vera leiðarljósið í gegnum öll samskipti við markaðinn.Hefur þú tíma fyrir þetta? Veldu sjálf(ur) hver þú ert og hvað þú stendur fyrir og ekki hvika frá því. Ekki vera allt í öllu. Hvað er það sem skiptir þig mestu máli? Þú þarft ekki að vera allt fyrir alla. Á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri á að láta til sín taka. Mörg íslensk vörumerki eiga mikið inni og geta náð því fram með því að skilgreina persónuleika sinn og nota hann til að aðgreina sig frá samkeppninni. Þannig ná þau betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort við annað. Hver er ástæðan fyrir því að þínir viðskiptavinir kjósa að skipta við þig?Er þetta ekki bara allt eins? Gott vörumerki sem hefur vel skilgreindan persónuleika og er aðgreint frá vörumerki samkeppnisaðilans eykur á allan hátt virði merkisins meðal annars með því að uppfylla sérstaka eiginleika sem þinn markhópur skilgreinir sem mikilvæga eða verðmæta. Við sem lifum og hrærumst í heimi viðskipta höfum flest það markmið að ná til okkar markhóps (þú veist hver hann er, er það ekki?) og tryggja það að hann eigi við okkur viðskipti – ekki samkeppnisaðilann. Persónuleiki vörumerkisins er grunnurinn að markaðsstarfi fyrirtækisins, bæði innra og ytra. Hann er grunnurinn að öllu samtali. Ef allir innan fyrirtækisins vita fyrir hvað vörumerkið stendur og hvaða gildi standa að baki er auðveldara fyrir alla að hlaupa í sömu átt og spila sama leik. Þú skalt því vinna heimavinnuna þína og nálgast viðskiptavini þína með þeirri vissu að þú hafir eitthvað einstakt og aðlaðandi fram að færa. Bjóddu markhópnum þínum á stefnumót og sjáðu hvort úr því verði ekki gott langtímasamband. En eins og í tilhugalífinu í raunheimum er ekki nóg að vera bara töfrandi á fyrsta stefnumóti, sambandið þarf áfram að vera gott þegar brúðkaupsafmælunum fjölgar. Því þegar kemur að ánægju í viðskiptasamböndum, er „kannski“ ekki gott svar.Höfundur er markaðsstjóri
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar