Sjö ára bjargaði barni úr brennandi heitum bíl: „Ég er kominn til þess að bjarga þér“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2018 21:15 Unnar Ingi, sáttur með dagsverkið í dýragarðinum, ásamt systur sinni Huldu Björg. Mynd/Jónatan Ingi „Ég er kominn til þess að bjarga þér,“ sagði hinn sjö ár gamli Unnar Ingi Jónatansson við eins árs gamalt ungbarn sem sat læst inn í bíl í steikjandi hita fyrir utan dýragarðinn í Kaupmannahöfn fyrr í dag. Unnar Ingi skreið í gegnum lítið gat í skottinu sem pabbi hans hafði náð að finna. „Við fjölskyldan vorum á leiðinni í dýragarðinn og þegar við erum að rölta að inngangnum kemur eldri kona og biður mig um að brjóta rúðu í bílnum því barnabarn hennar situr fast í bílnum,“ segir pabbi drengsins, handboltakempan fyrrverandi Jónatan Ingi Jónsson í samtali við Vísi. Svo virðist sem að konan hafi óvart læst bíllyklana inn í bílnum og komst hún því ekki til stúlkunnar. Jónatan segist ekki hafa verið alveg reiðubúinn til þess að brjóta upp rúðu á einhverjum bíl en ljóst var þó aðgerða væri þörf enda 25 stiga hiti og ungabarninu, eins árs gamalli stúlku, hætta búin, bíllinn var orðinn brennandi heitur og fjölmörg dæmi um alvarleg slys þegar ungbörn læsast inni eða eru skilin eftir í bíl sem sólin skín á.Jónatan Ingi ásamt hetjunni, Unnari Inga.Mynd/Jónatan Ingi.Bað Jónatan konuna um að hringja í lögregluna en í millitíðinni fór hann að kanna hvort hægt væri að komast til barnsins án þess að brjóta rúðu í bílnum. „Á meðan við bíðum náðum við að opna skottið á bílnum. Þetta var Fiat 500 þannig að skottið var eins og lítil ferðataska, þetta er alveg pínulítið,“ segir Jónatan.Náði að opna lítið gat sem Unnar Ingi gat skriðið inn um Datt honum þá í hug hvort ekki væri hægt að opna sætin úr skottinu og ná þannig til barnsins. Tók hann símann og athugaði hvort að einhverjar upplýsingar um slíkt leyndust á Google. „Ég fann ekkert í fljótu bragði og fór þá bara að kíkja inn í bílinn. Ég sá lítið gat þarna á annarri hliðinni og náði að setja litla putta inn. Ég fann einhverja smellu og kýldi vel í sætið og það opnaðist. Það opnaðist samt lítið þannig að það hefði aldrei nein fullorðin manneskja komist þarna inn,“ segir Jónatan. Eini leikurinn í stöðunni á meðan beðið var eftir lögreglu var því að senda hinn sjö ára gamla Unnar Inga í gegnum gatið til þess að ná í lyklana á bílnum.Sams konar bíl og barnið sat fast í.Vísir/Getty„Hann kom svo út með lykilinn og þetta tók kannski allt saman sjö til átta mínútur,“ segir Jónatan og bætir við að hinn Unnar Ingi hafi sagt „Ég er kominn til þess að bjarga þér“ við litlu stúlkuna á dönsku er hann komst inn í bílinn. Telur Jónatan að stúlkan hafi líklega verið inn í bílnum í um tíu mínútur en hafi verið orðin töluvert heit enda 25 stiga hiti og glampasól. Ekkert amaði þó að henni enda tókst að koma henni út úr bílnum í tæka tíð. „Hún var kófsveitt,“ segir Jónatan en amma barnsins var afar þakklát íslensku fjölskyldunni þegar barnið komst í hendur hennar. „Greyið konan var í töluverði áfalli. Hún var mjög þakklát og guttinn minn fékk peningaverðlaun. Hann var mjög ánægður með þetta en hefur ekki gert mikið meira í dag. Hann bjargaði stelpu og er bara búinn að vera með tærnar upp í loft. Hann er mjög stoltur.“ Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
„Ég er kominn til þess að bjarga þér,“ sagði hinn sjö ár gamli Unnar Ingi Jónatansson við eins árs gamalt ungbarn sem sat læst inn í bíl í steikjandi hita fyrir utan dýragarðinn í Kaupmannahöfn fyrr í dag. Unnar Ingi skreið í gegnum lítið gat í skottinu sem pabbi hans hafði náð að finna. „Við fjölskyldan vorum á leiðinni í dýragarðinn og þegar við erum að rölta að inngangnum kemur eldri kona og biður mig um að brjóta rúðu í bílnum því barnabarn hennar situr fast í bílnum,“ segir pabbi drengsins, handboltakempan fyrrverandi Jónatan Ingi Jónsson í samtali við Vísi. Svo virðist sem að konan hafi óvart læst bíllyklana inn í bílnum og komst hún því ekki til stúlkunnar. Jónatan segist ekki hafa verið alveg reiðubúinn til þess að brjóta upp rúðu á einhverjum bíl en ljóst var þó aðgerða væri þörf enda 25 stiga hiti og ungabarninu, eins árs gamalli stúlku, hætta búin, bíllinn var orðinn brennandi heitur og fjölmörg dæmi um alvarleg slys þegar ungbörn læsast inni eða eru skilin eftir í bíl sem sólin skín á.Jónatan Ingi ásamt hetjunni, Unnari Inga.Mynd/Jónatan Ingi.Bað Jónatan konuna um að hringja í lögregluna en í millitíðinni fór hann að kanna hvort hægt væri að komast til barnsins án þess að brjóta rúðu í bílnum. „Á meðan við bíðum náðum við að opna skottið á bílnum. Þetta var Fiat 500 þannig að skottið var eins og lítil ferðataska, þetta er alveg pínulítið,“ segir Jónatan.Náði að opna lítið gat sem Unnar Ingi gat skriðið inn um Datt honum þá í hug hvort ekki væri hægt að opna sætin úr skottinu og ná þannig til barnsins. Tók hann símann og athugaði hvort að einhverjar upplýsingar um slíkt leyndust á Google. „Ég fann ekkert í fljótu bragði og fór þá bara að kíkja inn í bílinn. Ég sá lítið gat þarna á annarri hliðinni og náði að setja litla putta inn. Ég fann einhverja smellu og kýldi vel í sætið og það opnaðist. Það opnaðist samt lítið þannig að það hefði aldrei nein fullorðin manneskja komist þarna inn,“ segir Jónatan. Eini leikurinn í stöðunni á meðan beðið var eftir lögreglu var því að senda hinn sjö ára gamla Unnar Inga í gegnum gatið til þess að ná í lyklana á bílnum.Sams konar bíl og barnið sat fast í.Vísir/Getty„Hann kom svo út með lykilinn og þetta tók kannski allt saman sjö til átta mínútur,“ segir Jónatan og bætir við að hinn Unnar Ingi hafi sagt „Ég er kominn til þess að bjarga þér“ við litlu stúlkuna á dönsku er hann komst inn í bílinn. Telur Jónatan að stúlkan hafi líklega verið inn í bílnum í um tíu mínútur en hafi verið orðin töluvert heit enda 25 stiga hiti og glampasól. Ekkert amaði þó að henni enda tókst að koma henni út úr bílnum í tæka tíð. „Hún var kófsveitt,“ segir Jónatan en amma barnsins var afar þakklát íslensku fjölskyldunni þegar barnið komst í hendur hennar. „Greyið konan var í töluverði áfalli. Hún var mjög þakklát og guttinn minn fékk peningaverðlaun. Hann var mjög ánægður með þetta en hefur ekki gert mikið meira í dag. Hann bjargaði stelpu og er bara búinn að vera með tærnar upp í loft. Hann er mjög stoltur.“
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira