Fullir vasar Björn Berg Gunnarsson skrifar 20. júní 2018 07:00 Aron Can sendi á dögunum frá sér frábæra hljómplötu, Trúpíter. Reikna má með að hún verði ein vinsælasta plata ársins en frá því hún kom út fyrir þremur vikum hefur lögum hennar verið streymt 1,5 milljónum sinnum á Spotify. Þrátt fyrir vinsældir Arons er einungis hægt að nálgast plötuna stafrænt. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við það, tónlistarútgáfa hér á landi er að miklu leyti bundin við stafræna dreifingu en það merkilega er hversu hratt netið hefur tekið yfir tónlistargeirann. Árið 2014 skilaði sala geisladiska tónlistarframleiðendum enn meiri tekjum en streymi og niðurhal. Nú snýst allt um Spotify, Apple og félaga og tekjurnar þar orðnar 80% meiri. Tekjur af streymi tónlistar jukust um 40% á heimsvísu í fyrra og hafa ríflega þrefaldast frá 2014. Þar er allur vöxturinn og áherslan í dreifingu tónlistar í dag. Snemma varð ljóst að arðsemi af streymi tónlistar yrði óásættanleg ef treysta ætti á auglýsingar og því hefur allt kapp verið lagt á að safna áskrifendum undanfarin misseri. Spotify er stærsti aðilinn á markaðinum, með um 75 milljónir áskrifenda, en 40 milljónir greiða Apple fyrir streymisþjónustu þeirra, sem sett var á fót árið 2015. Þrátt fyrir að gríðarlegur vöxtur sé í streymi tónlistar þýðir það ekki endilega að listamennirnir fái meira í sinn vasa. Einhverjir aurar skila sér fyrir hverja spilun en sú upphæð er misjöfn milli dreifingaraðila. Þannig eru um 8% tónlistarstreymis á YouTube, sem greiðir innan við fimmtung af því sem tónlistarfólk fær frá Spotify. Tidal (í eigu Jay Z) greiðir hins vegar ríflega þrefalt betur en Spotify, en það munar eflaust lítið um það þar sem markaðshlutdeild Tidal er einungis um hálft prósent. Samhliða vexti í streymi tónlistar og síauknu mikilvægi þess fyrir afkomu tónlistarfólks verður áhugavert að fylgjast með þróun greiðslna fyrir hvert streymi. Hvar mun jafnvægið liggja í áskriftartekjum og greiðslum til listamannanna?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Tónlist Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Aron Can sendi á dögunum frá sér frábæra hljómplötu, Trúpíter. Reikna má með að hún verði ein vinsælasta plata ársins en frá því hún kom út fyrir þremur vikum hefur lögum hennar verið streymt 1,5 milljónum sinnum á Spotify. Þrátt fyrir vinsældir Arons er einungis hægt að nálgast plötuna stafrænt. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við það, tónlistarútgáfa hér á landi er að miklu leyti bundin við stafræna dreifingu en það merkilega er hversu hratt netið hefur tekið yfir tónlistargeirann. Árið 2014 skilaði sala geisladiska tónlistarframleiðendum enn meiri tekjum en streymi og niðurhal. Nú snýst allt um Spotify, Apple og félaga og tekjurnar þar orðnar 80% meiri. Tekjur af streymi tónlistar jukust um 40% á heimsvísu í fyrra og hafa ríflega þrefaldast frá 2014. Þar er allur vöxturinn og áherslan í dreifingu tónlistar í dag. Snemma varð ljóst að arðsemi af streymi tónlistar yrði óásættanleg ef treysta ætti á auglýsingar og því hefur allt kapp verið lagt á að safna áskrifendum undanfarin misseri. Spotify er stærsti aðilinn á markaðinum, með um 75 milljónir áskrifenda, en 40 milljónir greiða Apple fyrir streymisþjónustu þeirra, sem sett var á fót árið 2015. Þrátt fyrir að gríðarlegur vöxtur sé í streymi tónlistar þýðir það ekki endilega að listamennirnir fái meira í sinn vasa. Einhverjir aurar skila sér fyrir hverja spilun en sú upphæð er misjöfn milli dreifingaraðila. Þannig eru um 8% tónlistarstreymis á YouTube, sem greiðir innan við fimmtung af því sem tónlistarfólk fær frá Spotify. Tidal (í eigu Jay Z) greiðir hins vegar ríflega þrefalt betur en Spotify, en það munar eflaust lítið um það þar sem markaðshlutdeild Tidal er einungis um hálft prósent. Samhliða vexti í streymi tónlistar og síauknu mikilvægi þess fyrir afkomu tónlistarfólks verður áhugavert að fylgjast með þróun greiðslna fyrir hvert streymi. Hvar mun jafnvægið liggja í áskriftartekjum og greiðslum til listamannanna?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun