Gleðin við að bana fiðrildi Sif Sigmarsdóttir skrifar 30. júní 2018 09:15 Velgengni hefur verið okkur Íslendingum hugleikin undanfarnar vikur. Ástæðan er afrek íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er það komst á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í fyrsta sinn. Við upphaf keppninnar gerðu margir árangurinn að umtalsefni og veltu fyrir sér hvað mætti læra af honum. Var hann lexía um samstöðu og baráttuþrek? Eða kannski hugarfar, kraft, styrk og metnað? Sitt sýndist hverjum. Staðreyndin er hins vegar sú að umrætt hlaðborð mannkosta sem dúkað var upp á tyllidögum í hátíðarræðum er með öllu merkingarlaust – næringarsnautt. Því þótt velgengni sé skemmtileg er sjaldnast nokkuð af henni að læra. Ekki er þó þar með sagt að ekkert sé hægt að læra af þátttöku Íslands í HM. Haugur mistaka „Mistök bjarga mannslífum,“ fullyrðir tölfræðingurinn, Nassim Taleb. „Í hvert sinn sem flugvél hrapar minnka líkurnar á að flugvél hrapi aftur. Farþegaskipið Títanik bjargaði mannslífum því nú smíðum við stærri og stærri skip. Fjöldi fólks lést en í kjölfarið jukum við öryggi kerfisins – mistökin voru ekki til einskis.“ Heilaskurðlæknirinn Henry Marsh tekur í sama streng í metsölubók sinni Do No Harm. „Sumar aðgerðanna sem ég hef gert eru stórsigrar og þrekvirki. En þær eru aðeins stórsigrar vegna þess að aðrar hafa verið hrapalleg mistök.“ Velgengni sýnist oft fyrirhafnarlítil. Um fólk sem náð hefur árangri segjum við gjarnan að það hafi „skotist á toppinn“. En toppur þarfnast undirstöðu. Oftar en ekki hvílir velgengni á háum haug, heilu fjalli, misheppnaðra tilrauna. „Velgengni er aðeins hægt að öðlast með því að mistakast ítrekað,“ er haft eftir iðnjöfrinum Soichiro Honda. „Velgengni er það eitt prósent vinnu manns sem er afrakstur 99 prósentanna sem kallast mistök.“ Sjálfsefjun þjóðar Í vikunni mistókst Íslendingum að komast upp úr riðli sínum á HM. Draumurinn er úti og það er komið annað hljóð í strokkinn – og hátíðarræðurnar: „Mikilvægast er að taka þátt,“ glymur nú við. Í fyrstu kann að hljóma eins og um sé að ræða sjálfsefjun þjóðar; við erum spæld og sleikjum sárin. En ef betur er að gáð má finna í tapinu eina mikilvægustu lexíu Heimsmeistaramótsins. Bandaríski rithöfundurinn Ann Patchett sem gerir nú garðinn frægan með skáldsögum sínum sendi frá sér fyrir nokkrum árum æviminningar í bland við leiðsögn um ritlist. Í bókinni This is the Story of a Happy Marriage segir Ann að hamingjuríkasti tími lífs hennar sem rithöfundar sé hugmyndastigið. Á því stigi er bókin sem velkist um í huganum „stórkostlegasta skáldsaga bókmenntasögunnar“, skrifar hún. „Það eina sem eftir er að gera er að koma henni niður á blað svo að allir megi sjá fegurðina sem ég sé.“ En það er þá sem babb kemur í bátinn: „Ég teygi upp handlegginn og gríp fiðrildið þar sem það flýgur um. Ég tek það úr höfðinu, þrýsti því niður á skrifborðið mitt, krem það með lófanum og bana því. Auðvitað langar mig ekki til að bana því. En þetta er eina leiðin til að koma einhverju svo þrívíðu á flata blaðsíðu. ... Þetta er eins og að keyra yfir fiðrildi á jeppa. Öll fegurðin sem bjó í þessari lifandi veru – litirnir, ljósið, hreyfingin – er farin. Aðeins þurr skel vinar stendur eftir, afskræmdur líkami, rifinn og tættur sem ég púsla saman – illa.“ Gömul tugga Þegar við féllum úr Heimsmeistarakeppninni snerum við baki við hetjuklisjunum, tálsýn velgengninnar, um „kraft“, „styrk“ og „samstöðu“. En hver er þá lexían? Ann Patchett segist ekki enn hafa lært að koma fiðrildinu á blað án þess að finnast hún hafa banað því. „Ég hef hins vegar lært að standa dauðsfallið af mér og fyrirgefa sjálfri mér.