Fagnar ráðningu nýs framkvæmdastjóra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júní 2018 15:42 Erfiðlega hefur gengið að fá sérfræðilækna til starfa við sjúkrahúsið á Ísafirði og hafa sjúklingar þurft að sækja sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur sem hefur tilheyrandi kostnað í för með sér. Framkvæmdastjóri lækninga við heilbrigðisstofnun Vestfjarða fagnar ráðningu nýs framkvæmdastjóra og segir hans bíða ærin verkefni. Heilbrigðisráðherra skipaði í gær Gylfa Ólafsson heilsuhagfræðing sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Gylfi sem er Vestfirðingur hefur meðal annars sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands, unnið við nýsköpun og var aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra árið 2017. Hallgrímur Kjartansson, framkvæmdastjóri lækninga við stofnunina, fagnar ráðningu Gylfa. „Við erum búin að bíða eftir að fá nýjan forstjóra og þessi niðurstaða, við erum mjög nægð með hana. Það er álit allra hérna að þetta sé góður kostur fyrir okkur,“ segir Hallgrímur. Að sögn Hallgríms bíða hans ærin verkefni þegar hann tekur til starfa. Mikil starfsmannavelta hefur verið við stofnunina undanfarna mánuði, einkum í röðum stjórnenda, og þá hefur gengið brösuglega að fá sérfræðilækna vestur. „Það hefur einungis verið hjartalæknir og háls-, nef- og eyrnalæknir sem hafa komið reglulega til okkar undanfarið. Það vantar mjög tilfinnanlega augnlækni og einnig kvensjúkdómalækna og barnalækna og geðlækna. Það hefur ekki tekist að koma því í kring að það komi sérfræðingar eins og best gæti orðið,“ segir Hallgrímur. Sökum þessa hafi Vestfirðingar þurft að sækja sérfræðiþjónustu suður. „Þeir hafa þurft að gera það með ærnum kostnaði. Þannig að það er bæði bætt þjónusta og ódýrari ef að þetta verður gert,“ segir Hallgrímur. Athygli ráðuneytisins hafi margoft verið vakin á málinu að sögn Hallgríms sem bindur vonir við að nú horfi til betri vegar. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gylfi Ólafsson nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að skipa Gylfa Ólafsson, heilsuhagfræðings, sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. 22. júní 2018 15:16 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Erfiðlega hefur gengið að fá sérfræðilækna til starfa við sjúkrahúsið á Ísafirði og hafa sjúklingar þurft að sækja sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur sem hefur tilheyrandi kostnað í för með sér. Framkvæmdastjóri lækninga við heilbrigðisstofnun Vestfjarða fagnar ráðningu nýs framkvæmdastjóra og segir hans bíða ærin verkefni. Heilbrigðisráðherra skipaði í gær Gylfa Ólafsson heilsuhagfræðing sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Gylfi sem er Vestfirðingur hefur meðal annars sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands, unnið við nýsköpun og var aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra árið 2017. Hallgrímur Kjartansson, framkvæmdastjóri lækninga við stofnunina, fagnar ráðningu Gylfa. „Við erum búin að bíða eftir að fá nýjan forstjóra og þessi niðurstaða, við erum mjög nægð með hana. Það er álit allra hérna að þetta sé góður kostur fyrir okkur,“ segir Hallgrímur. Að sögn Hallgríms bíða hans ærin verkefni þegar hann tekur til starfa. Mikil starfsmannavelta hefur verið við stofnunina undanfarna mánuði, einkum í röðum stjórnenda, og þá hefur gengið brösuglega að fá sérfræðilækna vestur. „Það hefur einungis verið hjartalæknir og háls-, nef- og eyrnalæknir sem hafa komið reglulega til okkar undanfarið. Það vantar mjög tilfinnanlega augnlækni og einnig kvensjúkdómalækna og barnalækna og geðlækna. Það hefur ekki tekist að koma því í kring að það komi sérfræðingar eins og best gæti orðið,“ segir Hallgrímur. Sökum þessa hafi Vestfirðingar þurft að sækja sérfræðiþjónustu suður. „Þeir hafa þurft að gera það með ærnum kostnaði. Þannig að það er bæði bætt þjónusta og ódýrari ef að þetta verður gert,“ segir Hallgrímur. Athygli ráðuneytisins hafi margoft verið vakin á málinu að sögn Hallgríms sem bindur vonir við að nú horfi til betri vegar.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gylfi Ólafsson nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að skipa Gylfa Ólafsson, heilsuhagfræðings, sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. 22. júní 2018 15:16 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Gylfi Ólafsson nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að skipa Gylfa Ólafsson, heilsuhagfræðings, sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. 22. júní 2018 15:16