Varðandi kjaramál Guðmundur Steingrímsson skrifar 9. júlí 2018 06:00 Mikið rosalega væri það glimrandi fínt ef allir sem búa og vinna á Íslandi væru ánægðir með launin sín. Um leið og ég skrifa þessa setningu átta ég mig hins vegar á því hversu fjarlægt þetta markmið er. Kraftar samfélagsins virðast virka þannig, að öðrum megin er fólk sem er ánægt með að borga öðrum sem minnst laun. Hinum megin borðsins situr svo fólk sem er ánægt ef það fær sem hæst laun. Kannski virkar samfélagið best þegar báðir aðilar eru fúlir. Eða hvað? Þótt sátt virðist fjarlæg á stundum, þá er það engu að síður eitt mikilvægasta verkefni hvers heilbrigðs þjóðfélags að skapa sem mesta sátt. Þótt þetta sé eins konar Sysifosarverkefni – þar sem markmiðið næst aldrei fullkomlega – verður samt að reyna, sífellt og ætíð. Það verður að segjast eins og er, að einhverra hluta vegna gengur þessi vinna mjög brösulega á Íslandi. Óánægja stórra stétta með kjör sín er djúp og viðvarandi. Á köflum sér maður ekki almennilega hvernig er hægt að mæta óánægjunni án þess að kollvarpa efnahagslífinu. Það er úr vöndu að ráða.Að rífast við hafið Maður vill að ljósmæður séu sáttar. Maður vill að kennarar séu sáttir. Maður vill að hjúkrunarfræðingar kjósi frekar að vinna á spítölunum en hjá flugfélögunum eftir háskólanám sitt. Að kröftum þeirra sé frekar varið í það að sinna sjúkum en að spyrja flugfarþega hvort þeir vilji Sprite eða Kók. En þá verða sem sagt kjörin að verða betri. Í frjálsu samfélagi ríkir samkeppni um vinnuafl. Að segja stórum stéttum, eins og í skólakerfinu og heilbrigðiskerfinu, að laun þeirra séu víst góð er eins og að rífast við hafið. Það þýðir ekki neitt. Hafið ræður. Sama gildir á vinnumarkaði: Ef kjör eru slæm, fer fólk. Ef laun eru góð, kemur fólk. Sé maður ráðamaður er vel hægt að pirra sig á þessum veruleika. Það er hægt að halda mikla reiðilestra út af því að heilbrigðismenntað fólk fáist ekki til að vinna í heilbrigðiskerfinu. Það er hægt að berja fast í fullt af borðum og hvessa sig. Á endanum ræður samt fólkið. Og veruleikinn blasir við: Það vantar hundruð til starfa. Landspítalinn er rekinn með kraftaverki á hverjum degi. Mann grunar að þeir sem ráða í stjórnmálunum séu orðnir samdauna þessum veruleika, í einu allsherjar tilbrigði við grunnmöntru þjóðarinnar: Fyrst hlutir hafa reddast, þá hljóta þeir að reddast áfram. Ef maður er alltaf að redda, þá gera aðrir ráð fyrir því að maður reddi. Maður verður reddarinn.Að rækta traust En það er ekki hægt að byggja heilt þjóðfélag á reddurum og kraftaverkum. Það stefnir í óefni. Bensínið er að verða búið. Það ríkir vaxandi kergja. Hún sprettur af langþreytu. Nú þarf að gera allsherjarátak í því að skapa sem mesta sátt innan stórra grundvallarstétta á Íslandi, til þess að manna heilbrigðiskerfið og aðra mikilvæga vinnustaði. Það gengur ekki að hafa fólk eins og útspýtt hundskinn. Það verður að vera hægt að búa á Íslandi, vinna og njóta lífsins á sama tíma. Og það vilja líklega allir að þessi grunnkerfi séu í lagi. Þannig að. Hvað er best að gera? Ég held að það verði að koma kjarabaráttu á Íslandi upp úr þessum farvegi sem hún er í, þar sem hver stétt er að berjast fyrir sig. Það gengur ekki til lengdar. Það þarf að ná heildarsátt, fá alla að borðinu, sammælast um helstu markmið, eins og til dæmis að menntun skuli borga sig, að fólk fáist til starfa, að verðbólga fari ekki af stað þrátt fyrir kjarabætur, að fólk efst í launastiganum haldi aftur af sér, að álögur séu ekki of íþyngjandi, vinnuvikan ekki of löng og svo framvegis. Þetta er verkefnið. Margar nágrannaþjóðir okkar gera þetta svona. Kjaramálin eru í ákveðnum farvegi. Það er búið að sammælast um markmið og áherslur. Það er búið að skilgreina sameiginlega – enda eru í raun og veru allir í sama liði – hvert efnahagslegt svigrúm samfélagsins er til kjarabóta og svo eru gerðir samningar á þeim grunni. Það hefur einu sinni tekist að nálgast þessi mál svona á Íslandi, með Þjóðarsáttinni í gamla daga. Það var vel heppnað. Það er svolítið undarlegt að það módel hafi ekki verið notað aftur. En ástæðan er einföld: Á Íslandi ríkir marghliða tortryggni. Fáir treysta nokkrum. Tortryggnin hefur grafið um sig á löngum tíma. Traust hefur ekki verið ræktað. Það tók mörg ár að byggja upp traust milli fólks til þess að gera Þjóðarsáttina að veruleika á sínum tíma. Nú þarf að endurtaka þá vinnu.Getur ekki einhver reddað því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mikið rosalega væri það glimrandi fínt ef allir sem búa og vinna á Íslandi væru ánægðir með launin sín. Um leið og ég skrifa þessa setningu átta ég mig hins vegar á því hversu fjarlægt þetta markmið er. Kraftar samfélagsins virðast virka þannig, að öðrum megin er fólk sem er ánægt með að borga öðrum sem minnst laun. Hinum megin borðsins situr svo fólk sem er ánægt ef það fær sem hæst laun. Kannski virkar samfélagið best þegar báðir aðilar eru fúlir. Eða hvað? Þótt sátt virðist fjarlæg á stundum, þá er það engu að síður eitt mikilvægasta verkefni hvers heilbrigðs þjóðfélags að skapa sem mesta sátt. Þótt þetta sé eins konar Sysifosarverkefni – þar sem markmiðið næst aldrei fullkomlega – verður samt að reyna, sífellt og ætíð. Það verður að segjast eins og er, að einhverra hluta vegna gengur þessi vinna mjög brösulega á Íslandi. Óánægja stórra stétta með kjör sín er djúp og viðvarandi. Á köflum sér maður ekki almennilega hvernig er hægt að mæta óánægjunni án þess að kollvarpa efnahagslífinu. Það er úr vöndu að ráða.Að rífast við hafið Maður vill að ljósmæður séu sáttar. Maður vill að kennarar séu sáttir. Maður vill að hjúkrunarfræðingar kjósi frekar að vinna á spítölunum en hjá flugfélögunum eftir háskólanám sitt. Að kröftum þeirra sé frekar varið í það að sinna sjúkum en að spyrja flugfarþega hvort þeir vilji Sprite eða Kók. En þá verða sem sagt kjörin að verða betri. Í frjálsu samfélagi ríkir samkeppni um vinnuafl. Að segja stórum stéttum, eins og í skólakerfinu og heilbrigðiskerfinu, að laun þeirra séu víst góð er eins og að rífast við hafið. Það þýðir ekki neitt. Hafið ræður. Sama gildir á vinnumarkaði: Ef kjör eru slæm, fer fólk. Ef laun eru góð, kemur fólk. Sé maður ráðamaður er vel hægt að pirra sig á þessum veruleika. Það er hægt að halda mikla reiðilestra út af því að heilbrigðismenntað fólk fáist ekki til að vinna í heilbrigðiskerfinu. Það er hægt að berja fast í fullt af borðum og hvessa sig. Á endanum ræður samt fólkið. Og veruleikinn blasir við: Það vantar hundruð til starfa. Landspítalinn er rekinn með kraftaverki á hverjum degi. Mann grunar að þeir sem ráða í stjórnmálunum séu orðnir samdauna þessum veruleika, í einu allsherjar tilbrigði við grunnmöntru þjóðarinnar: Fyrst hlutir hafa reddast, þá hljóta þeir að reddast áfram. Ef maður er alltaf að redda, þá gera aðrir ráð fyrir því að maður reddi. Maður verður reddarinn.Að rækta traust En það er ekki hægt að byggja heilt þjóðfélag á reddurum og kraftaverkum. Það stefnir í óefni. Bensínið er að verða búið. Það ríkir vaxandi kergja. Hún sprettur af langþreytu. Nú þarf að gera allsherjarátak í því að skapa sem mesta sátt innan stórra grundvallarstétta á Íslandi, til þess að manna heilbrigðiskerfið og aðra mikilvæga vinnustaði. Það gengur ekki að hafa fólk eins og útspýtt hundskinn. Það verður að vera hægt að búa á Íslandi, vinna og njóta lífsins á sama tíma. Og það vilja líklega allir að þessi grunnkerfi séu í lagi. Þannig að. Hvað er best að gera? Ég held að það verði að koma kjarabaráttu á Íslandi upp úr þessum farvegi sem hún er í, þar sem hver stétt er að berjast fyrir sig. Það gengur ekki til lengdar. Það þarf að ná heildarsátt, fá alla að borðinu, sammælast um helstu markmið, eins og til dæmis að menntun skuli borga sig, að fólk fáist til starfa, að verðbólga fari ekki af stað þrátt fyrir kjarabætur, að fólk efst í launastiganum haldi aftur af sér, að álögur séu ekki of íþyngjandi, vinnuvikan ekki of löng og svo framvegis. Þetta er verkefnið. Margar nágrannaþjóðir okkar gera þetta svona. Kjaramálin eru í ákveðnum farvegi. Það er búið að sammælast um markmið og áherslur. Það er búið að skilgreina sameiginlega – enda eru í raun og veru allir í sama liði – hvert efnahagslegt svigrúm samfélagsins er til kjarabóta og svo eru gerðir samningar á þeim grunni. Það hefur einu sinni tekist að nálgast þessi mál svona á Íslandi, með Þjóðarsáttinni í gamla daga. Það var vel heppnað. Það er svolítið undarlegt að það módel hafi ekki verið notað aftur. En ástæðan er einföld: Á Íslandi ríkir marghliða tortryggni. Fáir treysta nokkrum. Tortryggnin hefur grafið um sig á löngum tíma. Traust hefur ekki verið ræktað. Það tók mörg ár að byggja upp traust milli fólks til þess að gera Þjóðarsáttina að veruleika á sínum tíma. Nú þarf að endurtaka þá vinnu.Getur ekki einhver reddað því?
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar