Gamalt sé nógu gott fyrir sjúklingana! Birgir Guðjónsson skrifar 21. júní 2018 07:00 Við lokapróf á námsárum mínum kom læknastúdent upp til munnlegs prófs og fékk spurningu sem hann svaraði ákveðið. Prófessorinn spurði hissa „hvaðan hefurðu þetta?“. „Úr nýju útgáfunni af kennslubókinni,“ svaraði stúdentinn. Prófessorinn barði í borðið og sagði, „ég sagði ykkur að lesa gömlu útgáfuna.“ Parkinsonsjúkdómur er ólæknandi, krónískur sjúkdómur sem hægt er að halda í skefjum með einstaklingsbundinni nákvæmlega tímasettri lyfjagjöf og sjúkraþjálfun og skapa sjúklingum ásættanleg lífsgæði í nokkurn tíma. Það voru gleðitíðindi að ungur læknir í sérnámi við eitt fremsta háskólasjúkrahús vestan hafs hefði lagt sig eftir greiningu og meðferð á Parkinsonsjúkdómi. Læknirinn vill snúa heim og hefur leitað eftir starfsmöguleikum með því að komast á starfssamning við Sjúkratryggingar Íslands en var hafnað að fyrirmælum ráðherra. Skilaboð ráðherra virðast skýr; gamlingjar og gömlu úrræðin eru nógu góð fyrir Parkinsonsjúklinga (sem og aðra sjúklinga). Íslenskir læknar eins og viðkomandi sérfræðingur hafa oft komist að í sérnám erlendis við bestu háskólastofnanir og tekið þátt í framþróun læknisfræðinnar. Þekking þeirra og reynsla telst þá mikil verðmæti og þeim bjóðast oft störf í námslandinu. Flestir vilja koma heim en mörgum hefur verið hafnað til starfa í eigin heimalandi. Svo virðist í þessu tilfelli. Hagkvæmis vegna er eitt meginmarkmið í heilbrigðisþjónustu víða um heim að færa sem mest af greiningu og meðferð sjúkdóma út úr legurýmum sjúkrahúsa (hvað þá mygluðum!) í „ambulant“ aðstöðu, þ.e. læknastofur eða göngudeildir. Sérfræðingar á einkastofum höfðu veitt slíka þjónustu áratugum saman áður en skilningur á þessu kom til hjá LSH sem stofnsetti fyrstu göngudeildina 1974 og þá eingöngu fyrir einn ákveðinn sjúkdóm. Þróunin síðan hefur verið hæg. Markmið ráðherra virðist vera að sporna við starfi sjálfstæðra lækna þó augljóst sé að LSH geti ekki tekið þessa þjónustu að sér og skammta þannig sjúklingum aðgengi að nýjustu og bestu meðferð. Þekking og reynsla skapast ekki með pólitískum tilskipunum.Höfundur er fv. Assistant professor og sérfræðingur við Yale læknaháskólann, MACP, FRCP, AGAF, FASGE Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Við lokapróf á námsárum mínum kom læknastúdent upp til munnlegs prófs og fékk spurningu sem hann svaraði ákveðið. Prófessorinn spurði hissa „hvaðan hefurðu þetta?“. „Úr nýju útgáfunni af kennslubókinni,“ svaraði stúdentinn. Prófessorinn barði í borðið og sagði, „ég sagði ykkur að lesa gömlu útgáfuna.“ Parkinsonsjúkdómur er ólæknandi, krónískur sjúkdómur sem hægt er að halda í skefjum með einstaklingsbundinni nákvæmlega tímasettri lyfjagjöf og sjúkraþjálfun og skapa sjúklingum ásættanleg lífsgæði í nokkurn tíma. Það voru gleðitíðindi að ungur læknir í sérnámi við eitt fremsta háskólasjúkrahús vestan hafs hefði lagt sig eftir greiningu og meðferð á Parkinsonsjúkdómi. Læknirinn vill snúa heim og hefur leitað eftir starfsmöguleikum með því að komast á starfssamning við Sjúkratryggingar Íslands en var hafnað að fyrirmælum ráðherra. Skilaboð ráðherra virðast skýr; gamlingjar og gömlu úrræðin eru nógu góð fyrir Parkinsonsjúklinga (sem og aðra sjúklinga). Íslenskir læknar eins og viðkomandi sérfræðingur hafa oft komist að í sérnám erlendis við bestu háskólastofnanir og tekið þátt í framþróun læknisfræðinnar. Þekking þeirra og reynsla telst þá mikil verðmæti og þeim bjóðast oft störf í námslandinu. Flestir vilja koma heim en mörgum hefur verið hafnað til starfa í eigin heimalandi. Svo virðist í þessu tilfelli. Hagkvæmis vegna er eitt meginmarkmið í heilbrigðisþjónustu víða um heim að færa sem mest af greiningu og meðferð sjúkdóma út úr legurýmum sjúkrahúsa (hvað þá mygluðum!) í „ambulant“ aðstöðu, þ.e. læknastofur eða göngudeildir. Sérfræðingar á einkastofum höfðu veitt slíka þjónustu áratugum saman áður en skilningur á þessu kom til hjá LSH sem stofnsetti fyrstu göngudeildina 1974 og þá eingöngu fyrir einn ákveðinn sjúkdóm. Þróunin síðan hefur verið hæg. Markmið ráðherra virðist vera að sporna við starfi sjálfstæðra lækna þó augljóst sé að LSH geti ekki tekið þessa þjónustu að sér og skammta þannig sjúklingum aðgengi að nýjustu og bestu meðferð. Þekking og reynsla skapast ekki með pólitískum tilskipunum.Höfundur er fv. Assistant professor og sérfræðingur við Yale læknaháskólann, MACP, FRCP, AGAF, FASGE
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun