Fyrrum markvörður Spánar ráðinn yfirmaður knattspyrnumála Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. júlí 2018 16:30 Stokkað upp hjá spænska knattspyrnusambandinu eftir vonbrigðin á HM í Rússlandi vísir/getty Jose Francisco Molina hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá spænska knattspyrnusambandinu en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sambandsins í morgun. Molina tekur við starfinu af Fernando Hierro en Hierro sinnti starfinu í aðdraganda HM í Rússlandi en tók svo að sér þjálfarastarf spænska landsliðsins þegar Julen Lopetegui var rekinn, tveimur dögum fyrir fyrsta leik Spánverja í mótinu. Hierro fór með spænska liðið í 16-liða úrslit þar sem það beið lægri hlut fyrir Rússlandi eftir vítaspyrnukeppni. Í kjölfarið ákvað Hierro að segja starfi sínu lausu hjá spænska knattspyrnusambandinu. Molina átti ágætan leikmannaferil í spænska boltanum en hann lék sem markvörður og var lengstum á mála hjá Atletico Madrid og Deportivo La Coruna.Hann spilaði níu landsleiki fyrir Spánverja á árunum 1996-2000. Hann er 47 ára gamall og hefur átt fremur skrautlegan þjálfaraferil. Hans fyrsta aðalþjálfarastarf var hjá Villarreal þar sem hann entist aðeins í fjóra mánuði. Þaðan fór hann til Getafe og stýrði B-liði félagsins. Í kjölfarið yfirgaf Molina heimalandið til að taka við Kitchee í Hong-Kong þar sem hann vann þrefalt á sínu eina tímabili með liðið. Hann tók svo við Atletico Kolkata í Indlandi og gerði liðið að Indlandsmeisturum 2016. Því næst lá leið Molina til Mexíkó þar sem hann tók við stjórnartaumunum hjá Atletico San Luis í B-deildinni. Það gekk vægast sagt illa og var Molina rekinn á miðju tímabili í febrúar síðastliðnum en er nú kominn í flott starf hjá spænska knattspyrnusambandinu. Spænskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá því að annar fyrrum landsliðsmaður Spánar, Carlos Marchena, yrði ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála og kemur ráðning Molina því einhverjum á óvart. Molina er vel til vina við Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir að þeir léku saman með Levante.Allar líkur eru taldar á því að Luis Enrique verði næsti landsliðsþjálfari Spánverja og verður líklega tilkynnt um ráðninguna síðar í dag. Comienza la rueda de prensa de presentación de José Francisco Molina como nuevo director deportivo de la @RFEF. Síguela en directo en https://t.co/bOzaKKwQtR #BienvenidoMolina pic.twitter.com/tV79178TCV— Selección Española de Fútbol (@SeFutbol) July 9, 2018 Spænski boltinn Tengdar fréttir Hierro: Ég sé ekki eftir neinu Fernardo Hierro, þjálfari Spánar, segist ekki sjá eftir því að hafa tekið við Spánverjum aðeins tveimur dögum fyrir mót þrátt fyrir að vera á heimleið. 2. júlí 2018 07:00 Hierro hættir sem þjálfari spænska landsliðsins Spænska knattspyrnusambandið hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að Fernando Hierro muni ekki halda áfram störfum sem þjálfari spænska landsliðsins. 8. júlí 2018 11:30 Enrique líklegastur til að taka við Spáni Spánverjar leita nú að nýjum landsliðsþjálfara eftir að ljóst var að Fernando Hierro verður ekki áfram. 9. júlí 2018 08:00 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Jose Francisco Molina hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá spænska knattspyrnusambandinu en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sambandsins í morgun. Molina tekur við starfinu af Fernando Hierro en Hierro sinnti starfinu í aðdraganda HM í Rússlandi en tók svo að sér þjálfarastarf spænska landsliðsins þegar Julen Lopetegui var rekinn, tveimur dögum fyrir fyrsta leik Spánverja í mótinu. Hierro fór með spænska liðið í 16-liða úrslit þar sem það beið lægri hlut fyrir Rússlandi eftir vítaspyrnukeppni. Í kjölfarið ákvað Hierro að segja starfi sínu lausu hjá spænska knattspyrnusambandinu. Molina átti ágætan leikmannaferil í spænska boltanum en hann lék sem markvörður og var lengstum á mála hjá Atletico Madrid og Deportivo La Coruna.Hann spilaði níu landsleiki fyrir Spánverja á árunum 1996-2000. Hann er 47 ára gamall og hefur átt fremur skrautlegan þjálfaraferil. Hans fyrsta aðalþjálfarastarf var hjá Villarreal þar sem hann entist aðeins í fjóra mánuði. Þaðan fór hann til Getafe og stýrði B-liði félagsins. Í kjölfarið yfirgaf Molina heimalandið til að taka við Kitchee í Hong-Kong þar sem hann vann þrefalt á sínu eina tímabili með liðið. Hann tók svo við Atletico Kolkata í Indlandi og gerði liðið að Indlandsmeisturum 2016. Því næst lá leið Molina til Mexíkó þar sem hann tók við stjórnartaumunum hjá Atletico San Luis í B-deildinni. Það gekk vægast sagt illa og var Molina rekinn á miðju tímabili í febrúar síðastliðnum en er nú kominn í flott starf hjá spænska knattspyrnusambandinu. Spænskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá því að annar fyrrum landsliðsmaður Spánar, Carlos Marchena, yrði ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála og kemur ráðning Molina því einhverjum á óvart. Molina er vel til vina við Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir að þeir léku saman með Levante.Allar líkur eru taldar á því að Luis Enrique verði næsti landsliðsþjálfari Spánverja og verður líklega tilkynnt um ráðninguna síðar í dag. Comienza la rueda de prensa de presentación de José Francisco Molina como nuevo director deportivo de la @RFEF. Síguela en directo en https://t.co/bOzaKKwQtR #BienvenidoMolina pic.twitter.com/tV79178TCV— Selección Española de Fútbol (@SeFutbol) July 9, 2018
Spænski boltinn Tengdar fréttir Hierro: Ég sé ekki eftir neinu Fernardo Hierro, þjálfari Spánar, segist ekki sjá eftir því að hafa tekið við Spánverjum aðeins tveimur dögum fyrir mót þrátt fyrir að vera á heimleið. 2. júlí 2018 07:00 Hierro hættir sem þjálfari spænska landsliðsins Spænska knattspyrnusambandið hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að Fernando Hierro muni ekki halda áfram störfum sem þjálfari spænska landsliðsins. 8. júlí 2018 11:30 Enrique líklegastur til að taka við Spáni Spánverjar leita nú að nýjum landsliðsþjálfara eftir að ljóst var að Fernando Hierro verður ekki áfram. 9. júlí 2018 08:00 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Hierro: Ég sé ekki eftir neinu Fernardo Hierro, þjálfari Spánar, segist ekki sjá eftir því að hafa tekið við Spánverjum aðeins tveimur dögum fyrir mót þrátt fyrir að vera á heimleið. 2. júlí 2018 07:00
Hierro hættir sem þjálfari spænska landsliðsins Spænska knattspyrnusambandið hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að Fernando Hierro muni ekki halda áfram störfum sem þjálfari spænska landsliðsins. 8. júlí 2018 11:30
Enrique líklegastur til að taka við Spáni Spánverjar leita nú að nýjum landsliðsþjálfara eftir að ljóst var að Fernando Hierro verður ekki áfram. 9. júlí 2018 08:00