Rannveig skipuð í embætti aðstoðarseðlabankastjóra Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2018 15:48 Rannveig Sigurðardóttir. Mynd/Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra hefur skipað Rannveigu Sigurðardóttur í embætti aðstoðarseðlabankastjóra til fimm ára frá og með 1. júlí 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Alls sóttu fjórtán um embættið sem auglýst var laust til umsóknar 21. febrúar síðastliðinn. Sérstök matsnefnd var skipuð til að meta hæfni umsækjenda og mat auk Rannveigar þau Daníel Svavarsson, Guðrúnu Johansen, Jón Þ. Sigurgeirsson og Þorstein Þorgeirsson mjög vel hæf til að hljóta embætti aðstoðarseðlabankastjóra. Rannveig Sigurðardóttir lauk fil. kand. prófi og meistaraprófi í hagfræði frá Gautaborgarháskóla og stundaði þar doktorsnám. Hún hefur frá árinu 2009 starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri hagfræði- og peningastefnusviðs Seðlabanka Íslands og verið ritari peningastefnunefndar, ásamt því að vera staðgengill aðalhagfræðings bankans. Rannveig starfaði áður sem hagfræðingur BSRB í um áratug og var aðalhagfræðingur ASÍ á árunum 1999-2002. Hún var ráðgjafi aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands á árunum 2002-2004 og hefur verið forstöðumaður greiningar- og útgáfudeildar á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabanka Íslands síðastliðin 14 ár. Auk þess að stunda rannsóknir og kennslu hefur Rannveig ritað fjölda greina um efnahags- og peningamál og skyld efni. Þá hefur forsætisráðuneytið ákveðið að birta endanlega umsögn matsnefndar um hæfni umsækjenda. Umsögnina má nálgast hér. Vistaskipti Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Sjá meira
Forsætisráðherra hefur skipað Rannveigu Sigurðardóttur í embætti aðstoðarseðlabankastjóra til fimm ára frá og með 1. júlí 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Alls sóttu fjórtán um embættið sem auglýst var laust til umsóknar 21. febrúar síðastliðinn. Sérstök matsnefnd var skipuð til að meta hæfni umsækjenda og mat auk Rannveigar þau Daníel Svavarsson, Guðrúnu Johansen, Jón Þ. Sigurgeirsson og Þorstein Þorgeirsson mjög vel hæf til að hljóta embætti aðstoðarseðlabankastjóra. Rannveig Sigurðardóttir lauk fil. kand. prófi og meistaraprófi í hagfræði frá Gautaborgarháskóla og stundaði þar doktorsnám. Hún hefur frá árinu 2009 starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri hagfræði- og peningastefnusviðs Seðlabanka Íslands og verið ritari peningastefnunefndar, ásamt því að vera staðgengill aðalhagfræðings bankans. Rannveig starfaði áður sem hagfræðingur BSRB í um áratug og var aðalhagfræðingur ASÍ á árunum 1999-2002. Hún var ráðgjafi aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands á árunum 2002-2004 og hefur verið forstöðumaður greiningar- og útgáfudeildar á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabanka Íslands síðastliðin 14 ár. Auk þess að stunda rannsóknir og kennslu hefur Rannveig ritað fjölda greina um efnahags- og peningamál og skyld efni. Þá hefur forsætisráðuneytið ákveðið að birta endanlega umsögn matsnefndar um hæfni umsækjenda. Umsögnina má nálgast hér.
Vistaskipti Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Sjá meira