Fagnar ráðningu nýs framkvæmdastjóra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júní 2018 15:42 Erfiðlega hefur gengið að fá sérfræðilækna til starfa við sjúkrahúsið á Ísafirði og hafa sjúklingar þurft að sækja sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur sem hefur tilheyrandi kostnað í för með sér. Framkvæmdastjóri lækninga við heilbrigðisstofnun Vestfjarða fagnar ráðningu nýs framkvæmdastjóra og segir hans bíða ærin verkefni. Heilbrigðisráðherra skipaði í gær Gylfa Ólafsson heilsuhagfræðing sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Gylfi sem er Vestfirðingur hefur meðal annars sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands, unnið við nýsköpun og var aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra árið 2017. Hallgrímur Kjartansson, framkvæmdastjóri lækninga við stofnunina, fagnar ráðningu Gylfa. „Við erum búin að bíða eftir að fá nýjan forstjóra og þessi niðurstaða, við erum mjög nægð með hana. Það er álit allra hérna að þetta sé góður kostur fyrir okkur,“ segir Hallgrímur. Að sögn Hallgríms bíða hans ærin verkefni þegar hann tekur til starfa. Mikil starfsmannavelta hefur verið við stofnunina undanfarna mánuði, einkum í röðum stjórnenda, og þá hefur gengið brösuglega að fá sérfræðilækna vestur. „Það hefur einungis verið hjartalæknir og háls-, nef- og eyrnalæknir sem hafa komið reglulega til okkar undanfarið. Það vantar mjög tilfinnanlega augnlækni og einnig kvensjúkdómalækna og barnalækna og geðlækna. Það hefur ekki tekist að koma því í kring að það komi sérfræðingar eins og best gæti orðið,“ segir Hallgrímur. Sökum þessa hafi Vestfirðingar þurft að sækja sérfræðiþjónustu suður. „Þeir hafa þurft að gera það með ærnum kostnaði. Þannig að það er bæði bætt þjónusta og ódýrari ef að þetta verður gert,“ segir Hallgrímur. Athygli ráðuneytisins hafi margoft verið vakin á málinu að sögn Hallgríms sem bindur vonir við að nú horfi til betri vegar. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gylfi Ólafsson nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að skipa Gylfa Ólafsson, heilsuhagfræðings, sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. 22. júní 2018 15:16 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Erfiðlega hefur gengið að fá sérfræðilækna til starfa við sjúkrahúsið á Ísafirði og hafa sjúklingar þurft að sækja sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur sem hefur tilheyrandi kostnað í för með sér. Framkvæmdastjóri lækninga við heilbrigðisstofnun Vestfjarða fagnar ráðningu nýs framkvæmdastjóra og segir hans bíða ærin verkefni. Heilbrigðisráðherra skipaði í gær Gylfa Ólafsson heilsuhagfræðing sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Gylfi sem er Vestfirðingur hefur meðal annars sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands, unnið við nýsköpun og var aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra árið 2017. Hallgrímur Kjartansson, framkvæmdastjóri lækninga við stofnunina, fagnar ráðningu Gylfa. „Við erum búin að bíða eftir að fá nýjan forstjóra og þessi niðurstaða, við erum mjög nægð með hana. Það er álit allra hérna að þetta sé góður kostur fyrir okkur,“ segir Hallgrímur. Að sögn Hallgríms bíða hans ærin verkefni þegar hann tekur til starfa. Mikil starfsmannavelta hefur verið við stofnunina undanfarna mánuði, einkum í röðum stjórnenda, og þá hefur gengið brösuglega að fá sérfræðilækna vestur. „Það hefur einungis verið hjartalæknir og háls-, nef- og eyrnalæknir sem hafa komið reglulega til okkar undanfarið. Það vantar mjög tilfinnanlega augnlækni og einnig kvensjúkdómalækna og barnalækna og geðlækna. Það hefur ekki tekist að koma því í kring að það komi sérfræðingar eins og best gæti orðið,“ segir Hallgrímur. Sökum þessa hafi Vestfirðingar þurft að sækja sérfræðiþjónustu suður. „Þeir hafa þurft að gera það með ærnum kostnaði. Þannig að það er bæði bætt þjónusta og ódýrari ef að þetta verður gert,“ segir Hallgrímur. Athygli ráðuneytisins hafi margoft verið vakin á málinu að sögn Hallgríms sem bindur vonir við að nú horfi til betri vegar.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gylfi Ólafsson nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að skipa Gylfa Ólafsson, heilsuhagfræðings, sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. 22. júní 2018 15:16 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Gylfi Ólafsson nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að skipa Gylfa Ólafsson, heilsuhagfræðings, sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. 22. júní 2018 15:16