“ Lexía HM er þessi: Áttu þér draum? Hrifsaðu hann úr höfðinu, stígðu um borð í jeppann og spændu upp fiðrildið á nagladekkjunum. Það er gömul tugga en sönn: Mikilvægast er að taka þátt. Því mestu mistökin eru að reyna ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Velgengni hefur verið okkur Íslendingum hugleikin undanfarnar vikur. Ástæðan er afrek íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er það komst á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í fyrsta sinn. Við upphaf keppninnar gerðu margir árangurinn að umtalsefni og veltu fyrir sér hvað mætti læra af honum. Var hann lexía um samstöðu og baráttuþrek? Eða kannski hugarfar, kraft, styrk og metnað? Sitt sýndist hverjum. Staðreyndin er hins vegar sú að umrætt hlaðborð mannkosta sem dúkað var upp á tyllidögum í hátíðarræðum er með öllu merkingarlaust – næringarsnautt. Því þótt velgengni sé skemmtileg er sjaldnast nokkuð af henni að læra. Ekki er þó þar með sagt að ekkert sé hægt að læra af þátttöku Íslands í HM. Haugur mistaka „Mistök bjarga mannslífum,“ fullyrðir tölfræðingurinn, Nassim Taleb. „Í hvert sinn sem flugvél hrapar minnka líkurnar á að flugvél hrapi aftur. Farþegaskipið Títanik bjargaði mannslífum því nú smíðum við stærri og stærri skip. Fjöldi fólks lést en í kjölfarið jukum við öryggi kerfisins – mistökin voru ekki til einskis.“ Heilaskurðlæknirinn Henry Marsh tekur í sama streng í metsölubók sinni Do No Harm. „Sumar aðgerðanna sem ég hef gert eru stórsigrar og þrekvirki. En þær eru aðeins stórsigrar vegna þess að aðrar hafa verið hrapalleg mistök.“ Velgengni sýnist oft fyrirhafnarlítil. Um fólk sem náð hefur árangri segjum við gjarnan að það hafi „skotist á toppinn“. En toppur þarfnast undirstöðu. Oftar en ekki hvílir velgengni á háum haug, heilu fjalli, misheppnaðra tilrauna. „Velgengni er aðeins hægt að öðlast með því að mistakast ítrekað,“ er haft eftir iðnjöfrinum Soichiro Honda. „Velgengni er það eitt prósent vinnu manns sem er afrakstur 99 prósentanna sem kallast mistök.“ Sjálfsefjun þjóðar Í vikunni mistókst Íslendingum að komast upp úr riðli sínum á HM. Draumurinn er úti og það er komið annað hljóð í strokkinn – og hátíðarræðurnar: „Mikilvægast er að taka þátt,“ glymur nú við. Í fyrstu kann að hljóma eins og um sé að ræða sjálfsefjun þjóðar; við erum spæld og sleikjum sárin. En ef betur er að gáð má finna í tapinu eina mikilvægustu lexíu Heimsmeistaramótsins. Bandaríski rithöfundurinn Ann Patchett sem gerir nú garðinn frægan með skáldsögum sínum sendi frá sér fyrir nokkrum árum æviminningar í bland við leiðsögn um ritlist. Í bókinni This is the Story of a Happy Marriage segir Ann að hamingjuríkasti tími lífs hennar sem rithöfundar sé hugmyndastigið. Á því stigi er bókin sem velkist um í huganum „stórkostlegasta skáldsaga bókmenntasögunnar“, skrifar hún. „Það eina sem eftir er að gera er að koma henni niður á blað svo að allir megi sjá fegurðina sem ég sé.“ En það er þá sem babb kemur í bátinn: „Ég teygi upp handlegginn og gríp fiðrildið þar sem það flýgur um. Ég tek það úr höfðinu, þrýsti því niður á skrifborðið mitt, krem það með lófanum og bana því. Auðvitað langar mig ekki til að bana því. En þetta er eina leiðin til að koma einhverju svo þrívíðu á flata blaðsíðu. ... Þetta er eins og að keyra yfir fiðrildi á jeppa. Öll fegurðin sem bjó í þessari lifandi veru – litirnir, ljósið, hreyfingin – er farin. Aðeins þurr skel vinar stendur eftir, afskræmdur líkami, rifinn og tættur sem ég púsla saman – illa.“ Gömul tugga Þegar við féllum úr Heimsmeistarakeppninni snerum við baki við hetjuklisjunum, tálsýn velgengninnar, um „kraft“, „styrk“ og „samstöðu“. En hver er þá lexían? Ann Patchett segist ekki enn hafa lært að koma fiðrildinu á blað án þess að finnast hún hafa banað því. „Ég hef hins vegar lært að standa dauðsfallið af mér og fyrirgefa sjálfri mér.“ Lexía HM er þessi: Áttu þér draum? Hrifsaðu hann úr höfðinu, stígðu um borð í jeppann og spændu upp fiðrildið á nagladekkjunum. Það er gömul tugga en sönn: Mikilvægast er að taka þátt. Því mestu mistökin eru að reyna ekki.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun