Þriggja hesta kapphlaup um Íslandsmeistaratitilinn Hjörvar Ólafsson skrifar 25. júní 2018 13:00 Elín Metta Jensen skoraði tvö í gærkvöld. vísir/ernir Baráttan á toppi Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu er æsispennandi, en útlit er fyrir að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn muni standa á milli þriggja liða fram á haustið. Þór/KA sem er ríkjandi Íslandsmeistari hirti toppsætið af Breiðabliki með 2-0 sigri í leik liðanna fyrir norðan í gær. Sandra María Jessen skorað bæði mörk Þórs/KA í leiknum, en hún er í baráttu við Elínu Mettu Jensen, framherja Vals, og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur, framherja Breiðabliks, um markadrottningatitilinn. Sandra María hefur skorað sjö mörk eftir mörkin sín tvö í leiknum í gær, en Berglind Björg einu marki meira. Þór/KA trónir á toppi deildarinnar með 19 stig þegar sjö umferðir eru búnar af deildinni, en Breiðablik er einu stigi á eftir í öðru sæti deildarinnar Elín Metta skoraði sömuleiðis tvö mörk þegar Valur bar sigurorð af FH, 4-2, í leik liðanna í Kaplakrika. Hún Thelma Björk Einarsdóttir og Crystal Thomas komu Val tveimur mörkum yfir áður en Jasmín Erla Ingadóttir minnkaði muninn fyrir FH. Elín Metta róaði taugar Valsmanna með því að koma liðinu 3-1 yfir, en Hanna Marie Barker jók spennuna á nýjan leik þegar hún kom FH inn í leikinn á nýjan leik með marki þegar rúmlega 20 mínútur voru eftir af leiknum. Elín Metta innsiglaði hins vegar sigurinn þegar hún skoraði annað mark sitt undir lok leiksins. Valur, sem hefur haft betur í síðustu sex leikjum sínum í deild og bikar, hefur 18 stig, en liðið hefur jafn mörg stig og Breiðablik og er sæti ofar vegna hagstæðari markatölu. Valur fær svo topplið deildarinnar, Þór/KA, í heimsókn í næsta deildarleik sínum og mætir svo Breiðabliki í toppslag á Kópavogsvelli í umferðinni þar á eftir. Línur gætu því skýrst í toppbaráttunni í næstu tveimur umferðum deildarinnar. Það eykur svo ánægjuna við sigurgöngu Valskvenna að Dóra María Lárusdóttir hefur jafnað sig á krossbandsslitum og er farin að leika með liðinu að nýju. Dóra María hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins og finni hún sitt fyrra form gæti hún skipt sköpum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Grindavík náði síðan í öflugt stig í fallbaráttu deildarinnar þegar liðið sótti stig til Vestmannaeyja með því að gera 1-1 jafntefli á móti ÍBV. Rio Hardy náði forystunni fyrir Grindavík, en Caroline Van Slambrouck sá til þess að liðin skildu jöfn. Breski framherjinn Hardy, sem gekk til liðs við Grindavík fyrir tímabilið, hefur reynst liðinu vel, en þetta var fjórða mark hennar í deildinni á yfirstandandi leiktíð. Grindavík hefur sex stig eftir þessi úrslit og er þremur stigum frá fallsæti eins og sakir standa, en KR sem situr í öðru fallsætinu á leik til góða á Suðurnesjarliðið. ÍBV hefur aftur á móti átta stig og vonir liðsins um að blanda sér í toppbaráttuna orðnar fjarlægar og liðið mun sogast í niður fallbaráttu deildarinnar ef fram heldur sem horfir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira
Baráttan á toppi Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu er æsispennandi, en útlit er fyrir að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn muni standa á milli þriggja liða fram á haustið. Þór/KA sem er ríkjandi Íslandsmeistari hirti toppsætið af Breiðabliki með 2-0 sigri í leik liðanna fyrir norðan í gær. Sandra María Jessen skorað bæði mörk Þórs/KA í leiknum, en hún er í baráttu við Elínu Mettu Jensen, framherja Vals, og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur, framherja Breiðabliks, um markadrottningatitilinn. Sandra María hefur skorað sjö mörk eftir mörkin sín tvö í leiknum í gær, en Berglind Björg einu marki meira. Þór/KA trónir á toppi deildarinnar með 19 stig þegar sjö umferðir eru búnar af deildinni, en Breiðablik er einu stigi á eftir í öðru sæti deildarinnar Elín Metta skoraði sömuleiðis tvö mörk þegar Valur bar sigurorð af FH, 4-2, í leik liðanna í Kaplakrika. Hún Thelma Björk Einarsdóttir og Crystal Thomas komu Val tveimur mörkum yfir áður en Jasmín Erla Ingadóttir minnkaði muninn fyrir FH. Elín Metta róaði taugar Valsmanna með því að koma liðinu 3-1 yfir, en Hanna Marie Barker jók spennuna á nýjan leik þegar hún kom FH inn í leikinn á nýjan leik með marki þegar rúmlega 20 mínútur voru eftir af leiknum. Elín Metta innsiglaði hins vegar sigurinn þegar hún skoraði annað mark sitt undir lok leiksins. Valur, sem hefur haft betur í síðustu sex leikjum sínum í deild og bikar, hefur 18 stig, en liðið hefur jafn mörg stig og Breiðablik og er sæti ofar vegna hagstæðari markatölu. Valur fær svo topplið deildarinnar, Þór/KA, í heimsókn í næsta deildarleik sínum og mætir svo Breiðabliki í toppslag á Kópavogsvelli í umferðinni þar á eftir. Línur gætu því skýrst í toppbaráttunni í næstu tveimur umferðum deildarinnar. Það eykur svo ánægjuna við sigurgöngu Valskvenna að Dóra María Lárusdóttir hefur jafnað sig á krossbandsslitum og er farin að leika með liðinu að nýju. Dóra María hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins og finni hún sitt fyrra form gæti hún skipt sköpum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Grindavík náði síðan í öflugt stig í fallbaráttu deildarinnar þegar liðið sótti stig til Vestmannaeyja með því að gera 1-1 jafntefli á móti ÍBV. Rio Hardy náði forystunni fyrir Grindavík, en Caroline Van Slambrouck sá til þess að liðin skildu jöfn. Breski framherjinn Hardy, sem gekk til liðs við Grindavík fyrir tímabilið, hefur reynst liðinu vel, en þetta var fjórða mark hennar í deildinni á yfirstandandi leiktíð. Grindavík hefur sex stig eftir þessi úrslit og er þremur stigum frá fallsæti eins og sakir standa, en KR sem situr í öðru fallsætinu á leik til góða á Suðurnesjarliðið. ÍBV hefur aftur á móti átta stig og vonir liðsins um að blanda sér í toppbaráttuna orðnar fjarlægar og liðið mun sogast í niður fallbaráttu deildarinnar ef fram heldur sem horfir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira