Gleðin við að bana fiðrildi Sif Sigmarsdóttir skrifar 30. júní 2018 09:15 Velgengni hefur verið okkur Íslendingum hugleikin undanfarnar vikur. Ástæðan er afrek íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er það komst á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í fyrsta sinn. Við upphaf keppninnar gerðu margir árangurinn að umtalsefni og veltu fyrir sér hvað mætti læra af honum. Var hann lexía um samstöðu og baráttuþrek? Eða kannski hugarfar, kraft, styrk og metnað? Sitt sýndist hverjum. Staðreyndin er hins vegar sú að umrætt hlaðborð mannkosta sem dúkað var upp á tyllidögum í hátíðarræðum er með öllu merkingarlaust – næringarsnautt. Því þótt velgengni sé skemmtileg er sjaldnast nokkuð af henni að læra. Ekki er þó þar með sagt að ekkert sé hægt að læra af þátttöku Íslands í HM. Haugur mistaka „Mistök bjarga mannslífum,“ fullyrðir tölfræðingurinn, Nassim Taleb. „Í hvert sinn sem flugvél hrapar minnka líkurnar á að flugvél hrapi aftur. Farþegaskipið Títanik bjargaði mannslífum því nú smíðum við stærri og stærri skip. Fjöldi fólks lést en í kjölfarið jukum við öryggi kerfisins – mistökin voru ekki til einskis.“ Heilaskurðlæknirinn Henry Marsh tekur í sama streng í metsölubók sinni Do No Harm. „Sumar aðgerðanna sem ég hef gert eru stórsigrar og þrekvirki. En þær eru aðeins stórsigrar vegna þess að aðrar hafa verið hrapalleg mistök.“ Velgengni sýnist oft fyrirhafnarlítil. Um fólk sem náð hefur árangri segjum við gjarnan að það hafi „skotist á toppinn“. En toppur þarfnast undirstöðu. Oftar en ekki hvílir velgengni á háum haug, heilu fjalli, misheppnaðra tilrauna. „Velgengni er aðeins hægt að öðlast með því að mistakast ítrekað,“ er haft eftir iðnjöfrinum Soichiro Honda. „Velgengni er það eitt prósent vinnu manns sem er afrakstur 99 prósentanna sem kallast mistök.“ Sjálfsefjun þjóðar Í vikunni mistókst Íslendingum að komast upp úr riðli sínum á HM. Draumurinn er úti og það er komið annað hljóð í strokkinn – og hátíðarræðurnar: „Mikilvægast er að taka þátt,“ glymur nú við. Í fyrstu kann að hljóma eins og um sé að ræða sjálfsefjun þjóðar; við erum spæld og sleikjum sárin. En ef betur er að gáð má finna í tapinu eina mikilvægustu lexíu Heimsmeistaramótsins. Bandaríski rithöfundurinn Ann Patchett sem gerir nú garðinn frægan með skáldsögum sínum sendi frá sér fyrir nokkrum árum æviminningar í bland við leiðsögn um ritlist. Í bókinni This is the Story of a Happy Marriage segir Ann að hamingjuríkasti tími lífs hennar sem rithöfundar sé hugmyndastigið. Á því stigi er bókin sem velkist um í huganum „stórkostlegasta skáldsaga bókmenntasögunnar“, skrifar hún. „Það eina sem eftir er að gera er að koma henni niður á blað svo að allir megi sjá fegurðina sem ég sé.“ En það er þá sem babb kemur í bátinn: „Ég teygi upp handlegginn og gríp fiðrildið þar sem það flýgur um. Ég tek það úr höfðinu, þrýsti því niður á skrifborðið mitt, krem það með lófanum og bana því. Auðvitað langar mig ekki til að bana því. En þetta er eina leiðin til að koma einhverju svo þrívíðu á flata blaðsíðu. ... Þetta er eins og að keyra yfir fiðrildi á jeppa. Öll fegurðin sem bjó í þessari lifandi veru – litirnir, ljósið, hreyfingin – er farin. Aðeins þurr skel vinar stendur eftir, afskræmdur líkami, rifinn og tættur sem ég púsla saman – illa.“ Gömul tugga Þegar við féllum úr Heimsmeistarakeppninni snerum við baki við hetjuklisjunum, tálsýn velgengninnar, um „kraft“, „styrk“ og „samstöðu“. En hver er þá lexían? Ann Patchett segist ekki enn hafa lært að koma fiðrildinu á blað án þess að finnast hún hafa banað því. „Ég hef hins vegar lært að standa dauðsfallið af mér og fyrirgefa sjálfri mér.“ Lexía HM er þessi: Áttu þér draum? Hrifsaðu hann úr höfðinu, stígðu um borð í jeppann og spændu upp fiðrildið á nagladekkjunum. Það er gömul tugga en sönn: Mikilvægast er að taka þátt. Því mestu mistökin eru að reyna ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Velgengni hefur verið okkur Íslendingum hugleikin undanfarnar vikur. Ástæðan er afrek íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er það komst á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í fyrsta sinn. Við upphaf keppninnar gerðu margir árangurinn að umtalsefni og veltu fyrir sér hvað mætti læra af honum. Var hann lexía um samstöðu og baráttuþrek? Eða kannski hugarfar, kraft, styrk og metnað? Sitt sýndist hverjum. Staðreyndin er hins vegar sú að umrætt hlaðborð mannkosta sem dúkað var upp á tyllidögum í hátíðarræðum er með öllu merkingarlaust – næringarsnautt. Því þótt velgengni sé skemmtileg er sjaldnast nokkuð af henni að læra. Ekki er þó þar með sagt að ekkert sé hægt að læra af þátttöku Íslands í HM. Haugur mistaka „Mistök bjarga mannslífum,“ fullyrðir tölfræðingurinn, Nassim Taleb. „Í hvert sinn sem flugvél hrapar minnka líkurnar á að flugvél hrapi aftur. Farþegaskipið Títanik bjargaði mannslífum því nú smíðum við stærri og stærri skip. Fjöldi fólks lést en í kjölfarið jukum við öryggi kerfisins – mistökin voru ekki til einskis.“ Heilaskurðlæknirinn Henry Marsh tekur í sama streng í metsölubók sinni Do No Harm. „Sumar aðgerðanna sem ég hef gert eru stórsigrar og þrekvirki. En þær eru aðeins stórsigrar vegna þess að aðrar hafa verið hrapalleg mistök.“ Velgengni sýnist oft fyrirhafnarlítil. Um fólk sem náð hefur árangri segjum við gjarnan að það hafi „skotist á toppinn“. En toppur þarfnast undirstöðu. Oftar en ekki hvílir velgengni á háum haug, heilu fjalli, misheppnaðra tilrauna. „Velgengni er aðeins hægt að öðlast með því að mistakast ítrekað,“ er haft eftir iðnjöfrinum Soichiro Honda. „Velgengni er það eitt prósent vinnu manns sem er afrakstur 99 prósentanna sem kallast mistök.“ Sjálfsefjun þjóðar Í vikunni mistókst Íslendingum að komast upp úr riðli sínum á HM. Draumurinn er úti og það er komið annað hljóð í strokkinn – og hátíðarræðurnar: „Mikilvægast er að taka þátt,“ glymur nú við. Í fyrstu kann að hljóma eins og um sé að ræða sjálfsefjun þjóðar; við erum spæld og sleikjum sárin. En ef betur er að gáð má finna í tapinu eina mikilvægustu lexíu Heimsmeistaramótsins. Bandaríski rithöfundurinn Ann Patchett sem gerir nú garðinn frægan með skáldsögum sínum sendi frá sér fyrir nokkrum árum æviminningar í bland við leiðsögn um ritlist. Í bókinni This is the Story of a Happy Marriage segir Ann að hamingjuríkasti tími lífs hennar sem rithöfundar sé hugmyndastigið. Á því stigi er bókin sem velkist um í huganum „stórkostlegasta skáldsaga bókmenntasögunnar“, skrifar hún. „Það eina sem eftir er að gera er að koma henni niður á blað svo að allir megi sjá fegurðina sem ég sé.“ En það er þá sem babb kemur í bátinn: „Ég teygi upp handlegginn og gríp fiðrildið þar sem það flýgur um. Ég tek það úr höfðinu, þrýsti því niður á skrifborðið mitt, krem það með lófanum og bana því. Auðvitað langar mig ekki til að bana því. En þetta er eina leiðin til að koma einhverju svo þrívíðu á flata blaðsíðu. ... Þetta er eins og að keyra yfir fiðrildi á jeppa. Öll fegurðin sem bjó í þessari lifandi veru – litirnir, ljósið, hreyfingin – er farin. Aðeins þurr skel vinar stendur eftir, afskræmdur líkami, rifinn og tættur sem ég púsla saman – illa.“ Gömul tugga Þegar við féllum úr Heimsmeistarakeppninni snerum við baki við hetjuklisjunum, tálsýn velgengninnar, um „kraft“, „styrk“ og „samstöðu“. En hver er þá lexían? Ann Patchett segist ekki enn hafa lært að koma fiðrildinu á blað án þess að finnast hún hafa banað því. „Ég hef hins vegar lært að standa dauðsfallið af mér og fyrirgefa sjálfri mér.“ Lexía HM er þessi: Áttu þér draum? Hrifsaðu hann úr höfðinu, stígðu um borð í jeppann og spændu upp fiðrildið á nagladekkjunum. Það er gömul tugga en sönn: Mikilvægast er að taka þátt. Því mestu mistökin eru að reyna ekki.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun